Loftslagsbreytingar bæði stærsta ógnin og mesta tækifærið á norðurslóðum Sæunn Gísladóttir skrifar 19. október 2015 07:00 Dearbhla Doyle er sérfræðingur hjá Evrópusambandinu í málefnum norðurslóða. vísir/stefán Áhrif loftslagsbreytinga eru stærsta áhyggjuefni Evrópusambandsins í norðurslóðamálum. Það gætu verið mikil efnahagsleg tækifæri á norðurslóðum, meðal annars með nýjum siglingaleiðum, hins vegar verður að meta áhætturnar áður en lagt er í ný verkefni. Þetta er mat Dearbhla Doyle, sérfræðings hjá Evrópusambandinu (ESB) í norðurslóðamálum. Doyle er stödd hér á landi til að kynna norðurslóðastefnu Evrópusambandsins, en hún hefur unnið að nýrri stefnu sambandsins sem verið er að leggja lokahönd á drög að. Doyle kynnti stefnuna á fimmtudaginn á Trans Arctic Agenda ráðstefnunni, sem Rannsóknasetur um norðurslóðir við Háskóla Íslands stendur fyrir í samstarfi við Rannsóknaþing norðursins og áttunda opna þing þess. Hún kynnti hana svo einnig í Hörpu í gær á Arctic Circle ráðstefnunni. Evrópusambandið hefur látið sig málefni norðurslóða mikið varða og hefur fjárfest 1,14 milljarða evra, jafnvirði 160 milljarða íslenskra króna, til þróunar á norðurslóðasvæði Evrópusambandsins og nágrannasvæðum þess. Í sjöundu rammaáætlun sinni hefur ESB einnig fjárfest 200 milljónir evra, jafnvirði 28 milljarða íslenskra króna, til alþjóðlegs rannsóknastarfs á svæðinu. Doyle segir nýja stefnu ESB ekki vera mjög frábrugðna þeirri frá árinu 2012. Áfram verði sjónum beint að þremur sviðum: þekkingu, ábyrgð og þátttöku. Hins vegar verði lagt meira upp úr því að samtvinna stefnur ESB um málefnið. „Við erum einnig að skoða það hvernig styrkir til norðurslóða geti unnið meira með fjárfestingum meðlimaríkja á svæðinu,“ segir Doyle. Aðspurð segir Doyle loftslagsbreytingar vera bæði stærstu ógnina og mesta tækifærið fyrir ESB á norðurslóðum. Erfitt sé að meta tækifærin, mikil óvissa ríki um hvað sé að finna á svæðinu í kjölfar loftslagsbreytinga. „Það eru miklar væntingar vegna olíu og gass sem gæti verið á svæðinu. Svo eru tækifæri vegna hlýnunar vatnsins þegar kemur að fiskiafla. Það eru líka mikil tækifæri fyrir ESB vegna opnunar nýrra siglingaleiða þar sem ESB er stórt viðskiptasvæði,“ segir Doyle. Hún ítrekar að ESB fylgi varúðarreglum á svæðinu og að mikilvægt sé að sýna nærgætni. Því hafi ESB dregið verulega úr leit á svæðinu, þangað til það fær frekari vísindaleg gögn. Stærsta ógnin sem ESB stendur frammi fyrir á norðurslóðum er sama ógn og norðurslóðir standa frammi fyrir; áhrif loftslagsbreytinga, ásamt því hvernig hægt sé að samræma áhrifin við efnahagsþróun á svæðinu. Evrópusambandið vill verða öðrum til fyrirmyndar á svæðinu. „ESB er leiðandi á sviði loftslagsbreytinga, hins vegar mun það ekki hafa áhrif nema önnur lönd taki á skarið. Þess vegna tel ég að ráð eins og Hringborð norðurslóða þar sem fjölbreytt lönd sem eiga hagsmuna að gæta á svæðinu koma saman skipti miklu máli. Við teljum reglur sem við setjum evrópskum fyrirtækjum sem starfa á norðurslóðasvæðum af hinu góða og fyrirmynd til handa fyrirtækjum annarra þjóða. Auðvitað getum við einungis haft áhrif á það sem gerist innan Evrópusambandsins, en varðandi það að setja viðmið er þátttaka okkar mikilvæg,“ segir Doyle. Doyle telur jákvætt að Reykjavík sé vettvangur umræðna um norðurslóðir„Ég tel að það sé gott að fólk hér komi saman til að ræða þessi málefni. Mér finnst Arctic Circle mjög tilkomumikið þegar kemur að ræðumönnum. Það er líka gott fyrir okkur sem erum að móta stefnu og höfum unnið hana með meðlimaríkjum, og fengið innsýn Bandaríkjanna og Kanada, að fá annað sjónarhorn. Þegar maður kemur á viðburði eins og þennan upplifir maður sjónarhorn allra annarra hagsmunaaðila, meðal annars atvinnulífsins, iðnaðarins, fræðimanna og annarra samfélaga og ég held að það sé mjög gagnlegt,“ segir Doyle. Hún segir Evrópusambandið almennt hafa mikinn áhuga á að ræða við Ísland um margvísleg málefni. „Eitt aðalmálefnið er EES-samningurinn, en ég tel að við getum unnið saman að mörgum öðrum málefnum,“ segir Doyle. Norðurslóðir Hringborð norðurslóða Mest lesið Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Innlent Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Innlent Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Innlent Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Gaf fingurinn á Miklubraut Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent Fleiri fréttir Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Sjá meira
