Óljóst hvort bændur fái tjón vegna Skaftárhlaups bætt Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 5. október 2015 11:23 Skaftárhlaupið nú er það stærsta sem sögur fara af síðan mælingar hófust árið 1955. vísir/villi Ekki er ljóst hvort að bændur fái tjón vegna Skaftárhlaups bætt en lög um Viðlagatryggingu Íslands eiga ekki við um tjón sem hlýst af völdum hlaupa sem teljast til reglubundinna flóða úr ám, lækjum, sjó eða vötnum. Það gæti því komið til kasta Bjargráðasjóðs sem er er í eigu ríkisins og Bændasamtaka Íslands en bændur þurfa að sækja um hjá sjóðnum vilji þeir fá tjón bætt. Sigurgeir B. Hreinsson, stjórnarformaður sjóðsins, segir ýmislegt benda til þess að bændur geti fengið eitthvað af tjóninu bætt í gegnum Bjargráðasjóð en þó sé of snemmt að segja til um það. „Þetta er í raun stóráfallasjóður og það er talsverð eigin áhætta sem taka þarf tillit til. Hins vegar er það hlutverk sjóðsins að veita einstaklingum og félögum fjárhagsaðstoð verði þeir fyrir meiriháttar tjóni vegna nátttúruhamfara, en þetta er alfarið tengt landbúnaði. Skemmdir á ræktarlandi geta til að mynda fallið undir þetta sem og skemmdir á girðingum og rafmagnslínum,“ segir Sigurgeir og vísar í lög um Bjargráðasjóð. „Þetta eru ekkert annað en náttúruhamfarir“ Hann bendir á að tjón vegna flóða hafi hingað til ekki verið eins stórfellt eins og nú virðist vera en ítrekar þó að meta þurfi tjónið þegar það verður hægt og sjá hvort það falli undir reglur sjóðsins. Gísli Halldór Magnússon, bóndi á Ytri-Ásum, furðar sig á því að lög um viðlagatryggingu nái ekki til tjóns sem verður vegna jökulhlaups.„Af hverju bætir viðlagatrygging þetta ekki eins og öskutjón? Þetta eru ekkert annað en náttúruhamfarir. Hér hefur orðið gífurlegt landbrot og eyðing auk þess sem það er mikill framburður sem fylgir þessu. Það mun valda sandfoki og leirmekki sem er kannski erfitt að koma í veg fyrir en engu að síður mætti bæta í fyrirhleðslur hérna. Ég skora bara á þingmenn Suðurkjördæmis að skoða þessi mál öll og vinna að þeim,“ segir Gísli. Hlaup í Skaftá Tengdar fréttir Brúin yfir Eldvatn stendur á lyginni einni Skaftá hefur haldið áfram að grafa undan undirstöðum hennar í dag og landið í kringum hana hefur sigið. 4. október 2015 19:38 Kolsvartur beljandi sem aldrei fyrr Skaftárhlaupið er það lang stærsta sem mælingar ná til frá 1955. Ljóst að skemmdir að grónu landi eru tilfinningarlega. bændur hafa orðið fyrir miklu tjóni óttast heimamenn. Mannvirki stóðust vatnsflauminn. 3. október 2015 08:00 „Þetta er alltaf að síga á ógæfuhliðina“ Miklar skemmdir hafa orðið á brúm, túnum og vegum vegna Skaftárhlaupsins. Þjóðvegur eitt er enn opinn þó vatn flæði víða beggja vegna við hann. Lögreglan er með viðbúnað ef til þess kemur að það þurfi að loka veginum síðar í dag eða á morgun. 3. október 2015 11:09 Mest lesið Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Ozzy Osbourne allur Erlent Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Innlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Fleiri fréttir Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Sjá meira
