Lífríkið stendur Skaftárhlaupið af sér 6. október 2015 09:00 Tungulækur rennur í Skaftá skammt neðan Kirkjubæjarklausturs og er ein gjöfulla sjóbirtingsáa sem tengjast vatnasviði Skaftár. fréttablaðið/svavar Engin sérstök ástæða er til að óttast að óvenjulega stórt Skaftárhlaup hafi haft neikvæð áhrif á lífríki til lengri tíma. Full ástæða er þó til að íhuga sérstakar rannsóknir á vatnasvæði Skaftár ef miklar breytingar eru að verða á vatnafari og í ljósi þeirrar staðreyndar að hlaupið nú var það langstærsta sem mælingar ná til. Magnús Jóhannsson, sviðsstjóri hjá Veiðimálastofnun, segir að ekki hafi sérstaklega verið gerð athugun á því hvaða áhrif Skaftárhlaup hafa á lífríki í vatni. Skaftárhlaup hafi komið reglulega allt frá árinu 1955 svo þau eru engan veginn ný af nálinni og lífríkið hefur því búið við þessi hlaup lengi og staðið þau af sér. Hins vegar hafa rannsóknir Veiðimálastofnunar sýnt að það er nokkurt smádýralíf í Skaftá sjálfri. Þar er einnig hrygning og uppeldi laxfiska, einkum urriða og bleikju. Hrygning og uppeldi sjóbirtings er mun meira í Kúðafljóti. „Gera má ráð fyrir að Skaftárhlaup hafi neikvæð áhrif á lífríki ánna sem hlaupvatnið fer um og þar með talið seiðabúskapinn. Sennilega hefur aurinn mest áhrif, bæði bein áhrif á lífverurnar og óbein vegna þess að sólarljós nær ekki niður í vatnið. Áhrifin eru tímabundin og lífríkið nær sér aftur eftir einhvern tíma. Sjóbirtingurinn elst mun meira upp í þverám Skaftár en Skaftá sjálfri. Þar verða ekki bein áhrif af hlaupinu,“ segir Magnús. Nú er göngutími sjóbirtings úr sjó og hrygningartími að hefjast. Stór hluti sjóbirtinganna er genginn í þverárnar. „Þeir sjóbirtingar sem lentu í hlaupvatninu hafa væntanlega hörfað niður ána undan flóðinu. Ekki er þekkt að fiskar hafi drepist vegna hlaupvatns úr Skaftá. Vatn mun vaxa töluvert í lindarlækjum sem eiga upptök undan Eldhrauninu. Viðbúið er að jökulvatn geti borist í lindarlækina og litað lækjarvatnið en það verður aldrei það mikið að það hafi teljandi áhrif á lífríki þeirra.“ svavar@frettabladid.is Hlaup í Skaftá Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Fleiri fréttir Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Sjá meira
Engin sérstök ástæða er til að óttast að óvenjulega stórt Skaftárhlaup hafi haft neikvæð áhrif á lífríki til lengri tíma. Full ástæða er þó til að íhuga sérstakar rannsóknir á vatnasvæði Skaftár ef miklar breytingar eru að verða á vatnafari og í ljósi þeirrar staðreyndar að hlaupið nú var það langstærsta sem mælingar ná til. Magnús Jóhannsson, sviðsstjóri hjá Veiðimálastofnun, segir að ekki hafi sérstaklega verið gerð athugun á því hvaða áhrif Skaftárhlaup hafa á lífríki í vatni. Skaftárhlaup hafi komið reglulega allt frá árinu 1955 svo þau eru engan veginn ný af nálinni og lífríkið hefur því búið við þessi hlaup lengi og staðið þau af sér. Hins vegar hafa rannsóknir Veiðimálastofnunar sýnt að það er nokkurt smádýralíf í Skaftá sjálfri. Þar er einnig hrygning og uppeldi laxfiska, einkum urriða og bleikju. Hrygning og uppeldi sjóbirtings er mun meira í Kúðafljóti. „Gera má ráð fyrir að Skaftárhlaup hafi neikvæð áhrif á lífríki ánna sem hlaupvatnið fer um og þar með talið seiðabúskapinn. Sennilega hefur aurinn mest áhrif, bæði bein áhrif á lífverurnar og óbein vegna þess að sólarljós nær ekki niður í vatnið. Áhrifin eru tímabundin og lífríkið nær sér aftur eftir einhvern tíma. Sjóbirtingurinn elst mun meira upp í þverám Skaftár en Skaftá sjálfri. Þar verða ekki bein áhrif af hlaupinu,“ segir Magnús. Nú er göngutími sjóbirtings úr sjó og hrygningartími að hefjast. Stór hluti sjóbirtinganna er genginn í þverárnar. „Þeir sjóbirtingar sem lentu í hlaupvatninu hafa væntanlega hörfað niður ána undan flóðinu. Ekki er þekkt að fiskar hafi drepist vegna hlaupvatns úr Skaftá. Vatn mun vaxa töluvert í lindarlækjum sem eiga upptök undan Eldhrauninu. Viðbúið er að jökulvatn geti borist í lindarlækina og litað lækjarvatnið en það verður aldrei það mikið að það hafi teljandi áhrif á lífríki þeirra.“ svavar@frettabladid.is
Hlaup í Skaftá Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Fleiri fréttir Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Sjá meira