Harpa: Komið gott af rússneskum liðum Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 7. október 2015 17:00 Harpa Þorsteinsdóttir. Vísir/Andri Marinó Markadrottningin Harpa Þorsteinsdóttir segir að Stjörnukonur séu reynslunni ríkari frá því í fyrra en annað árið í röð mæta Garðbæinga rússneska liðinu Zvezda 2005 í 32-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu. Zvezda fór illa með Stjörnuna í fyrra og vann einvígið 8-3 samanlagt. Harpa vonast að sjálfsögðu eftir betri úrslitum í ár. "Núna vitum við nákvæmlega við hverju er að búast. Við erum bæði búnar að skoða myndbönd af þeim og leikina frá því í fyrra," sagði Harpa á æfingu Stjörnuliðsins í gær. "Þær voru svo að spila bikarúrslitaleik fyrir stuttu síðan þar sem þær tefldu væntanlega fram sínu sterkasta liði þannig við vitum við hverju er að búast og hverjir veikleikar þeirra eru. "Við eigum alveg að vera klárar í þennan leik," bætti Harpa við en tímabilið í Rússlandi stendur enn yfir. Zvezda er með eins stigs forystu á toppi rússnesku úrvalsdeildarinnar þegar fjórar umferðir eru eftir og þá vann liðið Kubanochka í bikarúrslitaleiknum. En hvað getur Stjörnuliðið bætt frá leikjunum í fyrra? "Við megum ekki gera mistök. Við vorum alveg inni í leikjunum í fyrra en við gerðum ódýr mistök, gáfum mörk og klúðrum góðum stöðum í sókninni. Við þurfum að vera einbeittar í 90 mínútur og spila góðan varnarleik," sagði Harpa sem segir leikformið á Stjörnuliðinu vera ágætt þrátt fyrir að Íslandsmótið hafi klárast fyrir tæpum mánuði síðan. "Það er gott. Við erum búnar að spila æfingaleiki við U-17 og U-19 ára landsliðin, strákana í Stjörnunni og vinkonur okkar í Breiðabliki. Svo erum við með leikmenn sem voru í landsliðsverkefnum." Þetta er fjórða árið í röð sem íslensk lið mæta liðum frá Rússlandi í Meistaradeild Evrópu en í öll þrjú skiptin sem Stjarnan hefur komist í Meistaradeildina hefur liðið dregist á móti rússneskum liðum. Harpa segir að þetta sé orðið fínt í bili. "Jú, klárlega. Þetta er komið gott. Við verðum að vinna þær og komast áfram," sagði Harpa að endingu.Leikur Stjörnunnar og Zvezda hefst klukkan 19:00 en hægt verður að fylgjast með leiknum í beinni textalýsingu á Vísi. Íslenski boltinn Tengdar fréttir Ásgerður: Þurfum að taka fast á henni Ásgerður Stefanía Baldursdóttir, fyrirliði Stjörnunnar, segir að Garðbæingar séu betur í stakk búnir til að mæta rússneska liðinu Zvezda 2005 í 32-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu en í fyrra. 7. október 2015 15:00 Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Fótbolti Í beinni: Svartfjallaland - Ísland | Gætu fellt Svartfellinga Fótbolti Sóley Margrét heimsmeistari Sport Vildi ekki rota og meiða Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Aron Einar miðvörður í Niksic Fótbolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Fleiri fréttir Aron Einar meiddur af velli eftir tuttugu mínútur Aron Einar miðvörður í Niksic Í beinni: Svartfjallaland - Ísland | Gætu fellt Svartfellinga Sveindís og stöllur með fimm stiga forskot á toppnum Sædís skoraði annan deildarleikinn í röð Sjálfsmark skildi að og strákarnir komnir á næsta stig Van Nistelrooy sækir um stjórastarfið hjá Coventry Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Sárafáir Íslendingar á meðal 4.000 áhorfenda á leik dagsins „Þeir hafa bætt sig frá því síðast en við einnig“ „Menn verða betri með hverju verkefninu sýnist mér“ Hafa lagt extra mikið í greiningu á ákveðnum þætti í leik Íslands Scott McTominay sér ekki eftir neinu Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Messi: Þú ert hugleysingi Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Ekki ástæða til að hafa áhyggjur af Sveindísi ennþá Óljóst hvar landsleikir í apríl fara fram Plan Arons gekk upp: „Gott að geta gefið af mér“ Stærsta stjarna Svartfellinga ekki með gegn Íslandi: „Erum mjög særðir“ Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Áslaug Munda kemur inn í landsliðið Enn kvarnast úr liði Vestra Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Kom til handalögmála í París Sjá meira
Markadrottningin Harpa Þorsteinsdóttir segir að Stjörnukonur séu reynslunni ríkari frá því í fyrra en annað árið í röð mæta Garðbæinga rússneska liðinu Zvezda 2005 í 32-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu. Zvezda fór illa með Stjörnuna í fyrra og vann einvígið 8-3 samanlagt. Harpa vonast að sjálfsögðu eftir betri úrslitum í ár. "Núna vitum við nákvæmlega við hverju er að búast. Við erum bæði búnar að skoða myndbönd af þeim og leikina frá því í fyrra," sagði Harpa á æfingu Stjörnuliðsins í gær. "Þær voru svo að spila bikarúrslitaleik fyrir stuttu síðan þar sem þær tefldu væntanlega fram sínu sterkasta liði þannig við vitum við hverju er að búast og hverjir veikleikar þeirra eru. "Við eigum alveg að vera klárar í þennan leik," bætti Harpa við en tímabilið í Rússlandi stendur enn yfir. Zvezda er með eins stigs forystu á toppi rússnesku úrvalsdeildarinnar þegar fjórar umferðir eru eftir og þá vann liðið Kubanochka í bikarúrslitaleiknum. En hvað getur Stjörnuliðið bætt frá leikjunum í fyrra? "Við megum ekki gera mistök. Við vorum alveg inni í leikjunum í fyrra en við gerðum ódýr mistök, gáfum mörk og klúðrum góðum stöðum í sókninni. Við þurfum að vera einbeittar í 90 mínútur og spila góðan varnarleik," sagði Harpa sem segir leikformið á Stjörnuliðinu vera ágætt þrátt fyrir að Íslandsmótið hafi klárast fyrir tæpum mánuði síðan. "Það er gott. Við erum búnar að spila æfingaleiki við U-17 og U-19 ára landsliðin, strákana í Stjörnunni og vinkonur okkar í Breiðabliki. Svo erum við með leikmenn sem voru í landsliðsverkefnum." Þetta er fjórða árið í röð sem íslensk lið mæta liðum frá Rússlandi í Meistaradeild Evrópu en í öll þrjú skiptin sem Stjarnan hefur komist í Meistaradeildina hefur liðið dregist á móti rússneskum liðum. Harpa segir að þetta sé orðið fínt í bili. "Jú, klárlega. Þetta er komið gott. Við verðum að vinna þær og komast áfram," sagði Harpa að endingu.Leikur Stjörnunnar og Zvezda hefst klukkan 19:00 en hægt verður að fylgjast með leiknum í beinni textalýsingu á Vísi.
Íslenski boltinn Tengdar fréttir Ásgerður: Þurfum að taka fast á henni Ásgerður Stefanía Baldursdóttir, fyrirliði Stjörnunnar, segir að Garðbæingar séu betur í stakk búnir til að mæta rússneska liðinu Zvezda 2005 í 32-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu en í fyrra. 7. október 2015 15:00 Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Fótbolti Í beinni: Svartfjallaland - Ísland | Gætu fellt Svartfellinga Fótbolti Sóley Margrét heimsmeistari Sport Vildi ekki rota og meiða Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Aron Einar miðvörður í Niksic Fótbolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Fleiri fréttir Aron Einar meiddur af velli eftir tuttugu mínútur Aron Einar miðvörður í Niksic Í beinni: Svartfjallaland - Ísland | Gætu fellt Svartfellinga Sveindís og stöllur með fimm stiga forskot á toppnum Sædís skoraði annan deildarleikinn í röð Sjálfsmark skildi að og strákarnir komnir á næsta stig Van Nistelrooy sækir um stjórastarfið hjá Coventry Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Sárafáir Íslendingar á meðal 4.000 áhorfenda á leik dagsins „Þeir hafa bætt sig frá því síðast en við einnig“ „Menn verða betri með hverju verkefninu sýnist mér“ Hafa lagt extra mikið í greiningu á ákveðnum þætti í leik Íslands Scott McTominay sér ekki eftir neinu Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Messi: Þú ert hugleysingi Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Ekki ástæða til að hafa áhyggjur af Sveindísi ennþá Óljóst hvar landsleikir í apríl fara fram Plan Arons gekk upp: „Gott að geta gefið af mér“ Stærsta stjarna Svartfellinga ekki með gegn Íslandi: „Erum mjög særðir“ Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Áslaug Munda kemur inn í landsliðið Enn kvarnast úr liði Vestra Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Kom til handalögmála í París Sjá meira
Ásgerður: Þurfum að taka fast á henni Ásgerður Stefanía Baldursdóttir, fyrirliði Stjörnunnar, segir að Garðbæingar séu betur í stakk búnir til að mæta rússneska liðinu Zvezda 2005 í 32-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu en í fyrra. 7. október 2015 15:00