Margrét Lára: Eigum að vera með betra lið Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 22. september 2015 14:00 Margrét Lára lék á alls oddi á æfingu í gær. vísir/pjetur „Þetta er mjög stór áfangi en ég er eitthvað minna að spá í þessu núna,“ segir Margrét Lára Viðarsdóttir sem leikur sinn 100. landsleik þegar Ísland mætir Hvíta-Rússlandi í undankeppni EM 2017 á Laugardalsvelli í kvöld. Hún segir mikilvægt að einblína á leikinn sjálfan sem er sá fyrsti hjá íslenska liðinu í undankeppninni. „Mér finnst mikilvægt að halda einbeitingunni á leiknum og liðinu því það er það sem skiptir öllu máli núna. En það verður gaman að geta vonandi fagnað 100. leiknum og þremur stigum í leikslok.“ Íslenska liðið hefur fengið langan tíma til undirbúnings en síðasta fimmtudag léku stelpurnar vináttulandsleik við Slóvakíu sem vannst 4-1. „Við fengum fullt af svörum í þeim leik,“ sagði Margrét eftir æfingu landsliðsins í gær. „Þetta var ótrúlega mikilvægur leikur fyrir okkur að fá. Það sást að við vorum svolítið ryðgaðar, sérstaklega í fyrri hálfleik þar sem við vorum að gera barnaleg mistök sem er auðvelt að laga. Þetta snerist um finna taktinn og ég held að hann verði kominn á morgun (í dag).“ En hvað þarf íslenska liðið að varast í leik þess hvít-rússneska? „Þær eru lið á uppleið og ætla sér stóra hluti. Það er mikilvægt fyrir okkur að brjóta þær strax á bak aftur og ekki gefa þeim neitt sjálfstraust eða neina von. Þær eru þéttar og liggja mjög aftarlega. Það er mikilvægt að við sýnum þolinmæði og reynum að komast aftur fyrir bakverðina þeirra. „En fyrst og fremst þurfum við að hugsa um okkur og okkar styrkleika. Við eigum að vera betra liðið og það er mikilvægt að við séum andlega og líkamlega tilbúnar í leikinn,“ sagði Margrét sem skoraði sitt 72. landsliðsmark gegn Slóvakíu á fimmtudaginn. Fyrsta landsliðsmark Margrétar kom í fyrsta landsleiknum hennar, gegn Ungverjalandi í júní 2003. Hún segist muna vel eftir þeim leik. „Ég man mjög vel eftir þeim leik enda ég skoraði ég með minni fyrstu snertingu, þannig að það var ógleymanlegt fyrir mig,“ sagði markadrottningin frá Vestmannaeyjum að lokum. Íslenski boltinn Tengdar fréttir Utan vallar: Allir á völlinn í kvöld Í kvöld hefur íslenska kvennalandsliðið leik í undankeppni EM sem fer fram í Hollandi 2017 en íslenska liðið stefnir á að komast í lokakeppnina þriðja skiptið í röð. 22. september 2015 06:00 Þetta verður stór stund fyrir hana Margrét Lára Viðarsdóttir leikur í kvöld sinn 100. landsleik þegar Ísland tekur á móti Hvíta-Rússlandi í undankeppni EM 2017. 22. september 2015 06:30 Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Fótbolti Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Fótbolti Sóley Margrét heimsmeistari Sport Vildi ekki rota og meiða Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Aron Einar miðvörður í Niksic Fótbolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Fleiri fréttir „Spila oftast best þegar ég er reiður“ „Örugglega hræðilegt að horfa á þetta“ „Við vissum að þetta yrði smá hark“ Einkunnir Íslands: Innkoma Ísaks breytti leiknum Aron Einar meiddur af velli eftir tuttugu mínútur Aron Einar miðvörður í Niksic Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Sveindís og stöllur með fimm stiga forskot á toppnum Sædís skoraði annan deildarleikinn í röð Sjálfsmark skildi að og strákarnir komnir á næsta stig Van Nistelrooy sækir um stjórastarfið hjá Coventry Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Sárafáir Íslendingar á meðal 4.000 áhorfenda á leik dagsins „Þeir hafa bætt sig frá því síðast en við einnig“ „Menn verða betri með hverju verkefninu sýnist mér“ Hafa lagt extra mikið í greiningu á ákveðnum þætti í leik Íslands Scott McTominay sér ekki eftir neinu Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Messi: Þú ert hugleysingi Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Ekki ástæða til að hafa áhyggjur af Sveindísi ennþá Óljóst hvar landsleikir í apríl fara fram Plan Arons gekk upp: „Gott að geta gefið af mér“ Stærsta stjarna Svartfellinga ekki með gegn Íslandi: „Erum mjög særðir“ Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Áslaug Munda kemur inn í landsliðið Enn kvarnast úr liði Vestra Sjá meira
