Unnur Brá: Trúi því að við sýnum þá mannúð að skoða þeirra mál sérstaklega Þóra Kristín Ásgeirsdóttir skrifar 18. október 2015 20:15 Unnur Brá Konráðsdóttir formaður allsherjarnefndar segist ekki trúa því að sýrlenskri fjölskyldu með tvö smábörn verði vísað aftur til Grikklands. Fjölskyldunni var synjað um efnislega meðferð á umsókn um hæli hér á landi á dögunum. Ástæðan er að þau eru nú þegar með hæli í Grikklandi og eiga því að snúa aftur þangað. „Ég vonast til að það verði horft til þess að hér er um að ræða Sýrlendinga sem eru með stöðu flóttamanna í ríki þar sem eru afskaplega margir flóttamenn og erfitt að vera. Og að við sýnum þá mannúð að skoða þetta tilfelli sérstaklega. Ég hef ekki trú á öðru.”Unnur Brá KonráðsdóttirVísir/VilhelmSváfu á götunni í GrikklandiWael Aliyadah og Feryal Aldahash flúðu frá Sýrlandi með börnin sín fyrir einu og hálfu ári. Þau voru handtekin af grískri lögreglu við tyrknesku landamærin og til að forðast fangavist, skrifuðu þau undir umsókn um hæli. Því fylgdi hinsvegar engin hjálp af hendi grískra yfirvalda, þegar féð gekk til þurrðar, máttu þau sofa á götunni með börnin sín. Þau flúðu frá Grikklandi og komu til Ísland fyrir þremur mánuðum.Krökkt af flóttamönnumÞau urðu bæði fyrir miklu áfalli þegar úrskurðurinn kom og óttast að lenda í því sama ef þau verða send til baka. Feryal segir að flóttamenn upplifi talsvert aðra mynd af Grikklandi en ferðamenn. Það sé krökkt af flóttamönnum í Grikklandi, miklu fleiri en landið ráði við og þar sé enga hjálp að fá. Þau hafi mætt mikilli hjálpsemi á Íslandi og góðvild á Íslandi. Hér hafi þeim liðið vel. Í Grikklandi sé enga hjálp að fá og hún óttist að lenda á götunni með börnin. Í sama streng tekur Wael. Útlendingastofnun hefði getað ákveðið að veita dvalar- og atvinnuleyfi af mannúðarástæðum, ekki síst í ljósi þess að Ólöf Nordal innanríkisráðhera hefur lýst því yfir að ekki sé tryggt að senda flóttamenn til Grikklands í ljósi ástandsins þar. Flóttamenn Tengdar fréttir Fundað um flóttamannamál í Brussel Leiðtogar Evrópusambandsríkja ætla að hittast á fundi í Brussel í dag til þess að ræða flóttamannavandann í álfunni og verður Tyrkland í brennidepli á fundinum. Um 600 þúsund flóttamenn hafa komið til ESB það sem af er ári og fóru flestir þeirra í gegnum Tyrkland að því er fram kemur í frétt um málið hjá BBC. 15. október 2015 08:02 Bauð þrjátíu flóttamönnum í skemmtiferð um Reykjanesið „Mig langaði bara að þau fengju einn dag í að gera eitthvað skemmtilegt,“ segir Hans Guðmundsson, rútubílstjóri og fyrrverandi handboltakempa. 13. október 2015 20:25 Mest lesið Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Fleiri fréttir Gleðileg jól kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sjá meira
Unnur Brá Konráðsdóttir formaður allsherjarnefndar segist ekki trúa því að sýrlenskri fjölskyldu með tvö smábörn verði vísað aftur til Grikklands. Fjölskyldunni var synjað um efnislega meðferð á umsókn um hæli hér á landi á dögunum. Ástæðan er að þau eru nú þegar með hæli í Grikklandi og eiga því að snúa aftur þangað. „Ég vonast til að það verði horft til þess að hér er um að ræða Sýrlendinga sem eru með stöðu flóttamanna í ríki þar sem eru afskaplega margir flóttamenn og erfitt að vera. Og að við sýnum þá mannúð að skoða þetta tilfelli sérstaklega. Ég hef ekki trú á öðru.”Unnur Brá KonráðsdóttirVísir/VilhelmSváfu á götunni í GrikklandiWael Aliyadah og Feryal Aldahash flúðu frá Sýrlandi með börnin sín fyrir einu og hálfu ári. Þau voru handtekin af grískri lögreglu við tyrknesku landamærin og til að forðast fangavist, skrifuðu þau undir umsókn um hæli. Því fylgdi hinsvegar engin hjálp af hendi grískra yfirvalda, þegar féð gekk til þurrðar, máttu þau sofa á götunni með börnin sín. Þau flúðu frá Grikklandi og komu til Ísland fyrir þremur mánuðum.Krökkt af flóttamönnumÞau urðu bæði fyrir miklu áfalli þegar úrskurðurinn kom og óttast að lenda í því sama ef þau verða send til baka. Feryal segir að flóttamenn upplifi talsvert aðra mynd af Grikklandi en ferðamenn. Það sé krökkt af flóttamönnum í Grikklandi, miklu fleiri en landið ráði við og þar sé enga hjálp að fá. Þau hafi mætt mikilli hjálpsemi á Íslandi og góðvild á Íslandi. Hér hafi þeim liðið vel. Í Grikklandi sé enga hjálp að fá og hún óttist að lenda á götunni með börnin. Í sama streng tekur Wael. Útlendingastofnun hefði getað ákveðið að veita dvalar- og atvinnuleyfi af mannúðarástæðum, ekki síst í ljósi þess að Ólöf Nordal innanríkisráðhera hefur lýst því yfir að ekki sé tryggt að senda flóttamenn til Grikklands í ljósi ástandsins þar.
Flóttamenn Tengdar fréttir Fundað um flóttamannamál í Brussel Leiðtogar Evrópusambandsríkja ætla að hittast á fundi í Brussel í dag til þess að ræða flóttamannavandann í álfunni og verður Tyrkland í brennidepli á fundinum. Um 600 þúsund flóttamenn hafa komið til ESB það sem af er ári og fóru flestir þeirra í gegnum Tyrkland að því er fram kemur í frétt um málið hjá BBC. 15. október 2015 08:02 Bauð þrjátíu flóttamönnum í skemmtiferð um Reykjanesið „Mig langaði bara að þau fengju einn dag í að gera eitthvað skemmtilegt,“ segir Hans Guðmundsson, rútubílstjóri og fyrrverandi handboltakempa. 13. október 2015 20:25 Mest lesið Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Fleiri fréttir Gleðileg jól kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sjá meira
Fundað um flóttamannamál í Brussel Leiðtogar Evrópusambandsríkja ætla að hittast á fundi í Brussel í dag til þess að ræða flóttamannavandann í álfunni og verður Tyrkland í brennidepli á fundinum. Um 600 þúsund flóttamenn hafa komið til ESB það sem af er ári og fóru flestir þeirra í gegnum Tyrkland að því er fram kemur í frétt um málið hjá BBC. 15. október 2015 08:02
Bauð þrjátíu flóttamönnum í skemmtiferð um Reykjanesið „Mig langaði bara að þau fengju einn dag í að gera eitthvað skemmtilegt,“ segir Hans Guðmundsson, rútubílstjóri og fyrrverandi handboltakempa. 13. október 2015 20:25