Roy Hodgson, þjálfari enska karlalandsliðsins í fótbolta, hefur valið leikmannahóp sinn fyrir tvo síðustu leiki Englendinga í undankeppni EM 2016 en þar mætir England Eistlandi og Litháen.
Enska landsliðið er eins og íslenska landsliðið búið að tryggja sér þáttökurétt í úrslitakeppninni í Frakkland þrátt fyrir að tvær umferðir séu eftir.
Hodgson valdi tvo nýliða í hópinn en það eru þeir Dele Alli hjá Tottenham og Danny Ings hjá Liverpool. Framherjinn Danny Ings hefur skorað 2 mörk í 6 leikjum á fyrsta tímabili sínu með Liverpool en miðjumaðurinn Dele Alli hefur unnið sér sæti í aðlliði Tottenham.
Daniel Sturridge er byrjaður að spila með Liverpool og skoraði tvö mörk á móti Aston Villa en Roy Hodgson ákvað að bíða með að velja hann í landsliðið til að gefa honum tækifæri að halda álaginu í skefjum nú þegar hann er að snúa aftur eftir leiðinleg meiðsli.
Ryan Bertrand hjá Southampton, Phil Jones hjá Manchester United og Liverpool-maðurinn Adam Lallana kom allir aftur inn í hópinn eftir meiðsli.
Wayne Rooney, fyrirliði Manchester United og enska landsliðsins, er á sínum stað en hann bætti markamet enska landsliðsins í síðasta verkefni og varð þá sá fyrsti til að skora 50 mörk fyrir enska karlalandsliðið í fótbolta.
Leikmannahópur Englendinga:
Markverðir:
Jack Butland (Stoke City), Joe Hart (Manchester City), Tom Heaton (Burnley)
Varnarmenn:
Ryan Bertrand (Southampton), Gary Cahill (Chelsea), Nathaniel Clyne (Liverpool), Kieran Gibbs (Arsenal), Phil Jagielka (Everton), Phil Jones (Manchester United), Chris Smalling (Manchester United), John Stones (Everton).
Miðjumenn:
Dele Alli (Tottenham Hotspur), Ross Barkley (Everton), Michael Carrick (Manchester United), Adam Lallana (Liverpool), James Milner (Liverpool), Alex Oxlade-Chamberlain (Arsenal), Jonjo Shelvey (Swansea City), Raheem Sterling (Manchester City)
Framherjar:
Danny Ings (Liverpool), Harry Kane (Tottenham Hotspur), Wayne Rooney (Manchester United), Jamie Vardy (Leicester City), Theo Walcott (Arsenal).
Liverpool-maður annar tveggja nýliða í enska landsliðinu
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið





„Að lokum var það betra liðið sem vann“
Körfubolti


Tatum með slitna hásin
Körfubolti

Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta
Íslenski boltinn

Man City sagt hafa lagt fram „mega“ tilboð í Wirtz
Enski boltinn

Þór komið áfram eftir öruggan sigur á Suðurlandi
Íslenski boltinn