Aðeins einn í belti í alvarlegu slysi Samúel Karl Ólason skrifar 21. september 2015 10:14 Frá Vík í Mýrdal, þar sem lögregluþjónar hafa haft mikið að gera. Vísir/Stefán Sautján slys og umferðaróhöpp voru tilkynnt til lögreglunnar á Suðurlandi í síðustu viku. Sérstaklega mikið álag hefur verið á lögreglumönnum í Vík, Kirkjubæjarklaustri og í Höfn vegna alvarlegra slysa. Fimm erlendir ferðamenn voru fluttir á slysadeild Landspítalans eftir bílveltu á Mýrdalssandi á þriðjudaginn. Af þeim fimm sem voru í bílnum var einungis einn með bílbelti. Þrátt fyrir að í bílnum væru áberandi merkingar um að beltaskylda væri á Íslandi. Þetta kemur fram í dagbók lögreglunnar og var það einnig birt á Facebooksíðu lögreglunnar á Suðurlandi. Þegar lögregluþjónarnir voru á leið frá slysstaðnum urðu þeir varir við gáleysislegan akstur jeppa á Sólheimasandi. Þar tók ökumaður framúr við „vafasamar aðstæður“ og segir í dagbókinni að litlu hafi mátt muna að hann lenti framan á bíl sem var ekið á móti. Jeppinn var stöðvaður og í honum voru sex erlendir ferðamenn og enginn þeirra var í belti. Þá var tilkynnt um innbrot í sumarbústaði í Úthlíð og voru skemmdir unnar á húsunum við innbrotin. Talsvert blóð var í öðrum sumarbústaðnum, og er talið að innbrotsþjófurinn hafi skaðað sig við að brjótast inn. Hann rændi hins vegar engu. Maður kærði til lögreglunnar á Selfossi annan mann fyrir að falsa nafn sitt á afsal fyrir sölu á bíl og er málið í rannsókn. Helstu verkefni lögreglunnar á Suðurlandi vikuna 15. til 21. September 2015.Mjög mikið álag hefur verið á lögreglumö...Posted by Lögreglan á Suðurlandi on Monday, September 21, 2015 Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Þrír fluttir alvarlega slasaðir á slysadeild eftir umferðarslys Tildrög slyssins eru óljós en lögregla vinnur að rannsókn á vettvangi. 15. september 2015 15:04 Alvarlegt umferðarslys á Suðurlandsvegi Lögregla hefur lokað Suðurlandsvegi milli Blautuhvíslar og Skálmar. 15. september 2015 13:18 Ók á starfsmann við vegavinnu og nam ekki staðar Lögregla á Suðurlandi leitar ökumanns hvíts jepplings sem ók á mann á Hellisheiðinni á föstudag. 20. september 2015 16:54 Lést þegar hann féll fram af klettum við Svínafellsjökul Maðurinn hluti af hóp á ferð um landið. 20. september 2015 18:36 Umferðarslys á Suðurlandsvegi Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins réð niðurlögum elds í bíl. 19. september 2015 17:43 Umferðarslys á Suðurlandsbraut: Verið að hlúa að slösuðum Lögregla, slökkvilið og sjúkraliðar hafa verið kallaðir út vegna umferðarslyss á Suðurlandsbraut í Reykjavík fyrir stuttu. 15. september 2015 18:08 Lést í árekstri á Suðurlandsvegi Ungur maður lést þegar hann ók aftan á kyrrstæðan bíl rétt austan við Rauðhóla um fimmleytið í gær. 20. september 2015 14:21 Mest lesið Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Innlent Fleiri fréttir Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Sjá meira
