Deiondre Porter spilar væntanlega ekki meira með Flórída-háskólanum í vetur eftir að hafa skotið úr byssu að óléttri unnustu sinni.
Hann sakaði unnustuna um að halda við liðsfélaga sinn og brást við á þennan hátt.
Hann er eðlilega kominn í fangelsi og skólinn hefur sett hann í ótímabundið bann. Porter er nýliði hjá þessu sterka háskólaliði.
Það vantar annars ekki agavandamálin hjá Florida. Þetta atvik kom upp aðeins tveim dögum eftir að leikstjórnandinn Will Grier var settur í eins árs bann fyrir ólöglega lyfjanotkun.
Þriðji leikmaður liðsins var svo handtekinn fyrir nokkrum mánuðum síðan en hann rændi búð með byssu að vopni. Sá hefur verið rekinn úr skólanum.
Skaut í átt að óléttri unnustu sinni
Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Mest lesið

Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan?
Íslenski boltinn

„Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“
Íslenski boltinn

Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn
Íslenski boltinn


Trafford segist hundrað sinnum betri í dag
Enski boltinn

Njarðvík á toppinn
Íslenski boltinn

Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur
Íslenski boltinn


