Stjarnan tryggði sér sæti í úrslitum Lengjubikarsins í körfuknattleik í kvöld með 91-81 sigri á nýliðum FSu á Selfossi í kvöld.
Stjarnan náði undirtökunum strax í fyrsta leikhluta og leiddi í hálfleik 50-39 en leikmönnum FSu tókst að minnka muninn niður í tíu stig í þriðja leikhluta.
Leikmönnum FSu tókst að koma forskotinu niður í átta stig í fjórða leikhluta en lengra komust þeir ekki og vann Stjarnan að lokum sanngjarnan sigur.
Justin Shouse var atkvæðamestur í liði Stjörnunnar með 24 stig en Al'lonzo Coleman bauð upp á tvöfalda tvennu með 19 stig/12 fráköst og þá var Marvin Valdimarsson öflugur með 17 stig.
Í liði heimamanna í FSu sem eru nýliðar í Dominos-deild karla í vetur var Christopher Anderson stigahæstur með 24 stig ásamt því að taka 8 fráköst. Næstur í liði FSu kom Ari Gylfason með 21 stig.
Stjarnan sló út nýliðana í undanúrslitum Lengjubikarsins
Kristinn Páll Teitsson skrifar

Mest lesið



Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna
Enski boltinn

Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby
Íslenski boltinn



Íþróttamaður HK til liðs við ÍA
Íslenski boltinn


