Freyr: Þetta er dagurinn hennar Margrétar Tómas þór Þórðarson skrifar 22. september 2015 21:30 Freyr og Ásmundur Guðni Haraldsson, aðstoðarlandsliðsþjálfari. vísir/vilhelm Freyr Alexandersson, þjálfari kvennalandsliðsins, var ánægður með sigurinn gegn Hvíta-Rússlandi í kvöld. Hann vildi sjá fleiri mörk en var ánægður með hvernig stelpurnar héldu haus gegn gífurlega varnarsinnuðu liði gestanna. "Það sem skipti mestu máli var að ná í þessi þrjú stig, halda hreinu og koma svo takt í okkar leik," sagði Freyr við Vísi eftir leikinn.Sjá einnig:Margrét Lára: Þetta var Beckham-víti "Í leik sem þú skapar þér tuttugu og eitthvað færi áttu að skora fleiri mörk. Ég get samt ekki annað gert en hrósað leikmönnunum fyrir agann og einbeitinguna í leiknum. Við tökum þessum sigri fagnandi," sagði Freyr, en átti hann von á hvítrússneska liðinu svona rosalega varnarsinnuðu? "Þetta var miklu meira en ég átti von á. Þær hafa fengið sjokk eftir síðasta leik og ákváðu að reyna að tapa með sem minnstum mun. Þær vörðust stundum ágætlega og ég hrósa þeim fyrir það, en í alvöru, það er í lagi að reyna aðeins að sækja." Þar sem gestirnir sóttu ekki neitt þurfti varnarlína Íslands að taka virkan þátt í sóknarleiknum. Glódís Perla og Hallbera voru frábærar í leiknum og áttu margar lykilsendingar sem komu sóknum af stað. Hallbera lagði svo upp eitt mark. "Þetta er þróun sem hefur átt sér stað. Við erum með rosalega vel spilandi varnarlínu. Einhverntíma hefði verið kallað á að ég myndi taka hafsent út af og sett sóknarmann inn á. En við vorum ekki með varnarmenn inn á vellinum, það voru allir að sækja. Sendingarnar úr vörninni í dag voru frábærar og stelpurnar fá hrós fyrir það," sagði Freyr. Hann brosti, aðspurður um vítið sem Margrét Lára klúðraði, og sagði: "Hún verður drullusvekkt með þetta. En hún er búin að skora svo mörg mörk að þetta skiptir engu máli. Þetta er hennar dagur og hún á að njóta hans," sagði Freyr Alexandersson. Íslenski boltinn Mest lesið Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Fótbolti Dómarinn í úrslitaleik HM með kartöflu um hálsinn eftir að hann hitti Trump Fótbolti Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Enski boltinn Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Körfubolti Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Körfubolti Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Fótbolti Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Körfubolti Kátína í Kenía og kvalir í Köben Sport Hvítskeggjaði kylfusveinninn stal senunni á Opna breska Golf Hrókeringar í markmannsmálum Man City Enski boltinn Fleiri fréttir „Svo ákveð ég alltaf að drulla mér ennþá lengra í burtu“ Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Dómarinn í úrslitaleik HM með kartöflu um hálsinn eftir að hann hitti Trump Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Hrókeringar í markmannsmálum Man City Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Töpuðu stórt áður en þeir mæta Blikum í Meistaradeildinni Andri Fannar á leið frá Bologna enn á ný Hófu titilvörnina á naumum sigri Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Madueke skrifar undir hjá Arsenal Goðsögnin sorgmædd yfir aðstöðunni Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Guðrún til Braga í Portúgal: „Nýr klettur í vörninni okkar“ Mbeumo gengur til liðs við Manchester United Sjáðu öll átta mörk Víkings og miðjumark Tryggva Fimm íslenskir Evrópusigrar, sautján mörk í plús og met Blika og KR féll Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Birnir Snær genginn til liðs við KA Hjálpaði til að vinna KR og var svo seldur Sló met Lennon og jafnaði met Atla Guðna Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir „Ég vildi prófa eitthvað alveg nýtt í umhverfi sem ég þekki ekki mikið“ „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Guðrún kveður Rosengård Sjá meira
Freyr Alexandersson, þjálfari kvennalandsliðsins, var ánægður með sigurinn gegn Hvíta-Rússlandi í kvöld. Hann vildi sjá fleiri mörk en var ánægður með hvernig stelpurnar héldu haus gegn gífurlega varnarsinnuðu liði gestanna. "Það sem skipti mestu máli var að ná í þessi þrjú stig, halda hreinu og koma svo takt í okkar leik," sagði Freyr við Vísi eftir leikinn.Sjá einnig:Margrét Lára: Þetta var Beckham-víti "Í leik sem þú skapar þér tuttugu og eitthvað færi áttu að skora fleiri mörk. Ég get samt ekki annað gert en hrósað leikmönnunum fyrir agann og einbeitinguna í leiknum. Við tökum þessum sigri fagnandi," sagði Freyr, en átti hann von á hvítrússneska liðinu svona rosalega varnarsinnuðu? "Þetta var miklu meira en ég átti von á. Þær hafa fengið sjokk eftir síðasta leik og ákváðu að reyna að tapa með sem minnstum mun. Þær vörðust stundum ágætlega og ég hrósa þeim fyrir það, en í alvöru, það er í lagi að reyna aðeins að sækja." Þar sem gestirnir sóttu ekki neitt þurfti varnarlína Íslands að taka virkan þátt í sóknarleiknum. Glódís Perla og Hallbera voru frábærar í leiknum og áttu margar lykilsendingar sem komu sóknum af stað. Hallbera lagði svo upp eitt mark. "Þetta er þróun sem hefur átt sér stað. Við erum með rosalega vel spilandi varnarlínu. Einhverntíma hefði verið kallað á að ég myndi taka hafsent út af og sett sóknarmann inn á. En við vorum ekki með varnarmenn inn á vellinum, það voru allir að sækja. Sendingarnar úr vörninni í dag voru frábærar og stelpurnar fá hrós fyrir það," sagði Freyr. Hann brosti, aðspurður um vítið sem Margrét Lára klúðraði, og sagði: "Hún verður drullusvekkt með þetta. En hún er búin að skora svo mörg mörk að þetta skiptir engu máli. Þetta er hennar dagur og hún á að njóta hans," sagði Freyr Alexandersson.
Íslenski boltinn Mest lesið Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Fótbolti Dómarinn í úrslitaleik HM með kartöflu um hálsinn eftir að hann hitti Trump Fótbolti Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Enski boltinn Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Körfubolti Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Körfubolti Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Fótbolti Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Körfubolti Kátína í Kenía og kvalir í Köben Sport Hvítskeggjaði kylfusveinninn stal senunni á Opna breska Golf Hrókeringar í markmannsmálum Man City Enski boltinn Fleiri fréttir „Svo ákveð ég alltaf að drulla mér ennþá lengra í burtu“ Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Dómarinn í úrslitaleik HM með kartöflu um hálsinn eftir að hann hitti Trump Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Hrókeringar í markmannsmálum Man City Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Töpuðu stórt áður en þeir mæta Blikum í Meistaradeildinni Andri Fannar á leið frá Bologna enn á ný Hófu titilvörnina á naumum sigri Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Madueke skrifar undir hjá Arsenal Goðsögnin sorgmædd yfir aðstöðunni Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Guðrún til Braga í Portúgal: „Nýr klettur í vörninni okkar“ Mbeumo gengur til liðs við Manchester United Sjáðu öll átta mörk Víkings og miðjumark Tryggva Fimm íslenskir Evrópusigrar, sautján mörk í plús og met Blika og KR féll Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Birnir Snær genginn til liðs við KA Hjálpaði til að vinna KR og var svo seldur Sló met Lennon og jafnaði met Atla Guðna Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir „Ég vildi prófa eitthvað alveg nýtt í umhverfi sem ég þekki ekki mikið“ „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Guðrún kveður Rosengård Sjá meira