Von Miller, einn öflugasti varnarmaður Denver Broncos, var í dag sektaður um 11.567 dollara, tæplega 1,5 milljón íslenskra króna fyrir fagnaðarlæti sín eftir að hafa fellt leikstjórnanda Kansas City Chiefs í leik liðanna á dögunum.
NFL-deildin tekur harkalega á því að leikmenn liðanna séu að strá salti í sár andstæðinganna og geta leikmenn sem sýna af sér slík tilbrigði átt von á refsingum, jafnvel fjársektum.
Von Miller fagnaði með sérstökum dans eftir að hafa náð að fella Alex Smith í leik liðanna á dögunum og hefur NFL-deildin ákveðið að sekta hann fyrir danssporin.

