Stuðningsmenn íslenska landsliðsins geta byrjað að kaupa miða á leiki liðsins á EM í Frakklandi 17. desember næstkomandi.
Þetta kom fram í máli Ómars Smárasonar, fjölmiðlafulltrúa KSÍ, á blaðamannafundi í höfuðstöðvum knattspyrnusambandsins í dag þar sem landsliðshópurinn fyrir leikina gegn Lettlandi og Tyrklandi í undankeppni EM var tilkynntur.
„Glugginn til að sækja um miða á leiki Íslands hefst 17. desember,“ sagði Ómar en dregið verður í riðla fimm dögum fyrr, eða 12. desember. Miðasalan fer fram á heimasíðu UEFA, uefa.com.
„Hægt verður að sækja um miða á alla leiki Íslands á EM, burtséð frá því hversu langt liðið nær.
„Íslenskir stuðningsmenn hafa forgang á miðum á okkar leiki. Við eigum 6000 tryggða miða á okkar leiki og allt að 20% sætafjölda á hverjum leikvangi er tileinkaður stuðningsmönnum okkar liðs. Þannig það fer eftir stærð leikvangsins hversu marga miða við fáum í heildina. Hver og einn getur sótt um fjóra miða per leik.
„Við vonum að þetta dugi fyrir þær þúsundir Íslendinga sem að streyma til Frakklands,“ bætti Ómar við.
Miðasala á EM hefst 17. desember

Tengdar fréttir

Hólmar Örn inn í landsliðshópinn fyrir Rúnar Má
Lars Lagerbäck og Heimir Hallgrímsson tilkynntu í dag íslenska landsliðshópinn sem mætir Lettlandi og Tyrklandi í tveimur síðustu leikjunum í A-riðli undankeppni EM 2016.

Stefnt að 7-8 vináttulandsleikjum fyrir EM
Landsliðsþjálfararnir Lars Lagerbäck og Heimir Hallgrímsson vonast til að fá 7-8 vináttulandsleiki fram að lokakeppni EM 2016 í Frakklandi.

Ísland gæti komist upp í 3. styrkleikaflokk
Líklegast þykir að Ísland verði í fjórða og neðsta styrkleikaflokki þegar dregið verður í riðla fyrir EM 2016 í Frakklandi.