Giants kastaði frá sér tíu stiga forskoti annan leikinn í röð | Úrslit gærdagsins Kristinn Páll Teitsson skrifar 21. september 2015 11:30 Úr leik Giants og Falcons í gær. Vísir/Getty New York Giants tapaði niður tíu stiga forskoti í fjórða leikhluta gegn Atlanta Falcons á heimavelli í gær en þetta er annar leikurinn í röð sem Giants glutrar niður tíu stiga forskoti í lokaleikhlutanum. Leikmenn Giants voru með 20-10 forskot fyrir lokaleikhlutan á MetLife-leikvanginum í gær en gestirnir frá Atlanta komust yfir þegar rúm mínúta var eftir á klukkunni þegar Devonta Freeman skoraði snertimark af stuttu færi. Giants héldu í sókn en komust aðeins að miðju vallarins þar til vörn Falcons stöðvaði sókn þeirra og tryggði sigurinn. Eru liðin á sitt hvorum enda töflunnar eftir leikinn en Falcons hafa unnið báða leiki sína hingað til á meðan Giants hafa tapað báðum. Stuðningsmenn Tampa Bay Buccaneers gátu fagnað sjaldgæfum sigri í gær er liðinu tókst að leggja nágrannana í New Orleans Saints að velli, 26-19, á heimavelli Saints í New Orleans. Var þetta fyrsti sigur leikstjórnandans Jameis Winston sem Buccaneers völdu með fyrsta valrétt í nýliðavalinu í vor.Russel Wilson reynir hér að losna úr krumlum Clay Matthews.Vísir/GettyLeikmenn Green Bay Packers náðu að hefna fyrir tapið í úrslitum NFC-deildarinnar í fyrra með 27-17 sigri á Seattle Seahawks í lokaleik gærkvöldsins. Gestirnir frá Seattle náðu forskotinu í þriðja leikhluta en með góðum lokaleikhluta tókst heimamönnum í Green Bay að tryggja sigurinn. Eftir leikinn eru Seattle Seahawks án sigurs eftir tvo leiki en miklar væntingar voru gerðar til liðsins fyrir tímabilið eftir að hafa fengið stjörnuinnherjann Jimmy Graham til liðs við sig frá New Orleans Saints í sumar. Þá meiddist leikstjórnandi Dallas Cowboys, Tony Romo, í 20-10 sigri liðsins á Philadelphia Eagles í gær en talið er að Romo verði frá næstu mánuðina eftir að hafa viðbeinsbrotnað í leiknum. Gerist það aðeins viku eftir að stjörnu útherji liðsins, Dez Bryant, braut bein í fæti sínum, en Cowboys hafa unnið báða leiki sína hingað til. Voru alls 79 snertimörk í leikjum gærdagsins en síðasti leikur 2. umferðar fer fram í kvöld þegar Indianapolis Colts tekur á móti New York Jets. Má sjá helstu tilþrif gærdagsins hér.Romo þakkar Chip Kelly hér fyrir sigurinn.Vísir/GettyÚrslit gærdagsins: Carolina Panthers 24-17 Houston Texans Pittsburgh Steelers 43-18 San Fransisco 49ers New Orleans Saints 19-26 Tampa Bay Buccaneers Minnesota Vikings 26-16 Detroit Lions Chicago Bears 23-48 Arizona Cardinals Buffalo Bills 32-40 New England Patriots Cincinatti Bengals 24-19 San Diego Chargers Cleveland Browns 28-14 Tennesee Titans New York Giants 20-24 Atlanta Falcons Washington Redskins 24-10 St Louis Rams Jacksonville Jaguars 23-20 Miami Dolphins Oakland Raiders 37-33 Baltimore Ravens Dallas Cowboys 20-10 Philadelphia Eagles Green Bay Packers 27-17 Seattle Seahawks NFL Mest lesið „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Handbolti „Ég taldi þetta vera einu leiðina“ Fótbolti Vildi mölva kylfurnar eftir sturlað högg Schefflers Golf Sjáðu sigurmark Arsenal og negluna frá Eze sem dæmd var af Enski boltinn „Dómararnir misstu af höggi í maga Ómars Björns“ Fótbolti Saliba við Hjörvar: „Ekki víti og ég hafði engar áhyggjur“ Enski boltinn „Tók góðan tíma fyrir mig að geta litið á myndirnar“ Fótbolti Skaut guðföður sinn í augað og gæti misst leyfið Sport Segir vandamálin enn til staðar og spáir Man. Utd tíunda sæti Enski boltinn Fernandes við Hjörvar: „Mistök okkar allra“ Enski boltinn Fleiri fréttir Ekki ógnað eins lítið í tvö og hálft ár Segir vandamálin enn til staðar og spáir Man. Utd tíunda sæti „Ekki trúa öllu sem þið lesið, sérstaklega á netinu“ „Ég taldi þetta vera einu leiðina“ Vildi mölva kylfurnar eftir sturlað högg Schefflers „Tók góðan tíma fyrir mig að geta litið á myndirnar“ Sjáðu sigurmark Arsenal og negluna frá Eze sem dæmd var af Dagskráin í dag: Reykjavíkurslagur og Leeds snýr aftur Skaut guðföður sinn í augað og gæti misst leyfið „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ „Dómararnir misstu af höggi í maga Ómars Björns“ „Kærkominn sigur eftir þunga daga“ Saliba við Hjörvar: „Ekki víti og ég hafði engar áhyggjur“ Óvænt tap Atlético í fyrsta leik „Maður þurfti kvíðalyf síðustu mínúturnar“ Axel Óskar: „Fáir leiðinlegir leikir hér fyrir áhorfendur“ Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Vitinha tryggði meisturunum góða byrjun Uppgjörið: ÍA - Víkingur 0-1 | Víkingur minnkar muninn á Val með langþráðum deildarsigri Uppgjörið: Afturelding - KA 3-3 | Mikið fjör en enn lengri bið eftir sigri Alsæla eftir hetjumark Ísaks í fyrsta leik Fernandes við Hjörvar: „Mistök okkar allra“ Davíd Smári: „Menn eru með vofandi yfir sér risastórt augnablik“ Frábær sigur Þórs sem sækir að efsta sætinu Stefán Ingi einn sá markahæsti í Noregi Arsenal sótti öll stigin á Old Trafford Jökull: Ætlum okkur ofar Þróttarar fyrstir til að vinna Njarðvíkinga Uppgjörið: Stjarnan - Vestri 2-1 | Andri Rúnar gerði gömlu félögunum grikk Uppgjörið: ÍBV - Valur 4-1 | Eyjamenn rúlluðu yfir toppliðið Sjá meira
New York Giants tapaði niður tíu stiga forskoti í fjórða leikhluta gegn Atlanta Falcons á heimavelli í gær en þetta er annar leikurinn í röð sem Giants glutrar niður tíu stiga forskoti í lokaleikhlutanum. Leikmenn Giants voru með 20-10 forskot fyrir lokaleikhlutan á MetLife-leikvanginum í gær en gestirnir frá Atlanta komust yfir þegar rúm mínúta var eftir á klukkunni þegar Devonta Freeman skoraði snertimark af stuttu færi. Giants héldu í sókn en komust aðeins að miðju vallarins þar til vörn Falcons stöðvaði sókn þeirra og tryggði sigurinn. Eru liðin á sitt hvorum enda töflunnar eftir leikinn en Falcons hafa unnið báða leiki sína hingað til á meðan Giants hafa tapað báðum. Stuðningsmenn Tampa Bay Buccaneers gátu fagnað sjaldgæfum sigri í gær er liðinu tókst að leggja nágrannana í New Orleans Saints að velli, 26-19, á heimavelli Saints í New Orleans. Var þetta fyrsti sigur leikstjórnandans Jameis Winston sem Buccaneers völdu með fyrsta valrétt í nýliðavalinu í vor.Russel Wilson reynir hér að losna úr krumlum Clay Matthews.Vísir/GettyLeikmenn Green Bay Packers náðu að hefna fyrir tapið í úrslitum NFC-deildarinnar í fyrra með 27-17 sigri á Seattle Seahawks í lokaleik gærkvöldsins. Gestirnir frá Seattle náðu forskotinu í þriðja leikhluta en með góðum lokaleikhluta tókst heimamönnum í Green Bay að tryggja sigurinn. Eftir leikinn eru Seattle Seahawks án sigurs eftir tvo leiki en miklar væntingar voru gerðar til liðsins fyrir tímabilið eftir að hafa fengið stjörnuinnherjann Jimmy Graham til liðs við sig frá New Orleans Saints í sumar. Þá meiddist