Aldrei viljað gefast upp Tómas Þór Þórðarson skrifar 24. september 2015 07:00 Margrét Lára í 100. landsleiknum. vísir/vilhelm „Fyrir tveimur til þremur árum leit ekki út fyrir að ég myndi ná þessum áfanga,“ segir Margrét Lára Viðarsdóttir, fyrirliði íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta, við Fréttablaðið um áfangann sem hún náði á Laugardalsvellinum á þriðjudagskvöldið, en þar spilaði hún sinn 100. landsleik. Með því varð þessi markahæsti leikmaður kvennalandsliðsins frá upphafi sjötti leikmaðurinn inn í hundrað landsleikja klúbbinn á eftir Rúnari Kristinssyni, Katrínu Jónsdóttur, Þóru B. Helgadóttur, Eddu Garðarsdóttur og Dóru Maríu Lárusdóttur.Örið táknrænt Eins og Margrét kemur inn á benti ekki margt til þess að hún myndi ná því að spila svona marga leiki, en hún gekk í gegnum mikinn meiðslapakka eftir virkilega erfiða dvöl hjá þáverandi Þýskalandsmeisturum Potsdam. „Tímabilið 2012 var ofboðslega erfitt. Ég var gjörsamlega drepin hjá Potsdam. Álagið var rosalegt og ég fékk engan skilning vegna meiðslanna. Ég var látin æfa í gegnum allan sársauka og var á annarri löppinni í fjóra mánuði. Ég var gjörsamlega búin á því andlega og líkamlega þrátt fyrir að við ynnum deildina og kæmumst í undanúrslit Meistaradeildarinnar,“ segir Margrét sem fór svo í aðgerð um haustið. „Ég var í tíu mánuði að jafna mig á þeirri aðgerð. Ég gat ekki sest á klósettið eða setið í stól. Ég var með skurð frá rassi niður í hnésbót og það ör mun fylgja mér alla ævi. Það er í raun táknrænt fyrir mig þar sem ég var mjög nálægt því að hætta í fótbolta á þessum tímapunkti.“ Í staðinn fyrir að hætta komst Margrét í gegnum meiðslin, fór aftur í atvinnumennsku og var í byrjunarliði Íslands á fyrsta leik EM 2013 þar sem hún skoraði mikilvægt jöfnunarmark úr vítaspyrnu gegn Noregi í fyrsta leik. „Ég hef aldrei viljað gefast upp. Það er eitthvað sem segir mér að hætta ekki og þess vegna var leikurinn á þriðjudaginn ekki bara 100. landsleikurinn. Þetta var stórt fyrir mig því ég er komin til baka eftir erfiða tíma og orðin fyrirliði landsliðsins sem er eitthvað sem mig hefur dreymt um,“ segir Margrét Lára.Ekkert fær okkur stöðvað sem þjóð Margrét Lára er algjörlega í skýjunum með hvernig tókst til á þriðjudaginn, en ríflega 3.000 manns mættu á leikinn og sáu stelpurnar spila flottan fótbolta. Þær þurftu að hafa sig allar við að brjóta á bak aftur sterka vörn Hvít-Rússa. „Þetta var æðislegt; umgjörðin og umfjöllunin. Þegar allir leggjast svona á eitt getum við allt sem þjóð. Við spiluðum góðan fótbolta og sýndum þróun í okkar leik. Umfjöllunin í aðdraganda leiksins og í kringum hann var líka góð. Leikmenn þurfa að koma vel fram í viðtölum og fjölmiðlarnir að hjálpa okkur,“ segir Margrét Lára og bætir við: „Strákarnir hafa sýnt að þetta er vel hægt og gert það fyrir fullu húsi. Svo erum við með handboltalandslið og körfuboltalandslið á stórmótum. Það er allt hægt þegar við tökum höndum saman. Það er svo mikill kraftur í okkur, stolt og rembingur. Ekkert fær okkur stöðvað sem þjóð þegar við stöndum saman,“ segir Margrét Lára. Íslenski boltinn Mest lesið Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Golf Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Golf Gæti fengið átta milljarða króna Formúla 1 Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Körfubolti Stærsta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Fótbolti Getur verið erfitt að kveðja: „Það var aðeins grátið“ Sport Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Körfubolti Yamal tekur óhræddur við tíunni Fótbolti Náðu ekki að bjarga lífi nítján ára vonarstjörnu Sport Biðin eftir Meistaravöllum styttist um einn dag Fótbolti Fleiri fréttir Stærsta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Yamal tekur óhræddur við tíunni Biðin eftir Meistaravöllum styttist um einn dag Eyjakonur gjörsigruðu Gróttu Bellingham í aðgerð á öxl og missir af næstu landsleikjum Arnar Grétarsson tekinn við Fylki Ítalía í undanúrslit í fyrsta sinn síðan 1997 Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona „Þetta var bara byrjunin“ Hetjudáðir gegn Íslandi tryggðu henni sæti í byrjunarliðinu í kvöld Liverpool reynir líka við Ekitike Sjáðu mörkin úr geggjuðum Blikasigri Aukinn áhugi á EM þrátt fyrir samkeppni við FIFA Cecilía Rán fékk á sig fastasta skot EM til þessa Steven Gerrard orðinn afi Fyrrum dýrasti enski leikmaðurinn mættur í F-deildina Stuðningsmenn Palace mótmæla ákvörðun UEFA „Við erum alls ekki hættir, þetta er rétt að byrja“ Cifuentes tekur við Leicester Sænsku meistararnir örugglega áfram Uppgjörið: Breiðablik - Egnatia 5-0 | Algjör einstefna á Kópavogsvelli Elvis snúinn aftur Liverpool tilbúið að slá metið aftur „Ekki jafn miklar þreifingar og ekki jafn lokaður leikur“ KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Segir að HM félagsliða verði stærri en Meistaradeildin Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Einn af hinum smávöxnu í afmæli Yamal kemur stráknum til varnar Sjá meira
„Fyrir tveimur til þremur árum leit ekki út fyrir að ég myndi ná þessum áfanga,“ segir Margrét Lára Viðarsdóttir, fyrirliði íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta, við Fréttablaðið um áfangann sem hún náði á Laugardalsvellinum á þriðjudagskvöldið, en þar spilaði hún sinn 100. landsleik. Með því varð þessi markahæsti leikmaður kvennalandsliðsins frá upphafi sjötti leikmaðurinn inn í hundrað landsleikja klúbbinn á eftir Rúnari Kristinssyni, Katrínu Jónsdóttur, Þóru B. Helgadóttur, Eddu Garðarsdóttur og Dóru Maríu Lárusdóttur.Örið táknrænt Eins og Margrét kemur inn á benti ekki margt til þess að hún myndi ná því að spila svona marga leiki, en hún gekk í gegnum mikinn meiðslapakka eftir virkilega erfiða dvöl hjá þáverandi Þýskalandsmeisturum Potsdam. „Tímabilið 2012 var ofboðslega erfitt. Ég var gjörsamlega drepin hjá Potsdam. Álagið var rosalegt og ég fékk engan skilning vegna meiðslanna. Ég var látin æfa í gegnum allan sársauka og var á annarri löppinni í fjóra mánuði. Ég var gjörsamlega búin á því andlega og líkamlega þrátt fyrir að við ynnum deildina og kæmumst í undanúrslit Meistaradeildarinnar,“ segir Margrét sem fór svo í aðgerð um haustið. „Ég var í tíu mánuði að jafna mig á þeirri aðgerð. Ég gat ekki sest á klósettið eða setið í stól. Ég var með skurð frá rassi niður í hnésbót og það ör mun fylgja mér alla ævi. Það er í raun táknrænt fyrir mig þar sem ég var mjög nálægt því að hætta í fótbolta á þessum tímapunkti.