Sautján slys og umferðaróhöpp voru tilkynnt til lögreglunnar á Suðurlandi í síðustu viku. Sérstaklega mikið álag hefur verið á lögreglumönnum í Vík, Kirkjubæjarklaustri og í Höfn vegna alvarlegra slysa. Fimm erlendir ferðamenn voru fluttir á slysadeild Landspítalans eftir bílveltu á Mýrdalssandi á þriðjudaginn. Af þeim fimm sem voru í bílnum var einungis einn með bílbelti. Þrátt fyrir að í bílnum væru áberandi merkingar um að beltaskylda væri á Íslandi. Þetta kemur fram í dagbók lögreglunnar og var það einnig birt á Facebooksíðu lögreglunnar á Suðurlandi. Þegar lögregluþjónarnir voru á leið frá slysstaðnum urðu þeir varir við gáleysislegan akstur jeppa á Sólheimasandi. Þar tók ökumaður framúr við „vafasamar aðstæður“ og segir í dagbókinni að litlu hafi mátt muna að hann lenti framan á bíl sem var ekið á móti. Jeppinn var stöðvaður og í honum voru sex erlendir ferðamenn og enginn þeirra var í belti. Þá var tilkynnt um innbrot í sumarbústaði í Úthlíð og voru skemmdir unnar á húsunum við innbrotin. Talsvert blóð var í öðrum sumarbústaðnum, og er talið að innbrotsþjófurinn hafi skaðað sig við að brjótast inn. Hann rændi hins vegar engu. Maður kærði til lögreglunnar á Selfossi annan mann fyrir að falsa nafn sitt á afsal fyrir sölu á bíl og er málið í rannsókn. Helstu verkefni lögreglunnar á Suðurlandi vikuna 15. til 21. September 2015.Mjög mikið álag hefur verið á lögreglumö...Posted by Lögreglan á Suðurlandi on Monday, September 21, 2015
Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Þrír fluttir alvarlega slasaðir á slysadeild eftir umferðarslys Tildrög slyssins eru óljós en lögregla vinnur að rannsókn á vettvangi. 15. september 2015 15:04 Alvarlegt umferðarslys á Suðurlandsvegi Lögregla hefur lokað Suðurlandsvegi milli Blautuhvíslar og Skálmar. 15. september 2015 13:18 Ók á starfsmann við vegavinnu og nam ekki staðar Lögregla á Suðurlandi leitar ökumanns hvíts jepplings sem ók á mann á Hellisheiðinni á föstudag. 20. september 2015 16:54 Lést þegar hann féll fram af klettum við Svínafellsjökul Maðurinn hluti af hóp á ferð um landið. 20. september 2015 18:36 Umferðarslys á Suðurlandsvegi Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins réð niðurlögum elds í bíl. 19. september 2015 17:43 Umferðarslys á Suðurlandsbraut: Verið að hlúa að slösuðum Lögregla, slökkvilið og sjúkraliðar hafa verið kallaðir út vegna umferðarslyss á Suðurlandsbraut í Reykjavík fyrir stuttu. 15. september 2015 18:08 Lést í árekstri á Suðurlandsvegi Ungur maður lést þegar hann ók aftan á kyrrstæðan bíl rétt austan við Rauðhóla um fimmleytið í gær. 20. september 2015 14:21 Mest lesið Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Innlent Fleiri fréttir Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Sjá meira
Þrír fluttir alvarlega slasaðir á slysadeild eftir umferðarslys Tildrög slyssins eru óljós en lögregla vinnur að rannsókn á vettvangi. 15. september 2015 15:04
Alvarlegt umferðarslys á Suðurlandsvegi Lögregla hefur lokað Suðurlandsvegi milli Blautuhvíslar og Skálmar. 15. september 2015 13:18
Ók á starfsmann við vegavinnu og nam ekki staðar Lögregla á Suðurlandi leitar ökumanns hvíts jepplings sem ók á mann á Hellisheiðinni á föstudag. 20. september 2015 16:54
Lést þegar hann féll fram af klettum við Svínafellsjökul Maðurinn hluti af hóp á ferð um landið. 20. september 2015 18:36
Umferðarslys á Suðurlandsvegi Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins réð niðurlögum elds í bíl. 19. september 2015 17:43
Umferðarslys á Suðurlandsbraut: Verið að hlúa að slösuðum Lögregla, slökkvilið og sjúkraliðar hafa verið kallaðir út vegna umferðarslyss á Suðurlandsbraut í Reykjavík fyrir stuttu. 15. september 2015 18:08
Lést í árekstri á Suðurlandsvegi Ungur maður lést þegar hann ók aftan á kyrrstæðan bíl rétt austan við Rauðhóla um fimmleytið í gær. 20. september 2015 14:21