Handtekinn með teikningu af kjarnorkusprengju Samúel Karl Ólason skrifar 7. október 2015 11:00 Rannsókn AP fréttaveitunnar leiddi í ljós fjögur tilvik á fimm árum þar sem meðlimir glæpasamtaka í Moldóvu voru gómaðir af lögreglumönnum og meðlimum alríkislögreglu Bandaríkjanna, FBI, við það að reyna að selja geislavirk efni. Glæpasamtök sem starfa innan landamæra fyrrverandi Sovétríkjanna reka svartan markað fyrir geislavirk efni. Þau efni væri hægt að nota til að framleiða frumstæðar kjarnorkusprengjur. Vitað er til þess að samtökin hafi reynt að selja efnin til öfgasamtaka í Mið-Austurlöndum. Þar með talin eru samtökin sem kallast Íslamskt ríki.Rannsókn AP fréttaveitunnar leiddi í ljós fjögur tilvik á fimm árum þar sem meðlimir glæpasamtaka í Moldóvu voru gómaðir af lögreglumönnum og meðlimum alríkislögreglu Bandaríkjanna, FBI, við það að reyna að selja geislavirk efni. Forsvarsmenn glæpasamtakanna hafa þó komist undan aðgerðum lögreglu. Þeir sem voru handteknir komust þó undan fangelsisvist og einhverjir þeirra hafa tekið iðjuna upp aftur. „Við getum búist við fleiri svona málum. Svo lengi sem smyglarar telja sig geta grætt verulega án þess að vera gómaðir, munu þeir halda áfram,“ segir Constantin Malic, sem kom að rannsókn allra málanna fjögurra.Meðal þess sem AP fréttaveitan fylgdist með var handtaka manns, nú í febrúar, sem reyndi að selja leynilögreglumanni efnið Sesíum 135. Hann er sagður hafa boðið gífurlegt magn efnisins til sölu, sem hægt væri að nota til að gera hluta borgar geislavirkan. Hins vegar kom í ljós við greiningu efnisins að hann hafði fegrað sannleikann og að það væri ekki nægilega geislavirkt til að nota í svokallaða „dirty bomb“. Alvarlegasta málið kom upp vorið 2011. Þá komust lögreglumenn á snoðir um að samtök sem stýrt var af Alexandr Agheenco, voru að reyna að selja úran 235. Lögreglan í Moldóvu telur að Agheenco, sem var kallaður Ofurstinn, hafi starfað fyrir FSB, leyniþjónustu Rússlands, sem áður hét KGB. Uppljóstrari lögreglunnar náði því á upptöku þegar sendiboði Ofurstans sagði það mikilvægt að úran „færi til arabanna“. Því þeir myndu beita því gegn Bandaríkjunum. Lögreglan handtók sendiboða Ofurstans sem var með teikningar að frumstæðri kjarnorkusprengju á sér, eftir að hann lét þá hafa sýni af úran. Ofurstinn komst hins vegar undan og ekki er vitað hvort hann hafi aðgang að meira úrani. Moldóva Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Áttatíu ár frá frelsun Auschwitz: „Ég hverf aftur til Auschwitz á hverjum degi“ Lúkasjenka lýstur sigurvegari umdeildra forsetakosninga Segja yfirvöld hafa komið í veg fyrir björgun þriggja drengja Íbúar Norður-Gasa farnir að snúa aftur heim Hótar Kólumbíu refsitollum taki þeir ekki við brottreknu fólki Segir alla íbúa Grænlands vilja undir Bandaríkin Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Sækist eftir sjöunda kjörtímabilinu Ísraelsmenn saka Hamas um brot á samkomulaginu Birta bráðabirgðaskýrslu vegna slyssins Sleppa fjórum gíslum gegn tvö hundruð föngum Tilnefning Hegseth staðfest með naumum meirihluta Einn látinn og nokkur hundruð þúsund heimili án rafmagns Marilyn Manson verður ekki ákærður Lýsir yfir neyðarástandi vegna átaka í Kólumbíu Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Af hverju er Trump reiður út í Panama? Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Sjá meira
Glæpasamtök sem starfa innan landamæra fyrrverandi Sovétríkjanna reka svartan markað fyrir geislavirk efni. Þau efni væri hægt að nota til að framleiða frumstæðar kjarnorkusprengjur. Vitað er til þess að samtökin hafi reynt að selja efnin til öfgasamtaka í Mið-Austurlöndum. Þar með talin eru samtökin sem kallast Íslamskt ríki.Rannsókn AP fréttaveitunnar leiddi í ljós fjögur tilvik á fimm árum þar sem meðlimir glæpasamtaka í Moldóvu voru gómaðir af lögreglumönnum og meðlimum alríkislögreglu Bandaríkjanna, FBI, við það að reyna að selja geislavirk efni. Forsvarsmenn glæpasamtakanna hafa þó komist undan aðgerðum lögreglu. Þeir sem voru handteknir komust þó undan fangelsisvist og einhverjir þeirra hafa tekið iðjuna upp aftur. „Við getum búist við fleiri svona málum. Svo lengi sem smyglarar telja sig geta grætt verulega án þess að vera gómaðir, munu þeir halda áfram,“ segir Constantin Malic, sem kom að rannsókn allra málanna fjögurra.Meðal þess sem AP fréttaveitan fylgdist með var handtaka manns, nú í febrúar, sem reyndi að selja leynilögreglumanni efnið Sesíum 135. Hann er sagður hafa boðið gífurlegt magn efnisins til sölu, sem hægt væri að nota til að gera hluta borgar geislavirkan. Hins vegar kom í ljós við greiningu efnisins að hann hafði fegrað sannleikann og að það væri ekki nægilega geislavirkt til að nota í svokallaða „dirty bomb“. Alvarlegasta málið kom upp vorið 2011. Þá komust lögreglumenn á snoðir um að samtök sem stýrt var af Alexandr Agheenco, voru að reyna að selja úran 235. Lögreglan í Moldóvu telur að Agheenco, sem var kallaður Ofurstinn, hafi starfað fyrir FSB, leyniþjónustu Rússlands, sem áður hét KGB. Uppljóstrari lögreglunnar náði því á upptöku þegar sendiboði Ofurstans sagði það mikilvægt að úran „færi til arabanna“. Því þeir myndu beita því gegn Bandaríkjunum. Lögreglan handtók sendiboða Ofurstans sem var með teikningar að frumstæðri kjarnorkusprengju á sér, eftir að hann lét þá hafa sýni af úran. Ofurstinn komst hins vegar undan og ekki er vitað hvort hann hafi aðgang að meira úrani.
Moldóva Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Áttatíu ár frá frelsun Auschwitz: „Ég hverf aftur til Auschwitz á hverjum degi“ Lúkasjenka lýstur sigurvegari umdeildra forsetakosninga Segja yfirvöld hafa komið í veg fyrir björgun þriggja drengja Íbúar Norður-Gasa farnir að snúa aftur heim Hótar Kólumbíu refsitollum taki þeir ekki við brottreknu fólki Segir alla íbúa Grænlands vilja undir Bandaríkin Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Sækist eftir sjöunda kjörtímabilinu Ísraelsmenn saka Hamas um brot á samkomulaginu Birta bráðabirgðaskýrslu vegna slyssins Sleppa fjórum gíslum gegn tvö hundruð föngum Tilnefning Hegseth staðfest með naumum meirihluta Einn látinn og nokkur hundruð þúsund heimili án rafmagns Marilyn Manson verður ekki ákærður Lýsir yfir neyðarástandi vegna átaka í Kólumbíu Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Af hverju er Trump reiður út í Panama? Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Sjá meira
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent