Alþingi og dýravernd Árni Stefán Árnason skrifar 9. október 2015 07:00 Um síðustu mánaðamót var þjóðin um tíma dofin, er henni bárust fregnir, staðfestar af Matvælastofnun um dýraníðinga, sem framið höfðu lögbrot, að mati sömu stofnunar, á svínum. Linnulaus fréttaflutningur var í eina viku af þessu óhugnanlega máli. Óljóst er með hvaða hætti Matvælastofnun mun bregðast við þessum atburðum, sem gerðust á síðasta ári. Viðbragðsleysi yfirdýralæknis, næstæðsta ráðamanns MAST, veldur undrun og óánægju. Ef rýnt er í málavaxtalýsingar dýraverndarmála sem komið hafa til dóms hjá Hæstarétti Íslands liggur fyrir að verri lýsingar á illri meðferð dýra er erfitt að finna. Þrátt fyrir það virðist yfirdýralæknir hika við að kæra, en hann einn hefur skv. núgildandi löggjöf heimild til slíks. Það er hnökri á löggjöf og skerðing á tjáningarfrelsi þegar kæruréttur er tekinn af almenningi og andstætt skýrum ákvæðum laga um meðferð sakamála þar sem almenningi er veitt sú heimild. Athygli vekur og að Alþingi, æðsta valdastofnun landsins, hefur ekkert brugðist við þessum tíðindum um dýraníðinga í íslensku búfjárhaldi að frátalinni Elínu Hirst, sem þó lagði aðaláherslu á mikilvægi matvælaöryggis með framboði hreinna íslenskra svína- og kjúklingaafurða. Um það eru henni margir ósammála. Það eru þeir sem hafna notkun dýraafurða, einkum úr verksmiðjubúskap. Jafnvel eini þingflokkurinn, sem hefur dýravernd á stefnuskrá sinni, Björt framtíð, situr hjá. Hefur þó þingið eftirlit með störfum framkvæmdavaldsins, sem Matvælastofnun heyrir undir. Er það svo, þegar upp kemst um einhverja verstu meðferð Íslandssögunnar á búfé, þá láti Alþingi það afskiptalaust þegar færa má rök fyrir því, að handvömm stofnunar ríkisvaldsins sé að hluta um að kenna? Sl. mánudag var fyrsti óundirbúni fyrirspurnatími þingmanna eftir hlé. Ekki einn einasti þingmaður spurði landbúnaðarráðherra út í dýraverndarmálið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Árni Stefán Árnason Mest lesið Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Sjá meira
Um síðustu mánaðamót var þjóðin um tíma dofin, er henni bárust fregnir, staðfestar af Matvælastofnun um dýraníðinga, sem framið höfðu lögbrot, að mati sömu stofnunar, á svínum. Linnulaus fréttaflutningur var í eina viku af þessu óhugnanlega máli. Óljóst er með hvaða hætti Matvælastofnun mun bregðast við þessum atburðum, sem gerðust á síðasta ári. Viðbragðsleysi yfirdýralæknis, næstæðsta ráðamanns MAST, veldur undrun og óánægju. Ef rýnt er í málavaxtalýsingar dýraverndarmála sem komið hafa til dóms hjá Hæstarétti Íslands liggur fyrir að verri lýsingar á illri meðferð dýra er erfitt að finna. Þrátt fyrir það virðist yfirdýralæknir hika við að kæra, en hann einn hefur skv. núgildandi löggjöf heimild til slíks. Það er hnökri á löggjöf og skerðing á tjáningarfrelsi þegar kæruréttur er tekinn af almenningi og andstætt skýrum ákvæðum laga um meðferð sakamála þar sem almenningi er veitt sú heimild. Athygli vekur og að Alþingi, æðsta valdastofnun landsins, hefur ekkert brugðist við þessum tíðindum um dýraníðinga í íslensku búfjárhaldi að frátalinni Elínu Hirst, sem þó lagði aðaláherslu á mikilvægi matvælaöryggis með framboði hreinna íslenskra svína- og kjúklingaafurða. Um það eru henni margir ósammála. Það eru þeir sem hafna notkun dýraafurða, einkum úr verksmiðjubúskap. Jafnvel eini þingflokkurinn, sem hefur dýravernd á stefnuskrá sinni, Björt framtíð, situr hjá. Hefur þó þingið eftirlit með störfum framkvæmdavaldsins, sem Matvælastofnun heyrir undir. Er það svo, þegar upp kemst um einhverja verstu meðferð Íslandssögunnar á búfé, þá láti Alþingi það afskiptalaust þegar færa má rök fyrir því, að handvömm stofnunar ríkisvaldsins sé að hluta um að kenna? Sl. mánudag var fyrsti óundirbúni fyrirspurnatími þingmanna eftir hlé. Ekki einn einasti þingmaður spurði landbúnaðarráðherra út í dýraverndarmálið.
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar