Umfjöllun og viðtöl: Þór Þ. - Keflavík 101-104 | Keflvíkingar stálu stigunum í lokin Bjarmi Skarphéðinsson Icelandic Glacier-höllinni skrifar 16. október 2015 21:45 Magnús Þór Gunnarsson kom sterkur inn af bekknum og skoraði 23 stig. vísir/craney Þór og Keflavík áttust við í Þorlákshöfn í kvöld í Dominos deild karla. Heimamenn í Þór byrjuðu leikinn mun betur og sáust tölur á töflunni eins og 7-0 og 19-6. Keflavík vann leikinn að lokum, 104-101. Vance Hall var óstöðvandi í upphafi leiks og klikkaði ekki á skoti. Keflavík lét samt ekki slá sig útaf laginu og náði hægt og rólega að vinna sig inn í leikinn. Mikið var skorað í fyrri hálfleik og mikill hraði og staðan 62-62 í hálfleik. Seinni hálfleikur var aðeins hægari en baráttan mikil og leikurinn harðnaði eftir því sem á leið. Í 4.leikhluta voru liðin að skiptast á að hafa forystu og spennan mikil. Töluvert var flautað og villuvandræði orðin töluverð í lokin. Heimamenn virtust ætla að landa sigrinum og voru í raun með alla möguleika til að klára leikinn. Keflavík eru hins vegar ekki stíga sín fyrstu skref á dansgólfinu. Guðmundur Jónsson sem hafði varla komið við sögu vegna villuvandræða allan leikinn kom sterkur inn í lokin og Magnús Gunnarsson var mikilvægur í lokin. Það var hins vegar Valur Orri Valsson sem kláraði leikinn fyrir Keflavík í lokin með vítaskotum og Keflavík fóru með sigurinn heim suðurstrandaveginn 101-104 seiglusigur. Earl Brown var með 23 stig og 16 fráköst fyrir Keflavík og Vance Hall sterkur fyrir Þór með 31 stig og 5 fráköst.Sigurður: Við erum alveg rólegir Sigurður Ingimundarson, þjálfari Keflavíkur, var eðlilega kátur með sigur sinna manna í kvöld eftir erfiða byrjun. „Ég er mjög sáttur við þennan leik og sáttur við hversu góður leikurinn var,“ sagði Sigurður við Vísi, en mikið var skorað í leiknum. Sigurður segir erfitt að koma og sækja stig í Þorlákshöfn, „Ég býst ekki við að nokkuð lið sæki auðveld stig hingað,“ sagði hann um Þórs-liðið. Sigurður er hæfilega bjartsýnn á framhaldið og segir mikla vinnu framundan. „Við erum alveg rólegir þrátt fyrir sigur hér. Það er mikil vinna framundan og við viljum verða betri með hverjum deginum,“ sagði Sigurður Ingimundarson.Einar Árni: Við áttum að klára þennan leik „Við vorum mjög daprir varnarlega í 30 mínútur og fáum alltof mörg stig á okkur hérna í kvöld,“ sagði vonsvikinn Einar Árrni þjálfari Þórs eftir naumt tap fyrir Keflavík á heimavelli í kvöld. Einar bjóst ekki við svona háu stigaskori í leiknum í kvöld. „Nei, alls ekki. Ég veit alveg fyrir hvað Keflavík stendur en varnarleikurinn okkar var ekki nálægt því nógu góður. Ég hef verið ánægður með varnarleik okkar á undirbúningstímabilinu en ekki í kvöld." Einar hélt á tímabili að Þór mundi komast upp með lélegan varnarleik með ágætri frammistöðu í sókninni „Keflavík hélt alltaf áfram. Við hefðum átt að klára þennan leik en hrós til Keflavíkur fyrir sinn leik," sagði Einar Árni Jóhannsson.Þór Þ.-Keflavík 101-104 (34-28, 28-34, 19-14, 20-28)Þór Þ.: Vance Michael Hall 31/5 fráköst/5 stoðsendingar, Ragnar Ágúst Nathanaelsson 18/13 fráköst, Ragnar Örn Bragason 13/6 fráköst, Þorsteinn Már Ragnarsson 13/5 fráköst/5 stoðsendingar, Emil Karel Einarsson 10/7 stoðsendingar, Grétar Ingi Erlendsson 10/5 fráköst, Halldór Garðar Hermannsson 4, Baldur Þór Ragnarsson 2.Keflavík: Earl Brown Jr. 23/16 fráköst/3 varin skot, Magnús Þór Gunnarsson 21, Magnús Már Traustason 17/4 fráköst, Valur Orri Valsson 13/6 fráköst, Ágúst Orrason 9, Guðmundur Jónsson 8, Reggie Dupree 6, Davíð Páll Hermannsson 6, Andrés Kristleifsson 1.Tweets by @VisirKarfa2 Dominos-deild kvenna Mest lesið Í beinni: Haukar - Njarðvík | Oddaleikur um titilinn Körfubolti Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Fótbolti Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Körfubolti Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Fótbolti Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Handbolti Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Íslenski