Telur eðlilegt að sameina forsetaembættin Þorbjörn Þórðarson skrifar 18. október 2015 12:00 Þorsteinn Pálsson. Æskilegt væri að sameina embætti forseta Íslands embætti forseta Alþingis. Það myndi efla þingið og færa þjóðkjörnum forseta alvöru stjórnskipulegt hlutverk. Þetta segir Þorsteinn Pálsson fyrrverandi forsætisráðherra og fyrrverandi nefndarmaður í stjórnarskrárnefnd. Endurskoðun stjórnarskrárinnar er á döfinni en sitjandi stjórnarskrárnefnd hefur boðað frumvarp þess efnis í vetur. Fyrir síðustu þingkosningar var sett tímabundið ákvæði inn í stjórnarskrána sem kveður á um að heimilt sé til 30. apríl 2017 að breyta stjórnarskránni með þjóðaratkvæðagreiðslu ef tveir þriðju hlutar þingmanna samþykkja frumvarp þess efnis. Atkvæðagreiðslan skal fara fram í fyrsta lagi sex mánuðum og í síðasta lagi níu mánuðum eftir samþykkt frumvarpsins á Alþingi. Horft hefur verið til þess að frumvarp til breytinga á stjórnarskránni, sem samþykkt yrði á grundvelli þessarar tímabundnu heimildar, gæti komið til atkvæðagreiðslu hjá þjóðinni samhliða forsetakosningum næsta sumar. Þetta fyrirkomulag hefur þó verið undirorpið gagnrýni, ekki síst hjá sitjandi forseta, Ólafi Ragnari Grímssyni en hann varaði sérstaklega við því í ræðu sinni við þingsetninguna að þetta yrði notað sem rök fyrir því að hraða í gegnum þingið stjórnarskrárfrumvarpi. Í sömu ræðu gagnrýndi forsetinn þau áform að kosið yrði um þetta samhliða forsetakosningum og sagði eðlilegra að þetta yrði gert í sjálfstæðum kosningum.Yrði óháður flokkum í þinginu Sérfræðingar í stjórnskipunarrétti hafa talið mest aðkallandi að breyta ákvæðum stjórnarskrárinnar um forsetann enda hefur sitjandi forseti í raun mótað embættið mjög mikið í krafti þagnar og óskýrra ákvæða um það í stjórnarskránni. Þannig er forsetinn ábyrgðarlaus af stjórnarathöfnum samkvæmt 11. gr. stjórnarskrárinnar og lætur ráðherra framkvæma vald sitt samkvæmt 13. gr. en hefur í reynd mjög mikil völd eins og réttinn til að synja lögum staðfestingar og vísa til þjóðaratkvæðis samkvæmt 26. gr. stjórnarskrárinnar. Ekki stendur þó til að endurskoða ákvæðin um forsetann í þessari umferð og því hefur það ekki verið hluti af vinnu stjórnarskrárnefndar. Þorsteinn Pálsson, sem sat um nokkurt skeið í stjórnarskrárnefnd fyrir Sjálfstæðisflokkinn sem skipuð var árið 2005, var gestur í þættinum Sprengisandi í Bylgjunni í morgun. Þar lýsti Þorsteinn því viðhorfi að gera þyrfti grundvallar breytingar á embætti forsetans í stjórnarskránni. „Forsetaembættið er klæðskerasaumað úr gömlu konungdæmi. Í dag er lýðræðið á Alþingi. Mín skoðun hefur verið sú að það ætti að sameina embætti forseta Íslands og forseta Alþingis og gefa forsetanum þannig nýtt alvöru hlutverk. Þingið fengi þjóðkjörinn forseta sem væri óháður flokkunum í þinginu, sjálfstæðan stjórnanda sem ekki væri bundinn af kosningum meirihlutans í þinginu. Það myndi gefa forsetaembættinu mjög virðulegt stjórnskipulegt hlutverk og alvöru vinnu. Það myndi jafnframt styrkja þingið að fá sjálfstæðan forseta og það myndi ýta til hliðar þessari gömlu konungstilvísun í stjórnarskránni og vera meira í samræmi við nútímann,“ sagði Þorsteinn í þættinum. Alþingi Forsetakosningar 2016 Mest lesið Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Segir Selenskí á leið til Washington Erlent Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Innlent „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Innlent Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Innlent Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Fréttir Fleiri fréttir „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Sjá meira
