Fjölmargir vilja rétta albönsku fjölskyldunni hjálparhönd sunna karen sigurþórsdóttir skrifar 30. september 2015 11:45 Íbúð fjölskyldunnar er nánast tóm. Ákveðnar reglur gilda þó um gjafir til hælisleitenda. vísir/vilhelm Íbúar í Laugarneshverfi og víðar hafa tekið sig saman og ætla að gefa albanskri fjölskyldu í hverfinu húsgögn og raftæki í innbúið. Fjölskyldan hefur dvalið hér á landi í um fjóra mánuði, en börnin þeirra þrjú fengu ekki inngöngu í skóla fyrr en í dag, eftir að fréttir um málið birtust í fjölmiðlum. Systkinin hafa stöðu hælisleitenda en höfðu ekki fengið inngöngu í skóla þrátt fyrir að Reykjavíkurborg taki á móti börnum sem ekki hafa íslenska kennitölu til að tryggja mannréttindi þeirra. Í ljós kom að Útlendingastofnun hafði ekki sótt um skólavist fyrir börnin, en gerði það eftir að Fréttablaðið greindi frá málinu í dag. Umræður hafa verið um málið inni á íbúahóp Laugarneshverfis í dag, þar sem íbúar vilja bjóða fram aðstoð sína, meðal annars í formi félagslegs stuðnings. Þegar hafa nokkrir haft samband við lögmann fjölskyldunnar sem mun koma skilaboðunum áleiðis. Þá hafa fjölmargir haft samband við fréttastofu í dag og óskað eftir að fá að koma til fjölskyldunnar ýmsum munum; fötum, raftækjum, leikföngum og húsgögnum, en fjölskyldan býr í nærri tómri íbúð. Ákveðnar reglur gilda þó um gjafir til hælisleitenda, en þeim þarf að koma til Rauða krossins, sem kemur gjöfunum svo áleiðis til fjölskyldunnar. „Það þarf í raun að fara fram eins konar þarfagreining á hvað þau vantar. Ef fólk hefur áhuga á að styðja við fjölskylduna á einhvern hátt er best að hafa samband við Hafnarfjarðardeild Rauða Krossins í gegnum netfangið hafnarfjordur@redcross.is,“ segir Björn Teitsson, upplýsingafulltrúi Rauða Krossins. „Það er ótrúlega gleðilegt að fólk skuli vilja styðja við þessa fjölskyldu, en auðvitað eru aðrar fjölskyldur í sömu stöðu og þess vegna hvetjum við fólk til að hafa samband,“ bætir hann við. Þá segir hann að þeir sem vilji bjóða fram félagslegan stuðning geti skráð sig sem sjálfboðaliða á heimasíðu Rauða krossins en að beinar peningagjafir þurfi að fara í gegnum fjölskylduna sjálfa. Flóttamenn Tengdar fréttir Öll börnin fengið inngöngu í skóla: „Hrökk upp við þessar fréttir“ Nú hafa öll börnin þrjú; Laura, Janie og Petrit fengið inngöngu í skóla. Systkinin hafa stöðu hælisleitenda hér á landi, en hafa verið búsett hér á landi frá því í júní. 30. september 2015 10:52 Skólastjóri Laugalækjarskóla býður systurnar Lauru og Janie velkomnar Útlendingastofnun hefur haft samband við Laugalækjarskóla og Laugarnesskóla og beðið um skólavist fyrir systkinin, Lauru, Janie og Petrit. Björn M. Björgvinsson skólastjóri Laugalækjarskóla staðfestir þetta. "Þær eru búnar að fá skólavist, það á aðeins eftir að ganga frá nokkrum formsatriðum, við þurfum örfáa daga til þess að undirbúa þær fyrir skólann,“ segir hann og segir skólann munu taka vel á móti þeim. 30. september 2015 10:15 Börn hælisleitenda fá ekki skólavist Þau Laura fimmtán ára, Janie þrettán ára og Petrit níu ára komu til Íslands í byrjun júní. Þau spyrja foreldra sína daglega hvenær þau fái að fara í skóla. Útlendingastofnun sótti ekki um skólavist fyrir systkinin þrátt fyrir ítrekaðar áminningar foreldra barnanna, lögfræðinga og umboðsmanns barna. 30. september 2015 07:00 Mest lesið Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Innlent Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Innlent Fljótagöng sett í forgang Innlent Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Innlent Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Innlent Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Ný könnun sýnir meirihlutann fallinn í borginni Innlent Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Erlent Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Innlent Fleiri fréttir Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Gera ráð fyrir 3,4 milljarða rekstrarafgangi A-hluta Handteknir við að sýsla með þýfi Vilja koma á óhollustuskatti Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Lengsta goshléið frá upphafi hrinunnar „Vona að við sjáum eitthvað á þessum nótum í kosningunum“ Menningarráð vill lundabyggð í gömlu selalaugina Ný könnun sýnir meirihlutann fallinn í borginni Glæný könnun, oddvitar í beinni og óhollustuskattur Lögmaðurinn áfram í varðhaldi Sjá meira
