Meiri hætta á bakteríusmiti með kossi frá manneskju en hundi Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 30. september 2015 12:00 Ekki eru allir sammála um að það eigi að leyfa hundum að sleikja eigendur sína í framan. Vísir/Getty „Ég held það sé alveg áhættulaust þó að þú fáir einn votan koss frá hundinum þínum á morgnana,“ segir Þóra Jónasdóttir dýralæknir en hún ræddi bakteríur og sjúkdóma í dýrum í Bítinu í morgun. Þáttastjórnendur spurðu Þóru út í svokallaðan gæludýrapassa og hvort það sé óhætt að leyfa hundinum sínum að sleikja sár. „Þetta hefur verið frá forngrískum tíma talið græðandi; að láta sleikja sár. Munnvatn bæði í hundum og fólki hefur verið skoðað og í því eru þættir sem eru bæði græðandi, sársaukadempandi og svo náttúrulega hreinsandi. En svo eru líka bakteríur,“ útskýrir Þóra. Hún segir ástæðu þess að oft er settur skermur á dýr sem koma úr aðgerð þá að dýrin geta sleikt of mikið og þá sýkja þau sárin.En hvað með hunda sem reyna að sleikja sár og blöðrur eiganda sinna? „Það er í þeirra eðli að sleikja sár. Munnvatnið getur haft góð áhrif en það getur líka sýkt. Það er mikil bakteríuflóra í munni þannig að minnsta kosti verður slíkt að vera í hófi.“Þóra er dýralæknir og gæludýraeigandi.Vísir/AðsendMarkmið eiganda ætti að vera að vernda dýrin Þóra er gæludýraeigandi sjálf og hrifin af hundum en þrátt fyrir það þykir henni ekki geðslegt að leyfa hundinum sínum að sleikja sig í framan. „Ef við lítum á þær bakteríur sem finnast í munnholi á hundum þá eru þær ekki þær sömu og finnast hjá fólki og það er mikið sem fer ekki á milli tegunda. En það eru til bæði sníkjudýr og bakteríur sem fara á milli.“ Það er því ekki alveg hættulaust að leyfa hundinum sínum að sleikja sig í framan en þó minni hætta á alvarlegu smiti hér á landi en víða annars staðar. „Ég held það sé faktískt meiri áhætta ef þú ert að kyssa aðra manneskju að þú fáir eitthvað smitandi heldur en frá hundinum.“ Þóra var þá spurð út í svokallaðan gæludýrapassa eða gæludýravegabréf sem hefur verið í umræðunni undanfarin ár. Fyrirkomulagið á Íslandi er þannig að þrátt fyrir að gæludýr hafi verið bólusett verður það að dvelja í fjögurra vikna sóttkví ferðist eigandi með dýrið út fyrir landsteinana.Margir gæludýraeigendur myndu vilja taka hundana sína með í ferðalög en geta ekki hugsað sér að setja þá í fjögurra vikna sóttkví að ferðalaginu loknu.Vísir/Getty„Ég held að við verðum að hafa í huga að við erum í mjög mikilli sérstöðu hvað varðar smitsjúkdóma. Útlendingar hrista alveg hausinn þegar þeir heyra að við séum ekki með lús í hundum og engin ytri sníkjudýr. Þetta er staða sem við verðum að vernda eins og hægt er. Það hlýtur að vera markmið gæludýraeiganda að vernda þá gegn sjúkdómum.“Undirskriftarsöfnun hafin fyrir gæludýrapassa Hún telur séð að fái gæludýraeigendur aukið frelsi til að ferðast með dýrin á milli landa þá gætu þeir verið að bera ný sníkjudýr og nýja sjúkdóma til landsins. „Við sjáum það að þó að við séum með reglur um fjórar vikur í sóttkví og að það sé krafa um að þau séu meðhöndluð gegn ytri og innri sníkjudýrum þá er stöðugt að finnast á þeim í einangruninni sem er þá meðhöndlað sérstaklega. Þannig að það er alveg ljóst að ef þessi flutningur yrði án einangrunar myndum við fá þetta inn í landið.