Ekki er ljóst hvort að bændur fái tjón vegna Skaftárhlaups bætt en lög um Viðlagatryggingu Íslands eiga ekki við um tjón sem hlýst af völdum hlaupa sem teljast til reglubundinna flóða úr ám, lækjum, sjó eða vötnum. Það gæti því komið til kasta Bjargráðasjóðs sem er er í eigu ríkisins og Bændasamtaka Íslands en bændur þurfa að sækja um hjá sjóðnum vilji þeir fá tjón bætt. Sigurgeir B. Hreinsson, stjórnarformaður sjóðsins, segir ýmislegt benda til þess að bændur geti fengið eitthvað af tjóninu bætt í gegnum Bjargráðasjóð en þó sé of snemmt að segja til um það. „Þetta er í raun stóráfallasjóður og það er talsverð eigin áhætta sem taka þarf tillit til. Hins vegar er það hlutverk sjóðsins að veita einstaklingum og félögum fjárhagsaðstoð verði þeir fyrir meiriháttar tjóni vegna nátttúruhamfara, en þetta er alfarið tengt landbúnaði. Skemmdir á ræktarlandi geta til að mynda fallið undir þetta sem og skemmdir á girðingum og rafmagnslínum,“ segir Sigurgeir og vísar í lög um Bjargráðasjóð. „Þetta eru ekkert annað en náttúruhamfarir“ Hann bendir á að tjón vegna flóða hafi hingað til ekki verið eins stórfellt eins og nú virðist vera en ítrekar þó að meta þurfi tjónið þegar það verður hægt og sjá hvort það falli undir reglur sjóðsins. Gísli Halldór Magnússon, bóndi á Ytri-Ásum, furðar sig á því að lög um viðlagatryggingu nái ekki til tjóns sem verður vegna jökulhlaups.„Af hverju bætir viðlagatrygging þetta ekki eins og öskutjón? Þetta eru ekkert annað en náttúruhamfarir. Hér hefur orðið gífurlegt landbrot og eyðing auk þess sem það er mikill framburður sem fylgir þessu. Það mun valda sandfoki og leirmekki sem er kannski erfitt að koma í veg fyrir en engu að síður mætti bæta í fyrirhleðslur hérna. Ég skora bara á þingmenn Suðurkjördæmis að skoða þessi mál öll og vinna að þeim,“ segir Gísli.
Hlaup í Skaftá Tengdar fréttir Brúin yfir Eldvatn stendur á lyginni einni Skaftá hefur haldið áfram að grafa undan undirstöðum hennar í dag og landið í kringum hana hefur sigið. 4. október 2015 19:38 Kolsvartur beljandi sem aldrei fyrr Skaftárhlaupið er það lang stærsta sem mælingar ná til frá 1955. Ljóst að skemmdir að grónu landi eru tilfinningarlega. bændur hafa orðið fyrir miklu tjóni óttast heimamenn. Mannvirki stóðust vatnsflauminn. 3. október 2015 08:00 „Þetta er alltaf að síga á ógæfuhliðina“ Miklar skemmdir hafa orðið á brúm, túnum og vegum vegna Skaftárhlaupsins. Þjóðvegur eitt er enn opinn þó vatn flæði víða beggja vegna við hann. Lögreglan er með viðbúnað ef til þess kemur að það þurfi að loka veginum síðar í dag eða á morgun. 3. október 2015 11:09 Mest lesið Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Ozzy Osbourne allur Erlent Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Innlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Fleiri fréttir Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Sjá meira
Brúin yfir Eldvatn stendur á lyginni einni Skaftá hefur haldið áfram að grafa undan undirstöðum hennar í dag og landið í kringum hana hefur sigið. 4. október 2015 19:38
Kolsvartur beljandi sem aldrei fyrr Skaftárhlaupið er það lang stærsta sem mælingar ná til frá 1955. Ljóst að skemmdir að grónu landi eru tilfinningarlega. bændur hafa orðið fyrir miklu tjóni óttast heimamenn. Mannvirki stóðust vatnsflauminn. 3. október 2015 08:00
„Þetta er alltaf að síga á ógæfuhliðina“ Miklar skemmdir hafa orðið á brúm, túnum og vegum vegna Skaftárhlaupsins. Þjóðvegur eitt er enn opinn þó vatn flæði víða beggja vegna við hann. Lögreglan er með viðbúnað ef til þess kemur að það þurfi að loka veginum síðar í dag eða á morgun. 3. október 2015 11:09