„Þetta er mjög stór áfangi en ég er eitthvað minna að spá í þessu núna,“ segir Margrét Lára Viðarsdóttir sem leikur sinn 100. landsleik þegar Ísland mætir Hvíta-Rússlandi í undankeppni EM 2017 á Laugardalsvelli í kvöld. Hún segir mikilvægt að einblína á leikinn sjálfan sem er sá fyrsti hjá íslenska liðinu í undankeppninni. „Mér finnst mikilvægt að halda einbeitingunni á leiknum og liðinu því það er það sem skiptir öllu máli núna. En það verður gaman að geta vonandi fagnað 100. leiknum og þremur stigum í leikslok.“ Íslenska liðið hefur fengið langan tíma til undirbúnings en síðasta fimmtudag léku stelpurnar vináttulandsleik við Slóvakíu sem vannst 4-1. „Við fengum fullt af svörum í þeim leik,“ sagði Margrét eftir æfingu landsliðsins í gær. „Þetta var ótrúlega mikilvægur leikur fyrir okkur að fá. Það sást að við vorum svolítið ryðgaðar, sérstaklega í fyrri hálfleik þar sem við vorum að gera barnaleg mistök sem er auðvelt að laga. Þetta snerist um finna taktinn og ég held að hann verði kominn á morgun (í dag).“ En hvað þarf íslenska liðið að varast í leik þess hvít-rússneska? „Þær eru lið á uppleið og ætla sér stóra hluti. Það er mikilvægt fyrir okkur að brjóta þær strax á bak aftur og ekki gefa þeim neitt sjálfstraust eða neina von. Þær eru þéttar og liggja mjög aftarlega. Það er mikilvægt að við sýnum þolinmæði og reynum að komast aftur fyrir bakverðina þeirra. „En fyrst og fremst þurfum við að hugsa um okkur og okkar styrkleika. Við eigum að vera betra liðið og það er mikilvægt að við séum andlega og líkamlega tilbúnar í leikinn,“ sagði Margrét sem skoraði sitt 72. landsliðsmark gegn Slóvakíu á fimmtudaginn. Fyrsta landsliðsmark Margrétar kom í fyrsta landsleiknum hennar, gegn Ungverjalandi í júní 2003. Hún segist muna vel eftir þeim leik. „Ég man mjög vel eftir þeim leik enda ég skoraði ég með minni fyrstu snertingu, þannig að það var ógleymanlegt fyrir mig,“ sagði markadrottningin frá Vestmannaeyjum að lokum.
Íslenski boltinn Tengdar fréttir Utan vallar: Allir á völlinn í kvöld Í kvöld hefur íslenska kvennalandsliðið leik í undankeppni EM sem fer fram í Hollandi 2017 en íslenska liðið stefnir á að komast í lokakeppnina þriðja skiptið í röð. 22. september 2015 06:00 Þetta verður stór stund fyrir hana Margrét Lára Viðarsdóttir leikur í kvöld sinn 100. landsleik þegar Ísland tekur á móti Hvíta-Rússlandi í undankeppni EM 2017. 22. september 2015 06:30 Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Fótbolti Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Fótbolti Sóley Margrét heimsmeistari Sport Vildi ekki rota og meiða Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Aron Einar miðvörður í Niksic Fótbolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Fleiri fréttir „Spila oftast best þegar ég er reiður“ „Örugglega hræðilegt að horfa á þetta“ „Við vissum að þetta yrði smá hark“ Einkunnir Íslands: Innkoma Ísaks breytti leiknum Aron Einar meiddur af velli eftir tuttugu mínútur Aron Einar miðvörður í Niksic Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Sveindís og stöllur með fimm stiga forskot á toppnum Sædís skoraði annan deildarleikinn í röð Sjálfsmark skildi að og strákarnir komnir á næsta stig Van Nistelrooy sækir um stjórastarfið hjá Coventry Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Sárafáir Íslendingar á meðal 4.000 áhorfenda á leik dagsins „Þeir hafa bætt sig frá því síðast en við einnig“ „Menn verða betri með hverju verkefninu sýnist mér“ Hafa lagt extra mikið í greiningu á ákveðnum þætti í leik Íslands Scott McTominay sér ekki eftir neinu Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Messi: Þú ert hugleysingi Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Ekki ástæða til að hafa áhyggjur af Sveindísi ennþá Óljóst hvar landsleikir í apríl fara fram Plan Arons gekk upp: „Gott að geta gefið af mér“ Stærsta stjarna Svartfellinga ekki með gegn Íslandi: „Erum mjög særðir“ Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Áslaug Munda kemur inn í landsliðið Enn kvarnast úr liði Vestra Sjá meira
Utan vallar: Allir á völlinn í kvöld Í kvöld hefur íslenska kvennalandsliðið leik í undankeppni EM sem fer fram í Hollandi 2017 en íslenska liðið stefnir á að komast í lokakeppnina þriðja skiptið í röð. 22. september 2015 06:00
Þetta verður stór stund fyrir hana Margrét Lára Viðarsdóttir leikur í kvöld sinn 100. landsleik þegar Ísland tekur á móti Hvíta-Rússlandi í undankeppni EM 2017. 22. september 2015 06:30