Unnur Brá: Trúi því að við sýnum þá mannúð að skoða þeirra mál sérstaklega Þóra Kristín Ásgeirsdóttir skrifar 18. október 2015 20:15 Unnur Brá Konráðsdóttir formaður allsherjarnefndar segist ekki trúa því að sýrlenskri fjölskyldu með tvö smábörn verði vísað aftur til Grikklands. Fjölskyldunni var synjað um efnislega meðferð á umsókn um hæli hér á landi á dögunum. Ástæðan er að þau eru nú þegar með hæli í Grikklandi og eiga því að snúa aftur þangað. „Ég vonast til að það verði horft til þess að hér er um að ræða Sýrlendinga sem eru með stöðu flóttamanna í ríki þar sem eru afskaplega margir flóttamenn og erfitt að vera. Og að við sýnum þá mannúð að skoða þetta tilfelli sérstaklega. Ég hef ekki trú á öðru.”Unnur Brá KonráðsdóttirVísir/VilhelmSváfu á götunni í GrikklandiWael Aliyadah og Feryal Aldahash flúðu frá Sýrlandi með börnin sín fyrir einu og hálfu ári. Þau voru handtekin af grískri lögreglu við tyrknesku landamærin og til að forðast fangavist, skrifuðu þau undir umsókn um hæli. Því fylgdi hinsvegar engin hjálp af hendi grískra yfirvalda, þegar féð gekk til þurrðar, máttu þau sofa á götunni með börnin sín. Þau flúðu frá Grikklandi og komu til Ísland fyrir þremur mánuðum.Krökkt af flóttamönnumÞau urðu bæði fyrir miklu áfalli þegar úrskurðurinn kom og óttast að lenda í því sama ef þau verða send til baka. Feryal segir að flóttamenn upplifi talsvert aðra mynd af Grikklandi en ferðamenn. Það sé krökkt af flóttamönnum í Grikklandi, miklu fleiri en landið ráði við og þar sé enga hjálp að fá. Þau hafi mætt mikilli hjálpsemi á Íslandi og góðvild á Íslandi. Hér hafi þeim liðið vel. Í Grikklandi sé enga hjálp að fá og hún óttist að lenda á götunni með börnin. Í sama streng tekur Wael. Útlendingastofnun hefði getað ákveðið að veita dvalar- og atvinnuleyfi af mannúðarástæðum, ekki síst í ljósi þess að Ólöf Nordal innanríkisráðhera hefur lýst því yfir að ekki sé tryggt að senda flóttamenn til Grikklands í ljósi ástandsins þar. Flóttamenn Tengdar fréttir Fundað um flóttamannamál í Brussel Leiðtogar Evrópusambandsríkja ætla að hittast á fundi í Brussel í dag til þess að ræða flóttamannavandann í álfunni og verður Tyrkland í brennidepli á fundinum. Um 600 þúsund flóttamenn hafa komið til ESB það sem af er ári og fóru flestir þeirra í gegnum Tyrkland að því er fram kemur í frétt um málið hjá BBC. 15. október 2015 08:02 Bauð þrjátíu flóttamönnum í skemmtiferð um Reykjanesið „Mig langaði bara að þau fengju einn dag í að gera eitthvað skemmtilegt,“ segir Hans Guðmundsson, rútubílstjóri og fyrrverandi handboltakempa. 13. október 2015 20:25 Mest lesið Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Innlent Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Innlent Fljótagöng sett í forgang Innlent Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Innlent Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Innlent Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Ný könnun sýnir meirihlutann fallinn í borginni Innlent Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Erlent Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Innlent Fleiri fréttir Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Gera ráð fyrir 3,4 milljarða rekstrarafgangi A-hluta Handteknir við að sýsla með þýfi Vilja koma á óhollustuskatti Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Lengsta goshléið frá upphafi hrinunnar „Vona að við sjáum eitthvað á þessum nótum í kosningunum“ Menningarráð vill lundabyggð í gömlu selalaugina Ný könnun sýnir meirihlutann fallinn í borginni Glæný könnun, oddvitar í beinni og óhollustuskattur Lögmaðurinn áfram í varðhaldi Sjá meira
