Opið bréf til félags- og húsnæðismálaráðherra Ellen Calmon skrifar 19. október 2015 07:00 Við hjá Öryrkjabandalagi Íslands höfum ítrekað lýst yfir miklum áhyggjum af stöðu einstaklinga sem búa við skertar greiðslur almannatrygginga vegna fyrri búsetu erlendis. Þessir einstaklingar fá aðeins hlutfall af lífeyri almannatrygginga og oftast engar greiðslur erlendis frá. Því þurfa þeir að reiða sig á heildartekjur sem eru langt undir öllum tekjuviðmiðum, þar með talið framfærsluviðmiðum skv. lögum um félagslega aðstoð. Á árinu 2012 voru 33 örorkulífeyrisþegar með heildartekjur undir 80.000 kr. Við teljum að á þessu vandamáli þurfi að taka með heildstæðum hætti, en hér er lögð til lausn á brýnasta vanda þessa hóps. Um er að ræða aðgerð sem hægt er að framkvæma strax þrátt fyrir að enn sé unnið að endurskoðun almannatrygginga. Við teljum þörf á tafarlausu inngripi stjórnvalda. Ætlað að tryggja skilgreinda lágmarksframfærsluLög nr. 99/2007 um félagslega aðstoð hafa meðal annars það hlutverk að tryggja að heildartekjur lífeyrisþega séu ekki undir ákveðnum skilgreindum framfærsluviðmiðum, en fyrir árið 2015 eru þessi viðmið kr. 193.962 án heimilisuppbótar og kr. 225.070 með heimilisuppbót. Sérstök framfærsluuppbót er greidd til lífeyrisþega með heildartekjur undir ofangreindum framfærsluviðmiðum til þess að heildartekjur þeirra nái þessum viðmiðum. Í svari þáverandi félags- og tryggingamálaráðherra við fyrirspurn um lágmarksframfærslu segir að með lögfestingu ákvæðis um sérstaka uppbót til framfærslu væri öllum lífeyrisþegum tryggð samkvæmt lögum ákveðin lágmarksfjárhæð til framfærslu á mánuði. Skv. frétt á heimasíðu TR, dags. 13.9.2012, var það gert sökum þess að það var „mat manna að bótaflokkar almannatryggingakerfisins nægðu ekki til framfærslu lífeyrisþega?…“. Framkvæmd ákvæðisins hefur þó verið með þeim hætti að sérstök uppbót til framfærslu lífeyrisþega hefur verið skert á grundvelli fyrri búsetu erlendis með sama hætti og aðrir bótaflokkar, þvert gegn tilgangi þess. Búsetuskerðing sérstakrar framfærsluuppbótar byggir einungis á reglugerðarákvæði. Peningarnir eru tilVið samanburð á fjárlögum ársins 2014, þar sem áætlaðar voru 2.687,6 milljónir króna fyrir liðinn „sérstök uppbót lífeyrisþega“, og svo útgjöldum Tryggingastofnunar ríkisins (TR) vegna liðarins, má sjá að TR nýtti einungis 2.196 milljónir króna. Því var fjárlagaliðurinn ekki að fullu nýttur þrátt fyrir augljósa þörf þeirra sem málið varðar. Eftir stóðu 491,6 milljónir sem hefði klárlega mátt nýta í þeirra þágu. Leið til lausnarÞað er á ábyrgð stjórnvalda að tryggja öllum viðunandi lífskjör. Leiðin til lausnar er í sjálfu sér mjög einföld. Hún felur í sér að lögunum verði aftur beitt í samræmi við tilgang þeirra og að umrætt reglugerðarákvæði (3. mgr. 15. gr. reglugerðar nr. 1052/2009) verði fellt úr gildi. Umrædd lausn leysir vanda einstaklinga sem búa við afar bág kjör vegna lágra tekna. Ráðherra er hér með hvattur til þess að taka af skarið í þessu máli og bæta úr þessu fyrir aðra umræðu fjárlaga 2016. Nú stendur ÖBÍ fyrir undirskriftasöfnun þar sem allir 18 ára og eldri eru hvattir til að skora á stjórnvöld að fullgilda samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks á haustþingi 2015. Samningurinn er leiðarvísir að því hvernig tryggja skal fötluðu fólki mannréttindi og tækifæri til jafns við aðra í lífinu og gera því þannig kleift að vera virkir þátttakendur í samfélaginu. Tryggjum öllum jafnan rétt og skrifum undir á www.obi.is. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ellen Jacqueline Calmon Mest lesið Íslenskur Pútínismi Diana Burkot,Nadya Tolokonnikova Skoðun Ísland fyrst svo…hvað? Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Hinsegin ungmenni í Hafnarfirði mæta afgangi Óskar Steinn Ómarsson Skoðun Hræðilegar aðstæður geta breytt manni til hins betra! Kristján Hafþórsson Skoðun Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð Skoðun Samtökin 22 eru ekki í okkar nafni Hópur samkynhneigðra Skoðun Stöndum saman um félagshyggju og frið Hópur félagshyggjufólks Skoðun Framtíð Framsóknar byrjar í grasrótinni Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Af hverju eru Íslendingar svona feitir? Einar Baldvin Árnason Skoðun Þegar skynjun ráðherra verður að lögum Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ísland fyrst svo…hvað? Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hræðilegar aðstæður geta breytt manni til hins betra! Kristján Hafþórsson skrifar Skoðun Hinsegin ungmenni í Hafnarfirði mæta afgangi Óskar Steinn Ómarsson skrifar Skoðun Framtíð Framsóknar byrjar í grasrótinni Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Stöndum saman um félagshyggju og frið Hópur félagshyggjufólks skrifar Skoðun Af hverju eru Íslendingar svona feitir? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Íslenskur Pútínismi Diana Burkot,Nadya Tolokonnikova skrifar Skoðun Félagsráðgjafar lykilaðilar í stuðningi við geðheilbrigði Steinunn Bergmann skrifar Skoðun Skemmtilegri borg Skúli Helgason skrifar Skoðun Drögum úr svifryksmengun frá umferð heilsunnar vegna Þröstur Þorsteinsson skrifar Skoðun Að fara í stríð við sjálfan sig Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Þú hengir ekki bakara fyrir smið Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvaða menntakerfi kæri þingmaður? Hermann Austmar skrifar Skoðun Friðarfundur utanríkisráðherra Íslands og Palestínu og leiðtogablæti Júlíus Valsson skrifar Skoðun Nýtt Reykjavíkurmódel í leikskólamálum Andri Reyr Haraldsson,Óskar Hafnfjörð Gunnarsson skrifar Skoðun Móðurást, skömm og verkjalyf Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Framsókn sem þjónar fólki, ekki kerfum Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Samfélagsmiðlar og ósýnilegu börnin Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ég þori að veðja Jóhann Karl Ásgeirsson Gígja skrifar Skoðun Munum eftir baráttu kvenna alltaf og alls staðar Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Verkfærið sem vantar í fjármálastjórnun sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Að klúðra með stæl í tilefni alþjóðlega Mistakadagsins Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kvartað yfir erlendum aðilum? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar skynjun ráðherra verður að lögum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Frá torfkofum til tækifæra Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Rétthafar framtíðarinnar Erna Mist skrifar Skoðun Er íslenskt samfélag barnvænt? Salvör Nordal skrifar Skoðun Ákall til forsætisráðherra - konur í skugga heilbrigðiskerfisins Auður Gestsdóttir skrifar Sjá meira