Æskilegt væri að sameina embætti forseta Íslands embætti forseta Alþingis. Það myndi efla þingið og færa þjóðkjörnum forseta alvöru stjórnskipulegt hlutverk. Þetta segir Þorsteinn Pálsson fyrrverandi forsætisráðherra og fyrrverandi nefndarmaður í stjórnarskrárnefnd. Endurskoðun stjórnarskrárinnar er á döfinni en sitjandi stjórnarskrárnefnd hefur boðað frumvarp þess efnis í vetur. Fyrir síðustu þingkosningar var sett tímabundið ákvæði inn í stjórnarskrána sem kveður á um að heimilt sé til 30. apríl 2017 að breyta stjórnarskránni með þjóðaratkvæðagreiðslu ef tveir þriðju hlutar þingmanna samþykkja frumvarp þess efnis. Atkvæðagreiðslan skal fara fram í fyrsta lagi sex mánuðum og í síðasta lagi níu mánuðum eftir samþykkt frumvarpsins á Alþingi. Horft hefur verið til þess að frumvarp til breytinga á stjórnarskránni, sem samþykkt yrði á grundvelli þessarar tímabundnu heimildar, gæti komið til atkvæðagreiðslu hjá þjóðinni samhliða forsetakosningum næsta sumar. Þetta fyrirkomulag hefur þó verið undirorpið gagnrýni, ekki síst hjá sitjandi forseta, Ólafi Ragnari Grímssyni en hann varaði sérstaklega við því í ræðu sinni við þingsetninguna að þetta yrði notað sem rök fyrir því að hraða í gegnum þingið stjórnarskrárfrumvarpi. Í sömu ræðu gagnrýndi forsetinn þau áform að kosið yrði um þetta samhliða forsetakosningum og sagði eðlilegra að þetta yrði gert í sjálfstæðum kosningum.Yrði óháður flokkum í þinginu Sérfræðingar í stjórnskipunarrétti hafa talið mest aðkallandi að breyta ákvæðum stjórnarskrárinnar um forsetann enda hefur sitjandi forseti í raun mótað embættið mjög mikið í krafti þagnar og óskýrra ákvæða um það í stjórnarskránni. Þannig er forsetinn ábyrgðarlaus af stjórnarathöfnum samkvæmt 11. gr. stjórnarskrárinnar og lætur ráðherra framkvæma vald sitt samkvæmt 13. gr. en hefur í reynd mjög mikil völd eins og réttinn til að synja lögum staðfestingar og vísa til þjóðaratkvæðis samkvæmt 26. gr. stjórnarskrárinnar. Ekki stendur þó til að endurskoða ákvæðin um forsetann í þessari umferð og því hefur það ekki verið hluti af vinnu stjórnarskrárnefndar. Þorsteinn Pálsson, sem sat um nokkurt skeið í stjórnarskrárnefnd fyrir Sjálfstæðisflokkinn sem skipuð var árið 2005, var gestur í þættinum Sprengisandi í Bylgjunni í morgun. Þar lýsti Þorsteinn því viðhorfi að gera þyrfti grundvallar breytingar á embætti forsetans í stjórnarskránni. „Forsetaembættið er klæðskerasaumað úr gömlu konungdæmi. Í dag er lýðræðið á Alþingi. Mín skoðun hefur verið sú að það ætti að sameina embætti forseta Íslands og forseta Alþingis og gefa forsetanum þannig nýtt alvöru hlutverk. Þingið fengi þjóðkjörinn forseta sem væri óháður flokkunum í þinginu, sjálfstæðan stjórnanda sem ekki væri bundinn af kosningum meirihlutans í þinginu. Það myndi gefa forsetaembættinu mjög virðulegt stjórnskipulegt hlutverk og alvöru vinnu. Það myndi jafnframt styrkja þingið að fá sjálfstæðan forseta og það myndi ýta til hliðar þessari gömlu konungstilvísun í stjórnarskránni og vera meira í samræmi við nútímann,“ sagði Þorsteinn í þættinum.
Alþingi Forsetakosningar 2016 Mest lesið Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Segir Selenskí á leið til Washington Erlent Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Innlent „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Innlent Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Innlent Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Fréttir Fleiri fréttir „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Sjá meira