Rakel um nýja hlutverkið: Er skemmtilegt verkefni Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 22. september 2015 12:00 Rakel á ferðinni í leiknum gegn Slóvakíu. vísir/anton Rakel Hönnudóttir, fyrirliði Íslandsmeistara Breiðabliks, var í nýju hlutverki þegar Ísland mætti Slóvakíu í vináttulandsleik á fimmtudaginn.Ísland vann leikinn 4-1 en Rakel lék fyrri hálfleikinn í stöðu hægri bakvarðar. Hún er vanari því að spila framar á vellinum en kann þó ágætlega við sig í þessari nýju stöðu. „Jú, ég er ekki mjög reynd í þessari stöðu. Þegar Siggi Raggi (Sigurður Ragnar Eyjólfsson) var landsliðsþjálfari spilaði ég ca. 10 leiki í þessari stöðu en ég hef ekkert spilað hana með þeim félagsliðum sem ég hef verið hjá. „Þetta er skemmtilegt verkefni,“ sagði Rakel sem býr yfir ágætis aðlögunarhæfni en hún spilaði nýja stöðu með Breiðabliki í sumar, sem annar af tveimur aftari miðjumönnum í leikkerfinu 4-2-3-1 og gerði það vel. Leikurinn við Slóvakíu var liður í undirbúningum fyrir leikinn gegn Hvíta-Rússlandi í undankeppni EM 2017 í kvöld en íslenska liðið stefnir á að vinna sinn riðil í undankeppninni. „Tilfinningin er góð og við erum spenntar fyrir því að byrja þessa keppni,“ sagði Rakel en hvað getur íslenska liðið bætt frá Slóvakíu-leiknum? „Við getum bætt ýmislegt. Það var langt síðan við komum saman fyrir þennan leik og þetta var smá próf fyrir okkur. Við fundum alveg nokkra veikleika sem við getum bætt.“Rakel lyftir Íslandsbikarnum sem Breiðablik vann eftir 10 ára bið.vísir/daníel þórRakel lék alla 18 leikina þegar Breiðablik varð Íslandsmeistari í sumar, í fyrsta sinn í áratug. Hún er að vonum ánægð með tímabilið en Blikar unnu 16 af 18 deildarleikjum sínum og fengu aðeins á sig fjögur mörk. „Þetta var mjög gott tímabil og við vorum mjög sáttar með það,“ sagði Rakel en hver var lykilinn að þessum árangri Kópavogsliðsins í sumar? „Við spiluðum mjög góðan varnarleik sem sést á því að við fengum aðeins fjögur mörk á okkur. Svo fengum við til okkar reynslumikla leikmenn sem gerðu gæfumuninn. Þær komu með reynslu og ró í liðið,“ sagði Rakel og átti þar við þær Málfríði Ernu Sigurðardóttur og Hallberu Gísladóttir sem gengu til liðs við Breiðablik frá Val fyrir tímabilið. Rakel á von á því að leika áfram með Breiðabliki. „Já, ég er með samning út næsta ár og það bendir allt til þess að ég verði áfram, allavega eins og staðan er núna,“ sagði Rakel að lokum. Íslenski boltinn Mest lesið Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Fótbolti Dómarinn í úrslitaleik HM með kartöflu um hálsinn eftir að hann hitti Trump Fótbolti Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Enski boltinn Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Körfubolti Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Körfubolti Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Fótbolti Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Körfubolti Kátína í Kenía og kvalir í Köben Sport Hvítskeggjaði kylfusveinninn stal senunni á Opna breska Golf Hrókeringar í markmannsmálum Man City Enski boltinn Fleiri fréttir „Svo ákveð ég alltaf að drulla mér ennþá lengra í burtu“ Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Dómarinn í úrslitaleik HM með kartöflu um hálsinn eftir að hann hitti Trump Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Hrókeringar í markmannsmálum Man City Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Töpuðu stórt áður en þeir mæta Blikum í Meistaradeildinni Andri Fannar á leið frá Bologna enn á ný Hófu titilvörnina á naumum sigri Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Madueke skrifar undir hjá Arsenal Goðsögnin sorgmædd yfir aðstöðunni Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Guðrún til Braga í Portúgal: „Nýr klettur í vörninni okkar“ Mbeumo gengur til liðs við Manchester United Sjáðu öll átta mörk Víkings og miðjumark Tryggva Fimm íslenskir Evrópusigrar, sautján mörk í plús og met Blika og KR féll Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Birnir Snær genginn til liðs við KA Hjálpaði til að vinna KR og var svo seldur Sló met Lennon og jafnaði met Atla Guðna Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir „Ég vildi prófa eitthvað alveg nýtt í umhverfi sem ég þekki ekki mikið“ „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Guðrún kveður Rosengård Sjá meira