boltinn Rændi banka á leiðinni á völlinn og dæmdur í 32 ára fangelsi Sport Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann Handbolti Alltaf markmiðið að spila fyrir Barcelona Sport Víðir og Reynir ekki í eina sæng Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Haukar - Njarðvík | Oddaleikur um titilinn Sjáðu stemmningsmyndbandið fyrir oddaleikinn „Mætum óttalaus“ Settu nýtt met í heppni og fá velja fyrstir Meistararnir á bjargbrún og langri bið Knicks að ljúka Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Steinar Kaldal: Ótrúleg tilfinning Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Uppgjörið: Ármann - Hamar 91-85 | Ármann leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Lögmálið: „Er eitthvað að því að Randle sé búinn að vera betri en Ant?“ Indiana tók Cleveland í bakaríið „Pabbi og mamma Milka, Hesseldal, Basile og Dinkins hljóta að koma sterk inn í haust“ Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu „Gerðum hlutina rétt í þessum leik“ Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74 | Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis KKÍ breytir reglum varðandi erlenda leikmenn „Stoltið sem fylgir því að verja sinn heimavöll verður að vera til staðar“ „Við ætluðum bara ekki að tapa“ Úlfarnir búnir að snúa einvíginu sér í vil Meistararnir á lífi eftir stórsigur í New York „Persónulega fannst mér þær byrja að fagna of snemma“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 94-78 | Njarðvíkingar settu í fimmta gír í seinni „Mikilvægt að okkar uppöldu KR-ingar spili með félaginu“ Hamarsmenn tryggðu sér oddaleik Hristi af sér meiðsli á „ódauðlega“ ökklanum og fagnaði sigri Stóð við stóru orðin og fór í átta klukkutíma göngutúr heim til sín Miðasala á Dúllubar í dag og VIP-miðar á 15.000 krónur „Helmingurinn af liðinu var veikur“ Ægir Þór: Við vorum heilt yfir miklu betri Uppgjör: Tindastóll-Stjarnan 93-90 | Stólarnir með ótrúlega endurkomu í blálokin Sjá meira
Þór og Keflavík áttust við í Þorlákshöfn í kvöld í Dominos deild karla. Heimamenn í Þór byrjuðu leikinn mun betur og sáust tölur á töflunni eins og 7-0 og 19-6. Keflavík vann leikinn að lokum, 104-101. Vance Hall var óstöðvandi í upphafi leiks og klikkaði ekki á skoti. Keflavík lét samt ekki slá sig útaf laginu og náði hægt og rólega að vinna sig inn í leikinn. Mikið var skorað í fyrri hálfleik og mikill hraði og staðan 62-62 í hálfleik. Seinni hálfleikur var aðeins hægari en baráttan mikil og leikurinn harðnaði eftir því sem á leið. Í 4.leikhluta voru liðin að skiptast á að hafa forystu og spennan mikil. Töluvert var flautað og villuvandræði orðin töluverð í lokin. Heimamenn virtust ætla að landa sigrinum og voru í raun með alla möguleika til að klára leikinn. Keflavík eru hins vegar ekki stíga sín fyrstu skref á dansgólfinu. Guðmundur Jónsson sem hafði varla komið við sögu vegna villuvandræða allan leikinn kom sterkur inn í lokin og Magnús Gunnarsson var mikilvægur í lokin. Það var hins vegar Valur Orri Valsson sem kláraði leikinn fyrir Keflavík í lokin með vítaskotum og Keflavík fóru með sigurinn heim suðurstrandaveginn 101-104 seiglusigur. Earl Brown var með 23 stig og 16 fráköst fyrir Keflavík og Vance Hall sterkur fyrir Þór með 31 stig og 5 fráköst.Sigurður: Við erum alveg rólegir Sigurður Ingimundarson, þjálfari Keflavíkur, var eðlilega kátur með sigur sinna manna í kvöld eftir erfiða byrjun. „Ég er mjög sáttur við þennan leik og sáttur við hversu góður leikurinn var,“ sagði Sigurður við Vísi, en mikið var skorað í leiknum. Sigurður segir erfitt að koma og sækja stig í Þorlákshöfn, „Ég býst ekki við að nokkuð lið sæki auðveld stig hingað,“ sagði hann um Þórs-liðið. Sigurður er hæfilega bjartsýnn á framhaldið og segir mikla vinnu framundan. „Við erum alveg rólegir þrátt fyrir sigur hér. Það er mikil vinna framundan og við viljum verða betri með hverjum deginum,“ sagði Sigurður Ingimundarson.Einar Árni: Við áttum að klára þennan leik „Við vorum mjög daprir varnarlega í 30 mínútur og fáum alltof mörg stig á okkur hérna í kvöld,“ sagði vonsvikinn Einar Árrni þjálfari Þórs eftir naumt tap fyrir Keflavík á heimavelli í kvöld. Einar bjóst ekki við svona háu stigaskori í leiknum í kvöld. „Nei, alls ekki. Ég veit alveg fyrir hvað Keflavík stendur en varnarleikurinn okkar var ekki nálægt því nógu góður. Ég hef verið ánægður með varnarleik okkar á undirbúningstímabilinu en ekki í kvöld." Einar hélt á tímabili að Þór mundi komast upp með lélegan varnarleik með ágætri frammistöðu í sókninni „Keflavík hélt alltaf áfram. Við hefðum átt að klára þennan leik en hrós til Keflavíkur fyrir sinn leik," sagði Einar Árni Jóhannsson.Þór Þ.-Keflavík 101-104 (34-28, 28-34, 19-14, 20-28)Þór Þ.: Vance Michael Hall 31/5 fráköst/5 stoðsendingar, Ragnar Ágúst Nathanaelsson 18/13 fráköst, Ragnar Örn Bragason 13/6 fráköst, Þorsteinn Már Ragnarsson 13/5 fráköst/5 stoðsendingar, Emil Karel Einarsson 10/7 stoðsendingar, Grétar Ingi Erlendsson 10/5 fráköst, Halldór Garðar Hermannsson 4, Baldur Þór Ragnarsson 2.Keflavík: Earl Brown Jr. 23/16 fráköst/3 varin skot, Magnús Þór Gunnarsson 21, Magnús Már Traustason 17/4 fráköst, Valur Orri Valsson 13/6 fráköst, Ágúst Orrason 9, Guðmundur Jónsson 8, Reggie Dupree 6, Davíð Páll Hermannsson 6, Andrés Kristleifsson 1.Tweets by @VisirKarfa2
Dominos-deild kvenna Mest lesið Í beinni: Haukar - Njarðvík | Oddaleikur um titilinn Körfubolti Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Fótbolti Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Körfubolti Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Fótbolti Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Handbolti Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Íslenski boltinn Rændi banka á leiðinni á völlinn og dæmdur í 32 ára fangelsi Sport Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann Handbolti Alltaf markmiðið að spila fyrir Barcelona Sport Víðir og Reynir ekki í eina sæng Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Haukar - Njarðvík | Oddaleikur um titilinn Sjáðu stemmningsmyndbandið fyrir oddaleikinn „Mætum óttalaus“ Settu nýtt met í heppni og fá velja fyrstir Meistararnir á bjargbrún og langri bið Knicks að ljúka Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Steinar Kaldal: Ótrúleg tilfinning Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Uppgjörið: Ármann - Hamar 91-85 | Ármann leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Lögmálið: „Er eitthvað að því að Randle sé búinn að vera betri en Ant?“ Indiana tók Cleveland í bakaríið „Pabbi og mamma Milka, Hesseldal, Basile og Dinkins hljóta að koma sterk inn í haust“ Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu „Gerðum hlutina rétt í þessum leik“ Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74 | Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis KKÍ breytir reglum varðandi erlenda leikmenn „Stoltið sem fylgir því að verja sinn heimavöll verður að vera til staðar“ „Við ætluðum bara ekki að tapa“ Úlfarnir búnir að snúa einvíginu sér í vil Meistararnir á lífi eftir stórsigur í New York „Persónulega fannst mér þær byrja að fagna of snemma“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 94-78 | Njarðvíkingar settu í fimmta gír í seinni „Mikilvægt að okkar uppöldu KR-ingar spili með félaginu“ Hamarsmenn tryggðu sér oddaleik Hristi af sér meiðsli á „ódauðlega“ ökklanum og fagnaði sigri Stóð við stóru orðin og fór í átta klukkutíma göngutúr heim til sín Miðasala á Dúllubar í dag og VIP-miðar á 15.000 krónur „Helmingurinn af liðinu var veikur“ Ægir Þór: Við vorum heilt yfir miklu betri Uppgjör: Tindastóll-Stjarnan 93-90 | Stólarnir með ótrúlega endurkomu í blálokin Sjá meira
Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Íslenski boltinn
Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Íslenski boltinn