Sjö þjóðir geta elt Ísland inn á EM í Frakklandi í kvöld Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. október 2015 11:30 Kyle Lafferty og félagar í norður-írska landsliðinu komast á EM í fyrsta sinn með sigri í kvöld. Vísir/Getty Undankeppni EM í fótbolta 2016 fer aftur af stað í kvöld og það er mikið undir hjá nokkrum þjóðum í leikjum dagsins. Þýskaland, Pólland, Norður-Írland, Rúmenía, Portúgal, Danmörk og Albanía geta nefnilega öll tryggt sér sæti á EM í Frakklandi með hagstæðum úrslitum í kvöld. Ísland er ein af fimm þjóðum sem hefur þegar tryggt sér sæti í úrslitakeppninni næsta sumar en úrslitin ráðast í öllum hinum riðlinum á næstu sex dögum. Gestgjafar Frakka verða að sjálfsögðu með næsta sumar en England, Tékkland, Ísland og Austurríki eru líka komin með farseðilinn í hendurnar. Það er keppt í þremur riðlum í kvöld, D-riðli, F-riðli og I-riðli en sá síðastnefndi sker sig nokkuð úr því hann er eini fimm liða riðillinn. Danir spila sem dæmi sinn síðasta leik í kvöld.Þýskaland og Pólland geta bæði tryggt sér sæti á EM í kvöld en þau eru í D-riðlinum og í baráttu við Íra um tvö efstu sæti riðilsins. Þjóðverjum nægir jafntefli á útivelli á móti Írum en Pólverjar verða að vinna sinn leik á móti Skotum og treysta á það að Írar vinni ekki Þjóðverja. Skotar eiga aðeins möguleika á því að ná þriðja sætinu og komast í umspil.Stig þjóða í D-riðlinum: Þýskaland 19 Pólland 17 Írland 15 Skotland 11 Georgía 6 Gíbraltar 0Leikir kvöldsins í D-riðlinum: Georgía-Gíbraltar, Írland-Þýskaland, Skotland-Pólland.Norður-Írland og Rúmenía geta bæði tryggt sér sætin tvö sem eru í boði í F-riðlinum. Norður-Írum vantar aðeins tvö stig í viðbót og komast á EM í fyrsta sinn með sigri á Grikkjum í kvöld. Rúmenar þurfa bara að treysta á sjálfan sig í tveimur síðustu leikjunum en vinni þeir Finnar í kvöld á sama tíma og Ungverjar tapa stigum á móti Færeyjum þá verða þeir komnir með EM-farseðilinn í hendurnar. Ungverjar eiga eftir tvö neðstu lið riðilsins og eru líka með betri innbyrðisstöðu á móti Rúmenum. Það nægir því að jafna Rúmena að stigum sem setur smá spennu inn í lokaumferðirnar.Stig þjóða í F-riðlinum: Norður-Írland 17 Rúmenía 16 Ungverjaland 13 Finnland 10 Færeyjar 6 Grikkland 3Leikir kvöldsins í F-riðlinum: Ungverjaland-Færeyjar, Norður-Írland-Grikkland, Rúmenía-Finnland.Portúgal, Danmörk og Albanía eiga öll þrjú möguleika á því að tryggja sér tvö efstu sætin í I-riðli í kvöld en aðeins fimm lið eru í riðlinum sem þýðir að Danir spila lokaleik sinn í undankeppninni þegar þeir heimsækja Portúgala í dag. Cristiano Ronaldo og félagar í portúgalska landsliðinu nægir stig á heimavelli á móti Dönum í kvöld og fá síðan einnig annan möguleika gegn Serbíu í lokaleiknum. Danir tryggja sér EM-sætið vinni þeir í Portúgal á sama tíma og Albanir tapa á móti Serbíu. Vinni Albanía sinn leik á móti Serbíu þá tryggja þér sér sæti á EM svo framarlega sem Danir vinni ekki í Portúgal. Það bendir því margt til þess að Danir endi í umspilinu en þeir lifa enn í voninni.Stig þjóða í I-riðlinum: Portúgal 15 Danmörk 12 (bara 1 leikur eftir) Albanía 11 Armenía 2 (bara 1 leikur eftir) Serbía 1Leikir kvöldsins í I-riðlinum: Albanía-Serbía, Portúgal-Danmörk. EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Fótbolti Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Körfubolti Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Fótbolti Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Handbolti Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Íslenski boltinn Rændi banka á leiðinni á völlinn og dæmdur í 32 ára fangelsi Sport Alltaf markmiðið að spila fyrir Barcelona Sport Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann Handbolti Víðir og Reynir ekki í eina sæng Íslenski boltinn Fara fram á tveggja og hálfs árs fangelsi yfir Ingebrigtsen Sport Fleiri fréttir Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta Víðir og Reynir ekki í eina sæng Logi á leið í burtu en ekki til Freys Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Sonur Ancelottis orðaður við Rangers Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Uppbótartíminn: „Ég hef miklar áhyggjur af þeim“ Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Alonso tekur við Real fyrir HM félagsliða Þróttur skoraði sex og flaug áfram Valur marði Fram í framlengingu Íslendingaliðið sló óvænt stórlið Bodø/Glimt úr bikarnum Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Mikael Egill spilaði allan leikinn þegar Venezia komst upp úr fallsæti Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Ancelotti tekur við Brasilíu Fjölskylda Glódísar sá hana taka við meistaraskildinum Neyddust til þess að sofa á æfingasvæðinu Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Hafa unnið FH tólf sinnum í röð Beckham reiður: Sýnið smá virðingu Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni Þeir bestu: Fylgt úr hlaði Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Sveindís Jane slapp við síðasta sætið á íslenska listanum Halla forseti, Sveppi og Gummi Ben í nýju tónlistarmyndbandi fyrir EM Sjá meira
