Strákarnir í U-17 ára landsliðinu gerðu 1-1 jafntefli við Grikkland á Laugardalsvellinum í kvöld.
Leikurinn var liður í undankeppni EM en Ísland er með fjögur stig í sínum riðli, líkt og Danmörk en liðin mætast í lokaumferðinni á Nettó-vellinum í Keflavík á sunnudaginn.
Fylkismaðurinn Kolbeinn Birgir Finnsson kom íslenska liðinu yfir á 50. mínútu en Grikkir jöfnuðu 15 mínútum síðar.
Íslandi dugir jafntefli gegn Dönum til að tryggja sér sæti í milliriðli.