“ Í staðinn fyrir að hætta komst Margrét í gegnum meiðslin, fór aftur í atvinnumennsku og var í byrjunarliði Íslands á fyrsta leik EM 2013 þar sem hún skoraði mikilvægt jöfnunarmark úr vítaspyrnu gegn Noregi í fyrsta leik. „Ég hef aldrei viljað gefast upp. Það er eitthvað sem segir mér að hætta ekki og þess vegna var leikurinn á þriðjudaginn ekki bara 100. landsleikurinn. Þetta var stórt fyrir mig því ég er komin til baka eftir erfiða tíma og orðin fyrirliði landsliðsins sem er eitthvað sem mig hefur dreymt um,“ segir Margrét Lára.Ekkert fær okkur stöðvað sem þjóð Margrét Lára er algjörlega í skýjunum með hvernig tókst til á þriðjudaginn, en ríflega 3.000 manns mættu á leikinn og sáu stelpurnar spila flottan fótbolta. Þær þurftu að hafa sig allar við að brjóta á bak aftur sterka vörn Hvít-Rússa. „Þetta var æðislegt; umgjörðin og umfjöllunin. Þegar allir leggjast svona á eitt getum við allt sem þjóð. Við spiluðum góðan fótbolta og sýndum þróun í okkar leik. Umfjöllunin í aðdraganda leiksins og í kringum hann var líka góð. Leikmenn þurfa að koma vel fram í viðtölum og fjölmiðlarnir að hjálpa okkur,“ segir Margrét Lára og bætir við: „Strákarnir hafa sýnt að þetta er vel hægt og gert það fyrir fullu húsi. Svo erum við með handboltalandslið og körfuboltalandslið á stórmótum. Það er allt hægt þegar við tökum höndum saman. Það er svo mikill kraftur í okkur, stolt og rembingur. Ekkert fær okkur stöðvað sem þjóð þegar við stöndum saman,“ segir Margrét Lára.
Íslenski boltinn Mest lesið Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Golf Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Golf Gæti fengið átta milljarða króna Formúla 1 Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Körfubolti Stærsta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Fótbolti Getur verið erfitt að kveðja: „Það var aðeins grátið“ Sport Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Körfubolti Yamal tekur óhræddur við tíunni Fótbolti Náðu ekki að bjarga lífi nítján ára vonarstjörnu Sport Biðin eftir Meistaravöllum styttist um einn dag Fótbolti Fleiri fréttir Stærsta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Yamal tekur óhræddur við tíunni Biðin eftir Meistaravöllum styttist um einn dag Eyjakonur gjörsigruðu Gróttu Bellingham í aðgerð á öxl og missir af næstu landsleikjum Arnar Grétarsson tekinn við Fylki Ítalía í undanúrslit í fyrsta sinn síðan 1997 Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona „Þetta var bara byrjunin“ Hetjudáðir gegn Íslandi tryggðu henni sæti í byrjunarliðinu í kvöld Liverpool reynir líka við Ekitike Sjáðu mörkin úr geggjuðum Blikasigri Aukinn áhugi á EM þrátt fyrir samkeppni við FIFA Cecilía Rán fékk á sig fastasta skot EM til þessa Steven Gerrard orðinn afi Fyrrum dýrasti enski leikmaðurinn mættur í F-deildina Stuðningsmenn Palace mótmæla ákvörðun UEFA „Við erum alls ekki hættir, þetta er rétt að byrja“ Cifuentes tekur við Leicester Sænsku meistararnir örugglega áfram Uppgjörið: Breiðablik - Egnatia 5-0 | Algjör einstefna á Kópavogsvelli Elvis snúinn aftur Liverpool tilbúið að slá metið aftur „Ekki jafn miklar þreifingar og ekki jafn lokaður leikur“ KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Segir að HM félagsliða verði stærri en Meistaradeildin Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Einn af hinum smávöxnu í afmæli Yamal kemur stráknum til varnar Sjá meira