Ísland gæti komist upp í 3. styrkleikaflokk Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 2. október 2015 15:03 Lars og Heimir þakka áhorfendum á Laugardalsvelli fyrir stuðninginn eftir að Ísland tryggði sér sæti á EM. vísir/vilhelm Líklegast þykir að Ísland verði í fjórða og neðsta styrkleikaflokki þegar dregið verður í riðla fyrir EM 2016 í Frakklandi. Drátturinn fer fram í París 12. desember næstkomandi en leikið verður í sex fjögurra liða riðlum. Tvö efstu liðin í hverjum riðli komast áfram í 16-liða úrslit sem og þau fjögur lið sem eru með bestan árangur í 3. sæti riðlanna. Með góðum úrslitum í síðustu tveimur leikjunum í undankeppni EM sem framundan eru, gegn Lettlandi og Tyrklandi, og hagstæðum úrslitum í öðrum leikjum gæti Ísland komist upp í 3. styrkleikaflokk.Sjá einnig: Stefnt að 7-8 vináttulandsleikjum fyrir EM Lars Lagerbäck, annar landsliðsþjálfara Íslands, sagði á blaðamannafundi í höfuðstöðvum KSÍ í dag, þegar landsliðshópurinn fyrir leikina gegn Lettlandi og Tyrklandi var tilkynntur, að liðið hefði mikla hvatningu til að vinna leikina tvo, þrátt fyrir að EM-sætið sé þegar tryggt. „Fyrsta markmiðið er það sama og alltaf, að vinna leikina, og svo er það mikilvægt fyrir okkur að vinna leikina til að reyna að komast upp um styrkleikaflokk. Við erum í erfiðri stöðu en þetta ræðst á okkar úrslitum og hvaða lið komast á EM,“ sagði Lars. Fyrri leikurinn í þessum landsleikjatvíhöfða er gegn Lettlandi á Laugardalsvelli 10. október. Þremur dögum síðar leikur Ísland lokaleik sinn í riðlinum gegn Tyrklandi í borginni Konya. Leikurinn gæti skipt miklu máli fyrir Tyrki sem eru í mikilli baráttu við Holland um 3. sætið í riðlinum sem gefur annað hvort sæti á EM eða í umspili um sæti í lokakeppninni. Tyrkir, sem eru í 3. sætinu fyrir tvo síðustu leikina, mæta Tékkum í fyrri leiknum á meðan Hollendingar sækja Kasakstan heim. Lars segir að íslenska liðið verði að leggja sig allt fram í leiknum við Tyrkland og sýna andstæðingnum virðingu. „Ef Tyrkland og Holland eru enn í baráttu um 3. sætið verðum við hafa háttvísi í huga í undirbúningi okkar og frammistöðu í þeim leik,“ sagði Lars og bætti við að tyrkneskir fjölmiðlar hefðu eflaust mikinn áhuga á því hvernig íslenska liðið ætlaði að nálgast leikinn. EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Fótbolti Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Fótbolti Mátti ekki kaupa íbúð Babe Ruth Sport Dagskráin í dag: Golf og aftur golf Sport Hneig niður tvisvar á risamóti í golfi Golf Viðurkenndi sök og má ekki keppa í CrossFit í fjögur ár Sport Wenger á allt annarri skoðun en Klopp Fótbolti Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Enski boltinn „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Fótbolti Fleiri fréttir „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Ísak Snær lánaður til Lyngby Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Wenger á allt annarri skoðun en Klopp United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Skýrsla Arons: Stórum spurningum þarf að svara „Þegar við spilum svona þá uppskerum við yfirleitt“ Sveindís: Maður vinnur ekki leiki nema að skora mörk „Það var köld tuska í andlitið“ Dagný: Veit ekkert hvað ég er að fara að gera Uppgjörið: Valur - Flora 3-0 | Valsmenn í góðri stöðu Vill halda áfram: „Tel mig hafa getuna í það“ Einkunnir Íslands: Sveindís langbest Dramatískt jafntefli sendir heimakonur í átta liða úrslit Ítalskur deildarleikur í Ástralíu í febrúar? „Við erum að gera eitthvað rétt“ Þrjár breytingar: Katla fær stórt tækifæri í lokaleik Íslands á EM Uppgjörið: Malisheva - Víkingur 0-1 | Fagleg frammistaða hjá Víkingum Uppgjör: Ísland - Noregur 3-4 | Daufur endir á slöppu ævintýri Myndaveisla: Íslensk yfirtaka í Thun og vonast eftir fyrsta sigrinum Á góðum stað fyrir mikil átök Fjórir eru tveimur leikjum frá því að vinna sjö titla á einu ári Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Valdi Ísland fram yfir Noreg: „Ég er meiri Íslendingur“ EM í dag: Hungur í sigur, þreytandi vörður og næstum stærsta skúbb mótsins „Miklu skemmtilegra að vera í þessari baráttu“ Sjá meira
Líklegast þykir að Ísland verði í fjórða og neðsta styrkleikaflokki þegar dregið verður í riðla fyrir EM 2016 í Frakklandi. Drátturinn fer fram í París 12. desember næstkomandi en leikið verður í sex fjögurra liða riðlum. Tvö efstu liðin í hverjum riðli komast áfram í 16-liða úrslit sem og þau fjögur lið sem eru með bestan árangur í 3. sæti riðlanna. Með góðum úrslitum í síðustu tveimur leikjunum í undankeppni EM sem framundan eru, gegn Lettlandi og Tyrklandi, og hagstæðum úrslitum í öðrum leikjum gæti Ísland komist upp í 3. styrkleikaflokk.Sjá einnig: Stefnt að 7-8 vináttulandsleikjum fyrir EM Lars Lagerbäck, annar landsliðsþjálfara Íslands, sagði á blaðamannafundi í höfuðstöðvum KSÍ í dag, þegar landsliðshópurinn fyrir leikina gegn Lettlandi og Tyrklandi var tilkynntur, að liðið hefði mikla hvatningu til að vinna leikina tvo, þrátt fyrir að EM-sætið sé þegar tryggt. „Fyrsta markmiðið er það sama og alltaf, að vinna leikina, og svo er það mikilvægt fyrir okkur að vinna leikina til að reyna að komast upp um styrkleikaflokk. Við erum í erfiðri stöðu en þetta ræðst á okkar úrslitum og hvaða lið komast á EM,“ sagði Lars. Fyrri leikurinn í þessum landsleikjatvíhöfða er gegn Lettlandi á Laugardalsvelli 10. október. Þremur dögum síðar leikur Ísland lokaleik sinn í riðlinum gegn Tyrklandi í borginni Konya. Leikurinn gæti skipt miklu máli fyrir Tyrki sem eru í mikilli baráttu við Holland um 3. sætið í riðlinum sem gefur annað hvort sæti á EM eða í umspili um sæti í lokakeppninni. Tyrkir, sem eru í 3. sætinu fyrir tvo síðustu leikina, mæta Tékkum í fyrri leiknum á meðan Hollendingar sækja Kasakstan heim. Lars segir að íslenska liðið verði að leggja sig allt fram í leiknum við Tyrkland og sýna andstæðingnum virðingu. „Ef Tyrkland og Holland eru enn í baráttu um 3. sætið verðum við hafa háttvísi í huga í undirbúningi okkar og frammistöðu í þeim leik,“ sagði Lars og bætti við að tyrkneskir fjölmiðlar hefðu eflaust mikinn áhuga á því hvernig íslenska liðið ætlaði að nálgast leikinn.
EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Fótbolti Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Fótbolti Mátti ekki kaupa íbúð Babe Ruth Sport Dagskráin í dag: Golf og aftur golf Sport Hneig niður tvisvar á risamóti í golfi Golf Viðurkenndi sök og má ekki keppa í CrossFit í fjögur ár Sport Wenger á allt annarri skoðun en Klopp Fótbolti Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Enski boltinn „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Fótbolti Fleiri fréttir „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Ísak Snær lánaður til Lyngby Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Wenger á allt annarri skoðun en Klopp United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Skýrsla Arons: Stórum spurningum þarf að svara „Þegar við spilum svona þá uppskerum við yfirleitt“ Sveindís: Maður vinnur ekki leiki nema að skora mörk „Það var köld tuska í andlitið“ Dagný: Veit ekkert hvað ég er að fara að gera Uppgjörið: Valur - Flora 3-0 | Valsmenn í góðri stöðu Vill halda áfram: „Tel mig hafa getuna í það“ Einkunnir Íslands: Sveindís langbest Dramatískt jafntefli sendir heimakonur í átta liða úrslit Ítalskur deildarleikur í Ástralíu í febrúar? „Við erum að gera eitthvað rétt“ Þrjár breytingar: Katla fær stórt tækifæri í lokaleik Íslands á EM Uppgjörið: Malisheva - Víkingur 0-1 | Fagleg frammistaða hjá Víkingum Uppgjör: Ísland - Noregur 3-4 | Daufur endir á slöppu ævintýri Myndaveisla: Íslensk yfirtaka í Thun og vonast eftir fyrsta sigrinum Á góðum stað fyrir mikil átök Fjórir eru tveimur leikjum frá því að vinna sjö titla á einu ári Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Valdi Ísland fram yfir Noreg: „Ég er meiri Íslendingur“ EM í dag: Hungur í sigur, þreytandi vörður og næstum stærsta skúbb mótsins „Miklu skemmtilegra að vera í þessari baráttu“ Sjá meira