Við hjá Öryrkjabandalagi Íslands höfum ítrekað lýst yfir miklum áhyggjum af stöðu einstaklinga sem búa við skertar greiðslur almannatrygginga vegna fyrri búsetu erlendis. Þessir einstaklingar fá aðeins hlutfall af lífeyri almannatrygginga og oftast engar greiðslur erlendis frá. Því þurfa þeir að reiða sig á heildartekjur sem eru langt undir öllum tekjuviðmiðum, þar með talið framfærsluviðmiðum skv. lögum um félagslega aðstoð. Á árinu 2012 voru 33 örorkulífeyrisþegar með heildartekjur undir 80.000 kr. Við teljum að á þessu vandamáli þurfi að taka með heildstæðum hætti, en hér er lögð til lausn á brýnasta vanda þessa hóps. Um er að ræða aðgerð sem hægt er að framkvæma strax þrátt fyrir að enn sé unnið að endurskoðun almannatrygginga. Við teljum þörf á tafarlausu inngripi stjórnvalda. Ætlað að tryggja skilgreinda lágmarksframfærsluLög nr. 99/2007 um félagslega aðstoð hafa meðal annars það hlutverk að tryggja að heildartekjur lífeyrisþega séu ekki undir ákveðnum skilgreindum framfærsluviðmiðum, en fyrir árið 2015 eru þessi viðmið kr. 193.962 án heimilisuppbótar og kr. 225.070 með heimilisuppbót. Sérstök framfærsluuppbót er greidd til lífeyrisþega með heildartekjur undir ofangreindum framfærsluviðmiðum til þess að heildartekjur þeirra nái þessum viðmiðum. Í svari þáverandi félags- og tryggingamálaráðherra við fyrirspurn um lágmarksframfærslu segir að með lögfestingu ákvæðis um sérstaka uppbót til framfærslu væri öllum lífeyrisþegum tryggð samkvæmt lögum ákveðin lágmarksfjárhæð til framfærslu á mánuði. Skv. frétt á heimasíðu TR, dags. 13.9.2012, var það gert sökum þess að það var „mat manna að bótaflokkar almannatryggingakerfisins nægðu ekki til framfærslu lífeyrisþega?…“. Framkvæmd ákvæðisins hefur þó verið með þeim hætti að sérstök uppbót til framfærslu lífeyrisþega hefur verið skert á grundvelli fyrri búsetu erlendis með sama hætti og aðrir bótaflokkar, þvert gegn tilgangi þess. Búsetuskerðing sérstakrar framfærsluuppbótar byggir einungis á reglugerðarákvæði. Peningarnir eru tilVið samanburð á fjárlögum ársins 2014, þar sem áætlaðar voru 2.687,6 milljónir króna fyrir liðinn „sérstök uppbót lífeyrisþega“, og svo útgjöldum Tryggingastofnunar ríkisins (TR) vegna liðarins, má sjá að TR nýtti einungis 2.196 milljónir króna. Því var fjárlagaliðurinn ekki að fullu nýttur þrátt fyrir augljósa þörf þeirra sem málið varðar. Eftir stóðu 491,6 milljónir sem hefði klárlega mátt nýta í þeirra þágu. Leið til lausnarÞað er á ábyrgð stjórnvalda að tryggja öllum viðunandi lífskjör. Leiðin til lausnar er í sjálfu sér mjög einföld. Hún felur í sér að lögunum verði aftur beitt í samræmi við tilgang þeirra og að umrætt reglugerðarákvæði (3. mgr. 15. gr. reglugerðar nr. 1052/2009) verði fellt úr gildi. Umrædd lausn leysir vanda einstaklinga sem búa við afar bág kjör vegna lágra tekna. Ráðherra er hér með hvattur til þess að taka af skarið í þessu máli og bæta úr þessu fyrir aðra umræðu fjárlaga 2016. Nú stendur ÖBÍ fyrir undirskriftasöfnun þar sem allir 18 ára og eldri eru hvattir til að skora á stjórnvöld að fullgilda samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks á haustþingi 2015. Samningurinn er leiðarvísir að því hvernig tryggja skal fötluðu fólki mannréttindi og tækifæri til jafns við aðra í lífinu og gera því þannig kleift að vera virkir þátttakendur í samfélaginu. Tryggjum öllum jafnan rétt og skrifum undir á www.obi.is.
Skoðun Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Friðarfundur utanríkisráðherra Íslands og Palestínu og leiðtogablæti Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Nýtt Reykjavíkurmódel í leikskólamálum Andri Reyr Haraldsson,Óskar Hafnfjörð Gunnarsson skrifar
Skoðun Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð skrifar
Skoðun Ákall til forsætisráðherra - konur í skugga heilbrigðiskerfisins Auður Gestsdóttir skrifar