Forráðamenn NFL-deildarinnar gátu fagnað ansi áhugaverðum tímamótum í gær en í fyrsta sinn frá því 2009 var enginn leikmaður deildarinnar handtekinn í einum mánuði.
Undanfarin ár hafa leikmenn NFL-deildarinnar verið ítrekað handteknir við hluti á borð við ölvunarakstur, kannabisneyslu og heimilisofbeldi, bæði á meðan tímabilinu stendur sem og þegar leikmenn eru í fríi.
Þar að auki var þetta í fyrsta sinn í 15 ár sem enginn leikmaður var handtekinn í mánuði sem NFL-tímabilið stóð yfir en tímabilið hefst í september og lýkur í febrúar.
