Flóttafólki vísað aftur til Ítalíu þó aðstæður þar séu óviðunandi Jóhann Óli Eiðsson skrifar 1. október 2015 20:31 Flóttamaður fær sér matarbita í flóttamannabúðum skammt frá Róm. vísir/epa Hæstiréttur staðfesti í dag niðurstöðu Héraðsdóms Reykjavíkur þess efnis að tveimur hælisleitendum skuli vísað úr landi. Verða þeir sendir aftur til Ítalíu, þaðan sem þeir komu, á grundvelli Dyflinarreglugerðarinnar. „Ég er náttúrulega hvorki sáttur með niðurstöðuna né röksemd Hæstaréttar fyrir henni,“ segir Ragnar Aðalsteinsson en hann flutti málin fyrir hönd fólksins. Hann sagði að málin væru að hluta til tæknilegs eðlis en einnig hefði hann byggt á breyttum aðstæðum á Ítalíu.Ragnar Aðalsteinsson hæstaréttarlögmaðurHæstiréttur skautaði fram hjá röksemdunum Tæknilegi þáttur málsins snýr að því hvort stjórnvöld hafi gætt að svokölluðum sex mánaða fresti er ákvörðun var tekin um að endursenda fólkið. Almenna reglan er sú að ef ekki er ákveðið að fresta réttaráhrifunum þá renni fresturinn út og ekki sé hægt að senda fólkið aftur til þess lands sem það kom frá. Á Íslandi eru engin klár lagaákvæði þessa efnis en þó er að finna ákvæði í stjórnsýslulögum sem segja að ef sótt er um slíka frestun beri stjórnvöldum að svara því eins fljótt og unnt er. „Hæstiréttur tekur hins vegar þá afstöðu að það að sækja um slíka frestun jafngildi því að fá frestinn þó að slíka heimild sé hvergi að sjá í lögunum. Dómurinn sniðgekk það að svara þessu álitaefni en afleiðingarnar af því eru að þeir sem sækja um slíka frestun, og fá ekkert svar, geta búist við því að vera sóttir hvern morgun og sendir til baka,“ segir Ragnar. Annar maðurinn sem vísað var úr landi í dag er Ganverji en hinn er samkynhneigður Nígeríumaður. Verði sá síðari sendur aftur til heimalandsins getur hann búist við því að vera refsað fyrir kynhneigð sína en refsingar geta verið fangelsisvist eða í versta falli dauðarefsing. Toshiki Toma, prestur innflytjenda á Íslandi, birti fyrr á þessu ári grein þar sem hann hvetur stjórnvöld til að senda mennina ekki úr landi á grundvelli Dyflinarreglugerðarinnar.Stjórnvöld ákveði að vísa mönnunum ekki á brott „Hin ástæðan er auðvitað sú að Hæstiréttur byggir niðurstöðu sína á því að fólkið fái réttláta málsmeðferð á Ítalíu en aðstæður þar hafa einfaldlega snarbreyst á síðustu vikum,“ segir Ragnar. „Evrópusambandið ákvað fyrir skemmstu að fjarlæga hátt í hundraðþúsund flóttamenn frá Ítalíu vegna þess að aðstæður þar eru einfaldlega óviðunandi. Hæstiréttur byggir hins vegar á sínum gögnum en þau eru frá því í janúar.“ Mennirnir tveir geta búist við því að vera sendir úr landi hvenær sem er á næstu dögum. Annar þeirra hefur náð að festa rætur hér, að sögn Ragnars, og er í starfi hér á landi. „Það virðist engin áhrif hafa á dómstólinn.“ „Mér finnst að stjórnvöld ættu að taka þá prinsipp afstöðu að senda mennina ekki úr landi aftur til Ítalíu enda er ljóst að aðstæður þar eru óboðlegar. Það er það eina rétta í stöðunni,“ segir Ragnar að lokum. Flóttamenn Tengdar fréttir Kerfi sem étur manneskjur á flótta Dyflinnarreglugerðin byggist ekki á mannréttindum. Hún byggist á pólitík og hentugleika Evrópuríkjanna. 27. apríl 2015 12:12 Mest lesið Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Innlent Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Rekstur hestaleigu stöðvaður Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Erlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Fleiri fréttir Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Sjá meira