“ Hún segist skilja mjög vel þessa kröfu gæludýraeiganda um meira ferðafrelsi fyrir dýrið. Í vikunni hófst undirskriftarsöfnun fyrir stuðningsmenn gæludýrapassans. Þegar þetta er skrifað eru undirskriftirnar orðnar rúmlega 1300 talsins. „Ég skil það mjög vel,“ útskýrir Þóra. „En þó held ég að stundum gleymist að hafa hag dýrsins í fyrirrúmi. Okkur langar að taka þau með og hafa þau með en er það gert á forsendum dýrsins? Er það því til gamans að fara í ferðalög og flugvél og bíla og á ókunnar slóðir. Ég held að það gleymist stundum.“ Fréttir af flugi Tengdar fréttir Vilja gefa út gæludýravegabréf í staðinn fyrir sóttkví Þrír þingmenn Samfylkingarinnar lögðu fram frumvarp á Alþingi þar sem lagt er til að reglum um innflutning gæsludýra verði rýmkaðar, meðal annars með útgáfu sérstakra gæludýravegabréfa. 2. apríl 2011 14:22 Dýr fari ekki með Norrænu Yfirdýralæknir áréttar bann við því að flytja lifandi dýr hingað með farþegaskipinu Norrænu. Þau má bara flytja inn um Keflavíkurflugvöll. Gísli Sverrir Halldórsson, dýralæknir inn- og útflutnings, segir reglurnar áréttaðar vegna ótta um að ferðafólk telji að hér gildi reglugerð Evrópusambandslanda um dýrainnflutning og gæludýravegabréf. 10. júní 2005 00:01 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira
„Ég held það sé alveg áhættulaust þó að þú fáir einn votan koss frá hundinum þínum á morgnana,“ segir Þóra Jónasdóttir dýralæknir en hún ræddi bakteríur og sjúkdóma í dýrum í Bítinu í morgun. Þáttastjórnendur spurðu Þóru út í svokallaðan gæludýrapassa og hvort það sé óhætt að leyfa hundinum sínum að sleikja sár. „Þetta hefur verið frá forngrískum tíma talið græðandi; að láta sleikja sár. Munnvatn bæði í hundum og fólki hefur verið skoðað og í því eru þættir sem eru bæði græðandi, sársaukadempandi og svo náttúrulega hreinsandi. En svo eru líka bakteríur,“ útskýrir Þóra. Hún segir ástæðu þess að oft er settur skermur á dýr sem koma úr aðgerð þá að dýrin geta sleikt of mikið og þá sýkja þau sárin.En hvað með hunda sem reyna að sleikja sár og blöðrur eiganda sinna? „Það er í þeirra eðli að sleikja sár. Munnvatnið getur haft góð áhrif en það getur líka sýkt. Það er mikil bakteríuflóra í munni þannig að minnsta kosti verður slíkt að vera í hófi.“Þóra er dýralæknir og gæludýraeigandi.Vísir/AðsendMarkmið eiganda ætti að vera að vernda dýrin Þóra er gæludýraeigandi sjálf og hrifin af hundum en þrátt fyrir það þykir henni ekki geðslegt að leyfa hundinum sínum að sleikja sig í framan. „Ef við lítum á þær bakteríur sem finnast í munnholi á hundum þá eru þær ekki þær sömu og finnast hjá fólki og það er mikið sem fer ekki á milli tegunda. En það eru til bæði sníkjudýr og bakteríur sem fara á milli.“ Það er því ekki alveg hættulaust að leyfa hundinum sínum að sleikja sig í framan en þó minni hætta á alvarlegu smiti hér á landi en víða annars staðar. „Ég held það sé faktískt meiri áhætta ef þú ert að kyssa aðra manneskju að þú fáir eitthvað smitandi heldur en frá hundinum.