Fólkið á skilið að fá góðan leik frá okkur Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. október 2015 10:00 Kolbeinn hefur skorað tvö mörk í undankeppni EM 2016. vísir/ernir Kolbeinn Sigþórsson verður með fyrirliðabandið þegar Ísland tekur á móti Lettlandi á Laugardalsvellinum klukkan 16.00 í dag. Þetta verður í fyrsta sinn sem Kolbeinn leiðir íslenska liðið út á völlinn í alvöruleik en Aron Einar hefur farið fyrir sínum mönnum í síðustu sextán leikjum íslenska liðsins í undankeppnum HM og EM. Íslenska liðið tryggði sér sæti á EM með jafntefli á móti Kasakstan í síðasta leik en er enn í baraáttunni við Tékkland um sigurinn í riðlinum. „Í raun hefur þessi vika ekkert verið öðruvísi. Við reynum að nálgast þessa leiki eins og við höfum gert fyrir hvern einasta leik. Við förum í hvern einasta leik til að vinna hann og reynum að halda einbeitingu eins og fyrir alla aðra leiki,“ sagði Kolbeinn Sigþórsson á blaðamannafundi í gær. Kolbeinn segir íslensku strákana staðráðna í að halda fótunum á bensíngjöfinni og viðhalda góðu gengi íslenska liðsins í undankeppninni. „Við erum komnir á EM en við viljum ná öðrum markmiðum. Ég held að það viti allir hvaða markmið það eru en það er að ná þriðja styrkleikaflokki,“ sagði Kolbeinn og er þá að vísa til þess þegar dregið verður í riðla í úrslitakeppninni í Frakklandi. Íslenski framherjinn sér þennan leik einnig sem upphafið að undirbúningi liðsins fyrir Evrópumótið sem hefst eftir aðeins átta mánuði. „Við þurfum líka að undirbúa okkur fyrir Evrópukeppnina og reyna að bæta okkur sem lið. Við þurfum að halda einbeitingunni og nýta hvern einasta leik til að bæta okkar leik,“ sagði Kolbeinn. Hann hefur ekki þurft að breyta miklu hjá sér þótt hann sé orðinn fyrirliði. „Hvort ég sé fyrirliðinn eða Aron skiptir ekki máli. Aron er okkar fyrirliði og því miður er hann ekki með í þessum leik. Það er gaman fyrir mig að vera fyrirliði í þessum síðasta leik fyrir framan þjóðina og við ætlum bara að klára þetta almennilega. Stuðningsmennirnir eiga góðan leik skilinn núna og við viljum enda þetta vel hérna heima,“ sagði Kolbeinn að lokum. EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Íslenski boltinn Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Handbolti „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Enski boltinn Sögulegt kvöld hjá Haaland endaði næstum því með algjöru klúðri Enski boltinn Vilja ekki feta í fótspor Söru: „Aðrir hlutir skipta meira máli en peningar“ Fótbolti Hetja Heimis Hallgríms var skúrkur um helgina Fótbolti Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Enski boltinn Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Handbolti Handtekinn á flugvelli grunaður um nauðgun Enski boltinn Fyrrverandi enskur landsliðsmaður handtekinn grunaður um nauðgun Enski boltinn Fleiri fréttir Leið yfir sjónvarpskonu í beinni en Ian Wright greip hana Sjóðheitur Andri Lucas áfram á skotskónum Sögulegt kvöld hjá Haaland endaði næstum því með algjöru klúðri Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Newcastle - Tottenham | Sex stiga leikur í norðrinu Algjör Pina fyrir þær þýsku í seinni og Spánn Þjóðadeildarmeistari Barcelona - Atlético Madrid | Stórslagur á Spáni Trump mætir á HM-dráttinn þar sem fyrstu friðarverðlaunin verða afhent Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fyrrverandi enskur landsliðsmaður handtekinn grunaður um nauðgun Kláruðu leikinn tveimur sólarhringum eftir að hann hófst FC Mávar færa Ólafi Jóhanni montrétt á FM Ásakanir um blekkingaleik og þjálfarinn rekinn Heiða frá meisturunum til nýliða í Svíþjóð Segir viðbrögð Salah eðlileg: „Ekki sá eini sem var óánægður“ Handtekinn á flugvelli grunaður um nauðgun „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Vilja ekki feta í fótspor Söru: „Aðrir hlutir skipta meira máli en peningar“ Hetja Heimis Hallgríms var skúrkur um helgina Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Þurftu að teipa bikarinn eftir fagnaðarlætin 38 ára gamall Vardy í markastuði í Seríu A Arsenal að fá Arnar og Bjarka þeirra í Ekvador Siggi Raggi fetar í fótspor Gauja Þórðar Réðust á sína eigin leikmenn Hjálpaði liði sínu að vinna fyrsta titilinn síðan löngu áður en hann fæddist Andre Onana skilinn eftir heima Logi og félagar náðu ekki að hrista af sér vandræðin í Laugardalnum Barcelona-leikmaður í leyfi vegna andlegrar heilsu sinnar Sjá meira
Kolbeinn Sigþórsson verður með fyrirliðabandið þegar Ísland tekur á móti Lettlandi á Laugardalsvellinum klukkan 16.00 í dag. Þetta verður í fyrsta sinn sem Kolbeinn leiðir íslenska liðið út á völlinn í alvöruleik en Aron Einar hefur farið fyrir sínum mönnum í síðustu sextán leikjum íslenska liðsins í undankeppnum HM og EM. Íslenska liðið tryggði sér sæti á EM með jafntefli á móti Kasakstan í síðasta leik en er enn í baraáttunni við Tékkland um sigurinn í riðlinum. „Í raun hefur þessi vika ekkert verið öðruvísi. Við reynum að nálgast þessa leiki eins og við höfum gert fyrir hvern einasta leik. Við förum í hvern einasta leik til að vinna hann og reynum að halda einbeitingu eins og fyrir alla aðra leiki,“ sagði Kolbeinn Sigþórsson á blaðamannafundi í gær. Kolbeinn segir íslensku strákana staðráðna í að halda fótunum á bensíngjöfinni og viðhalda góðu gengi íslenska liðsins í undankeppninni. „Við erum komnir á EM en við viljum ná öðrum markmiðum. Ég held að það viti allir hvaða markmið það eru en það er að ná þriðja styrkleikaflokki,“ sagði Kolbeinn og er þá að vísa til þess þegar dregið verður í riðla í úrslitakeppninni í Frakklandi. Íslenski framherjinn sér þennan leik einnig sem upphafið að undirbúningi liðsins fyrir Evrópumótið sem hefst eftir aðeins átta mánuði. „Við þurfum líka að undirbúa okkur fyrir Evrópukeppnina og reyna að bæta okkur sem lið. Við þurfum að halda einbeitingunni og nýta hvern einasta leik til að bæta okkar leik,“ sagði Kolbeinn. Hann hefur ekki þurft að breyta miklu hjá sér þótt hann sé orðinn fyrirliði. „Hvort ég sé fyrirliðinn eða Aron skiptir ekki máli. Aron er okkar fyrirliði og því miður er hann ekki með í þessum leik. Það er gaman fyrir mig að vera fyrirliði í þessum síðasta leik fyrir framan þjóðina og við ætlum bara að klára þetta almennilega. Stuðningsmennirnir eiga góðan leik skilinn núna og við viljum enda þetta vel hérna heima,“ sagði Kolbeinn að lokum.
EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Íslenski boltinn Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Handbolti „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Enski boltinn Sögulegt kvöld hjá Haaland endaði næstum því með algjöru klúðri Enski boltinn Vilja ekki feta í fótspor Söru: „Aðrir hlutir skipta meira máli en peningar“ Fótbolti Hetja Heimis Hallgríms var skúrkur um helgina Fótbolti Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Enski boltinn Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Handbolti Handtekinn á flugvelli grunaður um nauðgun Enski boltinn Fyrrverandi enskur landsliðsmaður handtekinn grunaður um nauðgun Enski boltinn Fleiri fréttir Leið yfir sjónvarpskonu í beinni en Ian Wright greip hana Sjóðheitur Andri Lucas áfram á skotskónum Sögulegt kvöld hjá Haaland endaði næstum því með algjöru klúðri Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Newcastle - Tottenham | Sex stiga leikur í norðrinu Algjör Pina fyrir þær þýsku í seinni og Spánn Þjóðadeildarmeistari Barcelona - Atlético Madrid | Stórslagur á Spáni Trump mætir á HM-dráttinn þar sem fyrstu friðarverðlaunin verða afhent Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fyrrverandi enskur landsliðsmaður handtekinn grunaður um nauðgun Kláruðu leikinn tveimur sólarhringum eftir að hann hófst FC Mávar færa Ólafi Jóhanni montrétt á FM Ásakanir um blekkingaleik og þjálfarinn rekinn Heiða frá meisturunum til nýliða í Svíþjóð Segir viðbrögð Salah eðlileg: „Ekki sá eini sem var óánægður“ Handtekinn á flugvelli grunaður um nauðgun „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Vilja ekki feta í fótspor Söru: „Aðrir hlutir skipta meira máli en peningar“ Hetja Heimis Hallgríms var skúrkur um helgina Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Þurftu að teipa bikarinn eftir fagnaðarlætin 38 ára gamall Vardy í markastuði í Seríu A Arsenal að fá Arnar og Bjarka þeirra í Ekvador Siggi Raggi fetar í fótspor Gauja Þórðar Réðust á sína eigin leikmenn Hjálpaði liði sínu að vinna fyrsta titilinn síðan löngu áður en hann fæddist Andre Onana skilinn eftir heima Logi og félagar náðu ekki að hrista af sér vandræðin í Laugardalnum Barcelona-leikmaður í leyfi vegna andlegrar heilsu sinnar Sjá meira