Rakel Hönnudóttir, fyrirliði Íslandsmeistara Breiðabliks, var í nýju hlutverki þegar Ísland mætti Slóvakíu í vináttulandsleik á fimmtudaginn.Ísland vann leikinn 4-1 en Rakel lék fyrri hálfleikinn í stöðu hægri bakvarðar. Hún er vanari því að spila framar á vellinum en kann þó ágætlega við sig í þessari nýju stöðu. „Jú, ég er ekki mjög reynd í þessari stöðu. Þegar Siggi Raggi (Sigurður Ragnar Eyjólfsson) var landsliðsþjálfari spilaði ég ca. 10 leiki í þessari stöðu en ég hef ekkert spilað hana með þeim félagsliðum sem ég hef verið hjá. „Þetta er skemmtilegt verkefni,“ sagði Rakel sem býr yfir ágætis aðlögunarhæfni en hún spilaði nýja stöðu með Breiðabliki í sumar, sem annar af tveimur aftari miðjumönnum í leikkerfinu 4-2-3-1 og gerði það vel. Leikurinn við Slóvakíu var liður í undirbúningum fyrir leikinn gegn Hvíta-Rússlandi í undankeppni EM 2017 í kvöld en íslenska liðið stefnir á að vinna sinn riðil í undankeppninni. „Tilfinningin er góð og við erum spenntar fyrir því að byrja þessa keppni,“ sagði Rakel en hvað getur íslenska liðið bætt frá Slóvakíu-leiknum? „Við getum bætt ýmislegt. Það var langt síðan við komum saman fyrir þennan leik og þetta var smá próf fyrir okkur. Við fundum alveg nokkra veikleika sem við getum bætt.“Rakel lyftir Íslandsbikarnum sem Breiðablik vann eftir 10 ára bið.vísir/daníel þórRakel lék alla 18 leikina þegar Breiðablik varð Íslandsmeistari í sumar, í fyrsta sinn í áratug. Hún er að vonum ánægð með tímabilið en Blikar unnu 16 af 18 deildarleikjum sínum og fengu aðeins á sig fjögur mörk. „Þetta var mjög gott tímabil og við vorum mjög sáttar með það,“ sagði Rakel en hver var lykilinn að þessum árangri Kópavogsliðsins í sumar? „Við spiluðum mjög góðan varnarleik sem sést á því að við fengum aðeins fjögur mörk á okkur. Svo fengum við til okkar reynslumikla leikmenn sem gerðu gæfumuninn. Þær komu með reynslu og ró í liðið,“ sagði Rakel og átti þar við þær Málfríði Ernu Sigurðardóttur og Hallberu Gísladóttir sem gengu til liðs við Breiðablik frá Val fyrir tímabilið. Rakel á von á því að leika áfram með Breiðabliki. „Já, ég er með samning út næsta ár og það bendir allt til þess að ég verði áfram, allavega eins og staðan er núna,“ sagði Rakel að lokum.
Íslenski boltinn Mest lesið Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Fótbolti Dómarinn í úrslitaleik HM með kartöflu um hálsinn eftir að hann hitti Trump Fótbolti Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Enski boltinn Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Körfubolti Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Körfubolti Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Fótbolti Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Körfubolti Kátína í Kenía og kvalir í Köben Sport Hvítskeggjaði kylfusveinninn stal senunni á Opna breska Golf Hrókeringar í markmannsmálum Man City Enski boltinn Fleiri fréttir „Svo ákveð ég alltaf að drulla mér ennþá lengra í burtu“ Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Dómarinn í úrslitaleik HM með kartöflu um hálsinn eftir að hann hitti Trump Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Hrókeringar í markmannsmálum Man City Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Töpuðu stórt áður en þeir mæta Blikum í Meistaradeildinni Andri Fannar á leið frá Bologna enn á ný Hófu titilvörnina á naumum sigri Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Madueke skrifar undir hjá Arsenal Goðsögnin sorgmædd yfir aðstöðunni Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Guðrún til Braga í Portúgal: „Nýr klettur í vörninni okkar“ Mbeumo gengur til liðs við Manchester United Sjáðu öll átta mörk Víkings og miðjumark Tryggva Fimm íslenskir Evrópusigrar, sautján mörk í plús og met Blika og KR féll Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Birnir Snær genginn til liðs við KA Hjálpaði til að vinna KR og var svo seldur Sló met Lennon og jafnaði met Atla Guðna Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir „Ég vildi prófa eitthvað alveg nýtt í umhverfi sem ég þekki ekki mikið“ „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Guðrún kveður Rosengård Sjá meira