Undankeppni EM í fótbolta 2016 fer aftur af stað í kvöld og það er mikið undir hjá nokkrum þjóðum í leikjum dagsins. Þýskaland, Pólland, Norður-Írland, Rúmenía, Portúgal, Danmörk og Albanía geta nefnilega öll tryggt sér sæti á EM í Frakklandi með hagstæðum úrslitum í kvöld. Ísland er ein af fimm þjóðum sem hefur þegar tryggt sér sæti í úrslitakeppninni næsta sumar en úrslitin ráðast í öllum hinum riðlinum á næstu sex dögum. Gestgjafar Frakka verða að sjálfsögðu með næsta sumar en England, Tékkland, Ísland og Austurríki eru líka komin með farseðilinn í hendurnar. Það er keppt í þremur riðlum í kvöld, D-riðli, F-riðli og I-riðli en sá síðastnefndi sker sig nokkuð úr því hann er eini fimm liða riðillinn. Danir spila sem dæmi sinn síðasta leik í kvöld.Þýskaland og Pólland geta bæði tryggt sér sæti á EM í kvöld en þau eru í D-riðlinum og í baráttu við Íra um tvö efstu sæti riðilsins. Þjóðverjum nægir jafntefli á útivelli á móti Írum en Pólverjar verða að vinna sinn leik á móti Skotum og treysta á það að Írar vinni ekki Þjóðverja. Skotar eiga aðeins möguleika á því að ná þriðja sætinu og komast í umspil.Stig þjóða í D-riðlinum: Þýskaland 19 Pólland 17 Írland 15 Skotland 11 Georgía 6 Gíbraltar 0Leikir kvöldsins í D-riðlinum: Georgía-Gíbraltar, Írland-Þýskaland, Skotland-Pólland.Norður-Írland og Rúmenía geta bæði tryggt sér sætin tvö sem eru í boði í F-riðlinum. Norður-Írum vantar aðeins tvö stig í viðbót og komast á EM í fyrsta sinn með sigri á Grikkjum í kvöld. Rúmenar þurfa bara að treysta á sjálfan sig í tveimur síðustu leikjunum en vinni þeir Finnar í kvöld á sama tíma og Ungverjar tapa stigum á móti Færeyjum þá verða þeir komnir með EM-farseðilinn í hendurnar. Ungverjar eiga eftir tvö neðstu lið riðilsins og eru líka með betri innbyrðisstöðu á móti Rúmenum. Það nægir því að jafna Rúmena að stigum sem setur smá spennu inn í lokaumferðirnar.Stig þjóða í F-riðlinum: Norður-Írland 17 Rúmenía 16 Ungverjaland 13 Finnland 10 Færeyjar 6 Grikkland 3Leikir kvöldsins í F-riðlinum: Ungverjaland-Færeyjar, Norður-Írland-Grikkland, Rúmenía-Finnland.Portúgal, Danmörk og Albanía eiga öll þrjú möguleika á því að tryggja sér tvö efstu sætin í I-riðli í kvöld en aðeins fimm lið eru í riðlinum sem þýðir að Danir spila lokaleik sinn í undankeppninni þegar þeir heimsækja Portúgala í dag. Cristiano Ronaldo og félagar í portúgalska landsliðinu nægir stig á heimavelli á móti Dönum í kvöld og fá síðan einnig annan möguleika gegn Serbíu í lokaleiknum. Danir tryggja sér EM-sætið vinni þeir í Portúgal á sama tíma og Albanir tapa á móti Serbíu. Vinni Albanía sinn leik á móti Serbíu þá tryggja þér sér sæti á EM svo framarlega sem Danir vinni ekki í Portúgal. Það bendir því margt til þess að Danir endi í umspilinu en þeir lifa enn í voninni.Stig þjóða í I-riðlinum: Portúgal 15 Danmörk 12 (bara 1 leikur eftir) Albanía 11 Armenía 2 (bara 1 leikur eftir) Serbía 1Leikir kvöldsins í I-riðlinum: Albanía-Serbía, Portúgal-Danmörk.
EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Fótbolti Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Körfubolti Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Fótbolti Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Handbolti Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Íslenski boltinn Rændi banka á leiðinni á völlinn og dæmdur í 32 ára fangelsi Sport Alltaf markmiðið að spila fyrir Barcelona Sport Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann Handbolti Víðir og Reynir ekki í eina sæng Íslenski boltinn Fara fram á tveggja og hálfs árs fangelsi yfir Ingebrigtsen Sport Fleiri fréttir Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta Víðir og Reynir ekki í eina sæng Logi á leið í burtu en ekki til Freys Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Sonur Ancelottis orðaður við Rangers Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Uppbótartíminn: „Ég hef miklar áhyggjur af þeim“ Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Alonso tekur við Real fyrir HM félagsliða Þróttur skoraði sex og flaug áfram Valur marði Fram í framlengingu Íslendingaliðið sló óvænt stórlið Bodø/Glimt úr bikarnum Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Mikael Egill spilaði allan leikinn þegar Venezia komst upp úr fallsæti Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Ancelotti tekur við Brasilíu Fjölskylda Glódísar sá hana taka við meistaraskildinum Neyddust til þess að sofa á æfingasvæðinu Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Hafa unnið FH tólf sinnum í röð Beckham reiður: Sýnið smá virðingu Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni Þeir bestu: Fylgt úr hlaði Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Sveindís Jane slapp við síðasta sætið á íslenska listanum Halla forseti, Sveppi og Gummi Ben í nýju tónlistarmyndbandi fyrir EM Sjá meira
Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Íslenski boltinn
Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast
Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð
Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Íslenski boltinn