Keane var þá spurður hvort Robbie Keane, markahæsti leikmaður Írlands frá upphafi, yrði með landsliðinu í leiknum gegn Þýskalandi á fimmtudaginn en kona hans eignaðist barn í gær.
Það stóð ekki á svari hjá Keane, sem er aðstoðarþjálfari írska landsliðsins.
„Já, af hverju ætti hann ekki að vera með? Hann fæddi ekki barnið. Hann ætti ná leiknum nema hann sé með barnið á brjósti.“
Írar eru í ágætis stöðu í D-riðli, með 15 stig í 3. sæti, fjórum stigum á undan Skotum sem eru í 4. sæti. Þriðja sætið gefur annað hvort sæti beint á EM 2016 eða í umspili um sæti í lokakeppninni.
Sem áður sagði mæta Írar Þjóðverjum í Dublin á fimmtudaginn en þeir sækja svo Pólverja heim í lokaleik sínum í riðlinum á sunnudaginn.
Roy Keane is confident Robbie Keane will be available on Thursday: "Unless he's breastfeeding he should be alright."
https://t.co/E3qSujoXUT
— RTÉ Soccer (@RTEsoccer) October 6, 2015