Hæstiréttur staðfesti í dag niðurstöðu Héraðsdóms Reykjavíkur þess efnis að tveimur hælisleitendum skuli vísað úr landi. Verða þeir sendir aftur til Ítalíu, þaðan sem þeir komu, á grundvelli Dyflinarreglugerðarinnar. „Ég er náttúrulega hvorki sáttur með niðurstöðuna né röksemd Hæstaréttar fyrir henni,“ segir Ragnar Aðalsteinsson en hann flutti málin fyrir hönd fólksins. Hann sagði að málin væru að hluta til tæknilegs eðlis en einnig hefði hann byggt á breyttum aðstæðum á Ítalíu.Ragnar Aðalsteinsson hæstaréttarlögmaðurHæstiréttur skautaði fram hjá röksemdunum Tæknilegi þáttur málsins snýr að því hvort stjórnvöld hafi gætt að svokölluðum sex mánaða fresti er ákvörðun var tekin um að endursenda fólkið. Almenna reglan er sú að ef ekki er ákveðið að fresta réttaráhrifunum þá renni fresturinn út og ekki sé hægt að senda fólkið aftur til þess lands sem það kom frá. Á Íslandi eru engin klár lagaákvæði þessa efnis en þó er að finna ákvæði í stjórnsýslulögum sem segja að ef sótt er um slíka frestun beri stjórnvöldum að svara því eins fljótt og unnt er. „Hæstiréttur tekur hins vegar þá afstöðu að það að sækja um slíka frestun jafngildi því að fá frestinn þó að slíka heimild sé hvergi að sjá í lögunum. Dómurinn sniðgekk það að svara þessu álitaefni en afleiðingarnar af því eru að þeir sem sækja um slíka frestun, og fá ekkert svar, geta búist við því að vera sóttir hvern morgun og sendir til baka,“ segir Ragnar. Annar maðurinn sem vísað var úr landi í dag er Ganverji en hinn er samkynhneigður Nígeríumaður. Verði sá síðari sendur aftur til heimalandsins getur hann búist við því að vera refsað fyrir kynhneigð sína en refsingar geta verið fangelsisvist eða í versta falli dauðarefsing. Toshiki Toma, prestur innflytjenda á Íslandi, birti fyrr á þessu ári grein þar sem hann hvetur stjórnvöld til að senda mennina ekki úr landi á grundvelli Dyflinarreglugerðarinnar.Stjórnvöld ákveði að vísa mönnunum ekki á brott „Hin ástæðan er auðvitað sú að Hæstiréttur byggir niðurstöðu sína á því að fólkið fái réttláta málsmeðferð á Ítalíu en aðstæður þar hafa einfaldlega snarbreyst á síðustu vikum,“ segir Ragnar. „Evrópusambandið ákvað fyrir skemmstu að fjarlæga hátt í hundraðþúsund flóttamenn frá Ítalíu vegna þess að aðstæður þar eru einfaldlega óviðunandi. Hæstiréttur byggir hins vegar á sínum gögnum en þau eru frá því í janúar.“ Mennirnir tveir geta búist við því að vera sendir úr landi hvenær sem er á næstu dögum. Annar þeirra hefur náð að festa rætur hér, að sögn Ragnars, og er í starfi hér á landi. „Það virðist engin áhrif hafa á dómstólinn.“ „Mér finnst að stjórnvöld ættu að taka þá prinsipp afstöðu að senda mennina ekki úr landi aftur til Ítalíu enda er ljóst að aðstæður þar eru óboðlegar. Það er það eina rétta í stöðunni,“ segir Ragnar að lokum.
Flóttamenn Tengdar fréttir Kerfi sem étur manneskjur á flótta Dyflinnarreglugerðin byggist ekki á mannréttindum. Hún byggist á pólitík og hentugleika Evrópuríkjanna. 27. apríl 2015 12:12 Mest lesið Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Innlent Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Rekstur hestaleigu stöðvaður Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Erlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Fleiri fréttir Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Sjá meira
Kerfi sem étur manneskjur á flótta Dyflinnarreglugerðin byggist ekki á mannréttindum. Hún byggist á pólitík og hentugleika Evrópuríkjanna. 27. apríl 2015 12:12