“ Þóra var þá spurð út í svokallaðan gæludýrapassa eða gæludýravegabréf sem hefur verið í umræðunni undanfarin ár. Fyrirkomulagið á Íslandi er þannig að þrátt fyrir að gæludýr hafi verið bólusett verður það að dvelja í fjögurra vikna sóttkví ferðist eigandi með dýrið út fyrir landsteinana.Margir gæludýraeigendur myndu vilja taka hundana sína með í ferðalög en geta ekki hugsað sér að setja þá í fjögurra vikna sóttkví að ferðalaginu loknu.Vísir/Getty„Ég held að við verðum að hafa í huga að við erum í mjög mikilli sérstöðu hvað varðar smitsjúkdóma. Útlendingar hrista alveg hausinn þegar þeir heyra að við séum ekki með lús í hundum og engin ytri sníkjudýr. Þetta er staða sem við verðum að vernda eins og hægt er. Það hlýtur að vera markmið gæludýraeiganda að vernda þá gegn sjúkdómum.“Undirskriftarsöfnun hafin fyrir gæludýrapassa Hún telur séð að fái gæludýraeigendur aukið frelsi til að ferðast með dýrin á milli landa þá gætu þeir verið að bera ný sníkjudýr og nýja sjúkdóma til landsins. „Við sjáum það að þó að við séum með reglur um fjórar vikur í sóttkví og að það sé krafa um að þau séu meðhöndluð gegn ytri og innri sníkjudýrum þá er stöðugt að finnast á þeim í einangruninni sem er þá meðhöndlað sérstaklega. Þannig að það er alveg ljóst að ef þessi flutningur yrði án einangrunar myndum við fá þetta inn í landið.“ Hún segist skilja mjög vel þessa kröfu gæludýraeiganda um meira ferðafrelsi fyrir dýrið. Í vikunni hófst undirskriftarsöfnun fyrir stuðningsmenn gæludýrapassans. Þegar þetta er skrifað eru undirskriftirnar orðnar rúmlega 1300 talsins. „Ég skil það mjög vel,“ útskýrir Þóra. „En þó held ég að stundum gleymist að hafa hag dýrsins í fyrirrúmi. Okkur langar að taka þau með og hafa þau með en er það gert á forsendum dýrsins? Er það því til gamans að fara í ferðalög og flugvél og bíla og á ókunnar slóðir. Ég held að það gleymist stundum.“
Fréttir af flugi Tengdar fréttir Vilja gefa út gæludýravegabréf í staðinn fyrir sóttkví Þrír þingmenn Samfylkingarinnar lögðu fram frumvarp á Alþingi þar sem lagt er til að reglum um innflutning gæsludýra verði rýmkaðar, meðal annars með útgáfu sérstakra gæludýravegabréfa. 2. apríl 2011 14:22 Dýr fari ekki með Norrænu Yfirdýralæknir áréttar bann við því að flytja lifandi dýr hingað með farþegaskipinu Norrænu. Þau má bara flytja inn um Keflavíkurflugvöll. Gísli Sverrir Halldórsson, dýralæknir inn- og útflutnings, segir reglurnar áréttaðar vegna ótta um að ferðafólk telji að hér gildi reglugerð Evrópusambandslanda um dýrainnflutning og gæludýravegabréf. 10. júní 2005 00:01 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira
Vilja gefa út gæludýravegabréf í staðinn fyrir sóttkví Þrír þingmenn Samfylkingarinnar lögðu fram frumvarp á Alþingi þar sem lagt er til að reglum um innflutning gæsludýra verði rýmkaðar, meðal annars með útgáfu sérstakra gæludýravegabréfa. 2. apríl 2011 14:22
Dýr fari ekki með Norrænu Yfirdýralæknir áréttar bann við því að flytja lifandi dýr hingað með farþegaskipinu Norrænu. Þau má bara flytja inn um Keflavíkurflugvöll. Gísli Sverrir Halldórsson, dýralæknir inn- og útflutnings, segir reglurnar áréttaðar vegna ótta um að ferðafólk telji að hér gildi reglugerð Evrópusambandslanda um dýrainnflutning og gæludýravegabréf. 10. júní 2005 00:01