Íbúar í Laugarneshverfi og víðar hafa tekið sig saman og ætla að gefa albanskri fjölskyldu í hverfinu húsgögn og raftæki í innbúið. Fjölskyldan hefur dvalið hér á landi í um fjóra mánuði, en börnin þeirra þrjú fengu ekki inngöngu í skóla fyrr en í dag, eftir að fréttir um málið birtust í fjölmiðlum. Systkinin hafa stöðu hælisleitenda en höfðu ekki fengið inngöngu í skóla þrátt fyrir að Reykjavíkurborg taki á móti börnum sem ekki hafa íslenska kennitölu til að tryggja mannréttindi þeirra. Í ljós kom að Útlendingastofnun hafði ekki sótt um skólavist fyrir börnin, en gerði það eftir að Fréttablaðið greindi frá málinu í dag. Umræður hafa verið um málið inni á íbúahóp Laugarneshverfis í dag, þar sem íbúar vilja bjóða fram aðstoð sína, meðal annars í formi félagslegs stuðnings. Þegar hafa nokkrir haft samband við lögmann fjölskyldunnar sem mun koma skilaboðunum áleiðis. Þá hafa fjölmargir haft samband við fréttastofu í dag og óskað eftir að fá að koma til fjölskyldunnar ýmsum munum; fötum, raftækjum, leikföngum og húsgögnum, en fjölskyldan býr í nærri tómri íbúð. Ákveðnar reglur gilda þó um gjafir til hælisleitenda, en þeim þarf að koma til Rauða krossins, sem kemur gjöfunum svo áleiðis til fjölskyldunnar. „Það þarf í raun að fara fram eins konar þarfagreining á hvað þau vantar. Ef fólk hefur áhuga á að styðja við fjölskylduna á einhvern hátt er best að hafa samband við Hafnarfjarðardeild Rauða Krossins í gegnum netfangið hafnarfjordur@redcross.is,“ segir Björn Teitsson, upplýsingafulltrúi Rauða Krossins. „Það er ótrúlega gleðilegt að fólk skuli vilja styðja við þessa fjölskyldu, en auðvitað eru aðrar fjölskyldur í sömu stöðu og þess vegna hvetjum við fólk til að hafa samband,“ bætir hann við. Þá segir hann að þeir sem vilji bjóða fram félagslegan stuðning geti skráð sig sem sjálfboðaliða á heimasíðu Rauða krossins en að beinar peningagjafir þurfi að fara í gegnum fjölskylduna sjálfa.
Flóttamenn Tengdar fréttir Öll börnin fengið inngöngu í skóla: „Hrökk upp við þessar fréttir“ Nú hafa öll börnin þrjú; Laura, Janie og Petrit fengið inngöngu í skóla. Systkinin hafa stöðu hælisleitenda hér á landi, en hafa verið búsett hér á landi frá því í júní. 30. september 2015 10:52 Skólastjóri Laugalækjarskóla býður systurnar Lauru og Janie velkomnar Útlendingastofnun hefur haft samband við Laugalækjarskóla og Laugarnesskóla og beðið um skólavist fyrir systkinin, Lauru, Janie og Petrit. Björn M. Björgvinsson skólastjóri Laugalækjarskóla staðfestir þetta. "Þær eru búnar að fá skólavist, það á aðeins eftir að ganga frá nokkrum formsatriðum, við þurfum örfáa daga til þess að undirbúa þær fyrir skólann,“ segir hann og segir skólann munu taka vel á móti þeim. 30. september 2015 10:15 Börn hælisleitenda fá ekki skólavist Þau Laura fimmtán ára, Janie þrettán ára og Petrit níu ára komu til Íslands í byrjun júní. Þau spyrja foreldra sína daglega hvenær þau fái að fara í skóla. Útlendingastofnun sótti ekki um skólavist fyrir systkinin þrátt fyrir ítrekaðar áminningar foreldra barnanna, lögfræðinga og umboðsmanns barna. 30. september 2015 07:00 Mest lesið Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Innlent Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Innlent Fljótagöng sett í forgang Innlent Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Innlent Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Innlent Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Ný könnun sýnir meirihlutann fallinn í borginni Innlent Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Erlent Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Innlent Fleiri fréttir Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Gera ráð fyrir 3,4 milljarða rekstrarafgangi A-hluta Handteknir við að sýsla með þýfi Vilja koma á óhollustuskatti Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Lengsta goshléið frá upphafi hrinunnar „Vona að við sjáum eitthvað á þessum nótum í kosningunum“ Menningarráð vill lundabyggð í gömlu selalaugina Ný könnun sýnir meirihlutann fallinn í borginni Glæný könnun, oddvitar í beinni og óhollustuskattur Lögmaðurinn áfram í varðhaldi Sjá meira
Öll börnin fengið inngöngu í skóla: „Hrökk upp við þessar fréttir“ Nú hafa öll börnin þrjú; Laura, Janie og Petrit fengið inngöngu í skóla. Systkinin hafa stöðu hælisleitenda hér á landi, en hafa verið búsett hér á landi frá því í júní. 30. september 2015 10:52
Skólastjóri Laugalækjarskóla býður systurnar Lauru og Janie velkomnar Útlendingastofnun hefur haft samband við Laugalækjarskóla og Laugarnesskóla og beðið um skólavist fyrir systkinin, Lauru, Janie og Petrit. Björn M. Björgvinsson skólastjóri Laugalækjarskóla staðfestir þetta. "Þær eru búnar að fá skólavist, það á aðeins eftir að ganga frá nokkrum formsatriðum, við þurfum örfáa daga til þess að undirbúa þær fyrir skólann,“ segir hann og segir skólann munu taka vel á móti þeim. 30. september 2015 10:15
Börn hælisleitenda fá ekki skólavist Þau Laura fimmtán ára, Janie þrettán ára og Petrit níu ára komu til Íslands í byrjun júní. Þau spyrja foreldra sína daglega hvenær þau fái að fara í skóla. Útlendingastofnun sótti ekki um skólavist fyrir systkinin þrátt fyrir ítrekaðar áminningar foreldra barnanna, lögfræðinga og umboðsmanns barna. 30. september 2015 07:00