Áhrif loftslagsbreytinga eru stærsta áhyggjuefni Evrópusambandsins í norðurslóðamálum. Það gætu verið mikil efnahagsleg tækifæri á norðurslóðum, meðal annars með nýjum siglingaleiðum, hins vegar verður að meta áhætturnar áður en lagt er í ný verkefni. Þetta er mat Dearbhla Doyle, sérfræðings hjá Evrópusambandinu (ESB) í norðurslóðamálum. Doyle er stödd hér á landi til að kynna norðurslóðastefnu Evrópusambandsins, en hún hefur unnið að nýrri stefnu sambandsins sem verið er að leggja lokahönd á drög að. Doyle kynnti stefnuna á fimmtudaginn á Trans Arctic Agenda ráðstefnunni, sem Rannsóknasetur um norðurslóðir við Háskóla Íslands stendur fyrir í samstarfi við Rannsóknaþing norðursins og áttunda opna þing þess. Hún kynnti hana svo einnig í Hörpu í gær á Arctic Circle ráðstefnunni. Evrópusambandið hefur látið sig málefni norðurslóða mikið varða og hefur fjárfest 1,14 milljarða evra, jafnvirði 160 milljarða íslenskra króna, til þróunar á norðurslóðasvæði Evrópusambandsins og nágrannasvæðum þess. Í sjöundu rammaáætlun sinni hefur ESB einnig fjárfest 200 milljónir evra, jafnvirði 28 milljarða íslenskra króna, til alþjóðlegs rannsóknastarfs á svæðinu. Doyle segir nýja stefnu ESB ekki vera mjög frábrugðna þeirri frá árinu 2012. Áfram verði sjónum beint að þremur sviðum: þekkingu, ábyrgð og þátttöku. Hins vegar verði lagt meira upp úr því að samtvinna stefnur ESB um málefnið. „Við erum einnig að skoða það hvernig styrkir til norðurslóða geti unnið meira með fjárfestingum meðlimaríkja á svæðinu,“ segir Doyle. Aðspurð segir Doyle loftslagsbreytingar vera bæði stærstu ógnina og mesta tækifærið fyrir ESB á norðurslóðum. Erfitt sé að meta tækifærin, mikil óvissa ríki um hvað sé að finna á svæðinu í kjölfar loftslagsbreytinga. „Það eru miklar væntingar vegna olíu og gass sem gæti verið á svæðinu. Svo eru tækifæri vegna hlýnunar vatnsins þegar kemur að fiskiafla. Það eru líka mikil tækifæri fyrir ESB vegna opnunar nýrra siglingaleiða þar sem ESB er stórt viðskiptasvæði,“ segir Doyle. Hún ítrekar að ESB fylgi varúðarreglum á svæðinu og að mikilvægt sé að sýna nærgætni. Því hafi ESB dregið verulega úr leit á svæðinu, þangað til það fær frekari vísindaleg gögn. Stærsta ógnin sem ESB stendur frammi fyrir á norðurslóðum er sama ógn og norðurslóðir standa frammi fyrir; áhrif loftslagsbreytinga, ásamt því hvernig hægt sé að samræma áhrifin við efnahagsþróun á svæðinu. Evrópusambandið vill verða öðrum til fyrirmyndar á svæðinu. „ESB er leiðandi á sviði loftslagsbreytinga, hins vegar mun það ekki hafa áhrif nema önnur lönd taki á skarið. Þess vegna tel ég að ráð eins og Hringborð norðurslóða þar sem fjölbreytt lönd sem eiga hagsmuna að gæta á svæðinu koma saman skipti miklu máli. Við teljum reglur sem við setjum evrópskum fyrirtækjum sem starfa á norðurslóðasvæðum af hinu góða og fyrirmynd til handa fyrirtækjum annarra þjóða. Auðvitað getum við einungis haft áhrif á það sem gerist innan Evrópusambandsins, en varðandi það að setja viðmið er þátttaka okkar mikilvæg,“ segir Doyle. Doyle telur jákvætt að Reykjavík sé vettvangur umræðna um norðurslóðir„Ég tel að það sé gott að fólk hér komi saman til að ræða þessi málefni. Mér finnst Arctic Circle mjög tilkomumikið þegar kemur að ræðumönnum. Það er líka gott fyrir okkur sem erum að móta stefnu og höfum unnið hana með meðlimaríkjum, og fengið innsýn Bandaríkjanna og Kanada, að fá annað sjónarhorn. Þegar maður kemur á viðburði eins og þennan upplifir maður sjónarhorn allra annarra hagsmunaaðila, meðal annars atvinnulífsins, iðnaðarins, fræðimanna og annarra samfélaga og ég held að það sé mjög gagnlegt,“ segir Doyle. Hún segir Evrópusambandið almennt hafa mikinn áhuga á að ræða við Ísland um margvísleg málefni. „Eitt aðalmálefnið er EES-samningurinn, en ég tel að við getum unnið saman að mörgum öðrum málefnum,“ segir Doyle.
Norðurslóðir Hringborð norðurslóða Mest lesið Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Innlent Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Innlent Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Innlent Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Gaf fingurinn á Miklubraut Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent Fleiri fréttir Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Sjá meira