Unnur Brá Konráðsdóttir formaður allsherjarnefndar segist ekki trúa því að sýrlenskri fjölskyldu með tvö smábörn verði vísað aftur til Grikklands. Fjölskyldunni var synjað um efnislega meðferð á umsókn um hæli hér á landi á dögunum. Ástæðan er að þau eru nú þegar með hæli í Grikklandi og eiga því að snúa aftur þangað. „Ég vonast til að það verði horft til þess að hér er um að ræða Sýrlendinga sem eru með stöðu flóttamanna í ríki þar sem eru afskaplega margir flóttamenn og erfitt að vera. Og að við sýnum þá mannúð að skoða þetta tilfelli sérstaklega. Ég hef ekki trú á öðru.”Unnur Brá KonráðsdóttirVísir/VilhelmSváfu á götunni í GrikklandiWael Aliyadah og Feryal Aldahash flúðu frá Sýrlandi með börnin sín fyrir einu og hálfu ári. Þau voru handtekin af grískri lögreglu við tyrknesku landamærin og til að forðast fangavist, skrifuðu þau undir umsókn um hæli. Því fylgdi hinsvegar engin hjálp af hendi grískra yfirvalda, þegar féð gekk til þurrðar, máttu þau sofa á götunni með börnin sín. Þau flúðu frá Grikklandi og komu til Ísland fyrir þremur mánuðum.Krökkt af flóttamönnumÞau urðu bæði fyrir miklu áfalli þegar úrskurðurinn kom og óttast að lenda í því sama ef þau verða send til baka. Feryal segir að flóttamenn upplifi talsvert aðra mynd af Grikklandi en ferðamenn. Það sé krökkt af flóttamönnum í Grikklandi, miklu fleiri en landið ráði við og þar sé enga hjálp að fá. Þau hafi mætt mikilli hjálpsemi á Íslandi og góðvild á Íslandi. Hér hafi þeim liðið vel. Í Grikklandi sé enga hjálp að fá og hún óttist að lenda á götunni með börnin. Í sama streng tekur Wael. Útlendingastofnun hefði getað ákveðið að veita dvalar- og atvinnuleyfi af mannúðarástæðum, ekki síst í ljósi þess að Ólöf Nordal innanríkisráðhera hefur lýst því yfir að ekki sé tryggt að senda flóttamenn til Grikklands í ljósi ástandsins þar.
Flóttamenn Tengdar fréttir Fundað um flóttamannamál í Brussel Leiðtogar Evrópusambandsríkja ætla að hittast á fundi í Brussel í dag til þess að ræða flóttamannavandann í álfunni og verður Tyrkland í brennidepli á fundinum. Um 600 þúsund flóttamenn hafa komið til ESB það sem af er ári og fóru flestir þeirra í gegnum Tyrkland að því er fram kemur í frétt um málið hjá BBC. 15. október 2015 08:02 Bauð þrjátíu flóttamönnum í skemmtiferð um Reykjanesið „Mig langaði bara að þau fengju einn dag í að gera eitthvað skemmtilegt,“ segir Hans Guðmundsson, rútubílstjóri og fyrrverandi handboltakempa. 13. október 2015 20:25 Mest lesið Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Innlent Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Innlent Fljótagöng sett í forgang Innlent Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Innlent Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Innlent Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Ný könnun sýnir meirihlutann fallinn í borginni Innlent Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Erlent Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Innlent Fleiri fréttir Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Gera ráð fyrir 3,4 milljarða rekstrarafgangi A-hluta Handteknir við að sýsla með þýfi Vilja koma á óhollustuskatti Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Lengsta goshléið frá upphafi hrinunnar „Vona að við sjáum eitthvað á þessum nótum í kosningunum“ Menningarráð vill lundabyggð í gömlu selalaugina Ný könnun sýnir meirihlutann fallinn í borginni Glæný könnun, oddvitar í beinni og óhollustuskattur Lögmaðurinn áfram í varðhaldi Sjá meira
Fundað um flóttamannamál í Brussel Leiðtogar Evrópusambandsríkja ætla að hittast á fundi í Brussel í dag til þess að ræða flóttamannavandann í álfunni og verður Tyrkland í brennidepli á fundinum. Um 600 þúsund flóttamenn hafa komið til ESB það sem af er ári og fóru flestir þeirra í gegnum Tyrkland að því er fram kemur í frétt um málið hjá BBC. 15. október 2015 08:02
Bauð þrjátíu flóttamönnum í skemmtiferð um Reykjanesið „Mig langaði bara að þau fengju einn dag í að gera eitthvað skemmtilegt,“ segir Hans Guðmundsson, rútubílstjóri og fyrrverandi handboltakempa. 13. október 2015 20:25