Forsala á Star Wars:The Force Awakens hefst á morgun
Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Aðdáendur myndanna geta vart beðið eftir að sjá þessa sjón á bíótjaldinuSkjáskot
Á morgun hefst forsala á Star Wars: The Force Awakens. Nýjustu myndarinnar í þessum mikla sagnabálki hefur verið beðið með mikilli eftirvæntingu frá því að tilkynnt var að endurnýja ætti kynnin við gamlar hetjur á borð við Han Solo, Luke og Leiu Skywalker.
Myndin verður frumsýnd þann 16. desember og á morgun hefst forsala á sýninguna, tæpum tveimur mánuðum áður en myndin verður sýnd. Forsalan hefst á hádegi og því geta þeir allra spenntustu örlítið slegið á spenninginn.