leikstjórnandi Dallas Cowboys, Tony Romo, í 20-10 sigri liðsins á Philadelphia Eagles í gær en talið er að Romo verði frá næstu mánuðina eftir að hafa viðbeinsbrotnað í leiknum. Gerist það aðeins viku eftir að stjörnu útherji liðsins, Dez Bryant, braut bein í fæti sínum, en Cowboys hafa unnið báða leiki sína hingað til. Voru alls 79 snertimörk í leikjum gærdagsins en síðasti leikur 2. umferðar fer fram í kvöld þegar Indianapolis Colts tekur á móti New York Jets. Má sjá helstu tilþrif gærdagsins hér.Romo þakkar Chip Kelly hér fyrir sigurinn.Vísir/GettyÚrslit gærdagsins: Carolina Panthers 24-17 Houston Texans Pittsburgh Steelers 43-18 San Fransisco 49ers New Orleans Saints 19-26 Tampa Bay Buccaneers Minnesota Vikings 26-16 Detroit Lions Chicago Bears 23-48 Arizona Cardinals Buffalo Bills 32-40 New England Patriots Cincinatti Bengals 24-19 San Diego Chargers Cleveland Browns 28-14 Tennesee Titans New York Giants 20-24 Atlanta Falcons Washington Redskins 24-10 St Louis Rams Jacksonville Jaguars 23-20 Miami Dolphins Oakland Raiders 37-33 Baltimore Ravens Dallas Cowboys 20-10 Philadelphia Eagles Green Bay Packers 27-17 Seattle Seahawks
NFL Mest lesið „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Handbolti „Ég taldi þetta vera einu leiðina“ Fótbolti Vildi mölva kylfurnar eftir sturlað högg Schefflers Golf Sjáðu sigurmark Arsenal og negluna frá Eze sem dæmd var af Enski boltinn „Dómararnir misstu af höggi í maga Ómars Björns“ Fótbolti Saliba við Hjörvar: „Ekki víti og ég hafði engar áhyggjur“ Enski boltinn „Tók góðan tíma fyrir mig að geta litið á myndirnar“ Fótbolti Skaut guðföður sinn í augað og gæti misst leyfið Sport Segir vandamálin enn til staðar og spáir Man. Utd tíunda sæti Enski boltinn Fernandes við Hjörvar: „Mistök okkar allra“ Enski boltinn Fleiri fréttir Ekki ógnað eins lítið í tvö og hálft ár Segir vandamálin enn til staðar og spáir Man. Utd tíunda sæti „Ekki trúa öllu sem þið lesið, sérstaklega á netinu“ „Ég taldi þetta vera einu leiðina“ Vildi mölva kylfurnar eftir sturlað högg Schefflers „Tók góðan tíma fyrir mig að geta litið á myndirnar“ Sjáðu sigurmark Arsenal og negluna frá Eze sem dæmd var af Dagskráin í dag: Reykjavíkurslagur og Leeds snýr aftur Skaut guðföður sinn í augað og gæti misst leyfið „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ „Dómararnir misstu af höggi í maga Ómars Björns“ „Kærkominn sigur eftir þunga daga“ Saliba við Hjörvar: „Ekki víti og ég hafði engar áhyggjur“ Óvænt tap Atlético í fyrsta leik „Maður þurfti kvíðalyf síðustu mínúturnar“ Axel Óskar: „Fáir leiðinlegir leikir hér fyrir áhorfendur“ Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Vitinha tryggði meisturunum góða byrjun Uppgjörið: ÍA - Víkingur 0-1 | Víkingur minnkar muninn á Val með langþráðum deildarsigri Uppgjörið: Afturelding - KA 3-3 | Mikið fjör en enn lengri bið eftir sigri Alsæla eftir hetjumark Ísaks í fyrsta leik Fernandes við Hjörvar: „Mistök okkar allra“ Davíd Smári: „Menn eru með vofandi yfir sér risastórt augnablik“ Frábær sigur Þórs sem sækir að efsta sætinu Stefán Ingi einn sá markahæsti í Noregi Arsenal sótti öll stigin á Old Trafford Jökull: Ætlum okkur ofar Þróttarar fyrstir til að vinna Njarðvíkinga Uppgjörið: Stjarnan - Vestri 2-1 | Andri Rúnar gerði gömlu félögunum grikk Uppgjörið: ÍBV - Valur 4-1 | Eyjamenn rúlluðu yfir toppliðið Sjá meira