Hollendingar líka í riðli með Íslandi þegar þeir komust síðast ekki á EM Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. október 2015 13:00 Ruud Gullit skoraði á móti Íslandi í undankeppni EM 1984. Vísir/Getty Hollenska landsliðið verður ekki með þeirra 24 þjóða sem keppa í úrslitakeppni Evrópumótsins í Frakklandi næsta sumar en liðið náði aðeins fjórða sætinu í A-riðli okkar Íslendinga. Tékkland, Ísland og Tyrkland komust öll á EM en Hollendingar missa af sínu fyrsta Evrópumóti í 32 ár eða síðan að keppnin fór fram síðast í Frakklandi árið 1984. Það komust aðeins átta þjóðir í úrslitakeppni Evrópumótsins sumarið 1984 en það verða sextán fleiri lið með næsta sumar. Fjarvera Hollendinga er því enn athyglisverðari í því samhengi enda ein stærsta knattspyrnuþjóð Evrópu í gegnum tíðina. Hollenska liðið hefur ekki átt í miklum vandræðum með að komast í gegnum síðustu undankeppnir en eftir 2-0 tap fyrir Íslandi á Laugardalsvellinum fyrir rúmu ári síðan var ljóst að það yrði á brattann að sækja fyrir Hollendinga að þessu sinni. Holland átti samt góða möguleika á því að tryggja sér sæti í umspilinu þegar Danny Blind tók við af Guus Hiddink í júlímánuði. Það gekk hinsvegar allt á afturfótunum á lokasprettinum, fyrsti leikurinn tapaðist á heimavelli á móti Íslandi og liðið náði aðeins í þrjú stig út úr síðustu fjórum leikjum sínum.Hollendingar voru líka í riðli með Íslendingum þegar þeir misstu síðast af úrslitakeppni Evrópumótsins fyrir 32 árum. Holland endaði í öðru sæti í sjöunda riðli í undankeppni EM 1984. Hollendingar fengu jafnmörg stig og Spánverjar en Spánverjar komust áfram á fleiri mörkum skoruðum eftir að hafa unnið 12-1 sigur á Möltu í lokaleik riðilsins. Hollendingar töpuðu bara stigum í tveimur leikjum í þessari undankeppni, þeir töpuðu 1-0 á útivelli á móti Spáni og gerðu síðan 1-1 jafntefli á Laugardalsvellinum í fyrsta leik sínum í riðlinum. Íslenska landsliðið fékk bara þrjú stig í riðlinum en hin tvö stigin komu í sigurleik á móti Möltu á Laugardalsvellinum. Kees Rijvers þjálfaði Hollendinga í þessari undankeppni en þar voru leikmenn eins og Ruud Gullit, Frank Rijkaard, Ronald Koeman og Marco van Basten að stíga sín fyrstu sport með landsliðinu.Ruud Gullit og Ronald Koeman skoruðu báðir í 3-0 sigri á Íslandi í seinni leik þjóðanna í Hollandi en þar spilaði Marco van Basten sinn fyrsta landsleik. Hér fyrir neðan má sjá svipmyndir frá þeim leik sem og leiknum á Laugardalsvellinum. Hollendingar komu sterkir til baka á næsta Evrópumót en þeir urðu Evrópumeistarar í Vestur-Þýskalandi 1988. Hollenska liðið fór síðan í undanúrslit á EM 1992, EM 2000 og EM 2004 en sat hinsvegar eftir í riðlinum á síðasta EM 2012. EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Tyrkir og Króatar bættust í EM-hópinn í kvöld | Þjóðirnar átta í umspilinu Tyrkland og Króatía tryggðu sér í kvöld sæti á Evrópumótinu í fótbolta sem fer fram í Frakklandi á næsta ári. 20 af 24 sætum í keppninni eru því skipuð. 13. október 2015 20:55 Fullkomið kvöld fyrir Belga | Á toppnum á þremur stöðum Belgíumenn tryggðu sér í kvöld sigur í B-riðli undankeppni EM eftir öruggan heimasigur á Ísrael en þeir voru eins og Íslendingar búnir að tryggja sér sæti á Evrópumótinu í Frakklandi fyrir lokaleikina í riðlinum. 13. október 2015 22:13 Hollendingar töpuðu fyrir Tékkum á heimavelli og fara ekki á EM Tékkar tryggðu sér sigur í A-riðlinum með því að vinna 3-2 sigur á Hollendingum á Amsterdam ArenA í kvöld. Tékkar enda með 22 stig eða tveimur stigum meira en Íslendingar sem urðu að sætta sig við annað sætið. 13. október 2015 20:30 Blind hótar því að halda áfram með hollenska liðið Danny Blind ætlar ekki að hætta að þjálfa hollenska landsliðið í fótbolta þótt að hollenska liðinu hafi klúðrað undankeppni Evrópumótsins. 14. október 2015 11:00 Mest lesið Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Körfubolti Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Fótbolti Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Körfubolti Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Fótbolti Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Íslenski boltinn Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Handbolti Rændi banka á leiðinni á völlinn og dæmdur í 32 ára fangelsi Sport Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann Handbolti Víðir og Reynir ekki í eina sæng Íslenski boltinn Alltaf markmiðið að spila fyrir Barcelona Sport Fleiri fréttir Stendur ekki steinn yfir steini hjá Orra-lausu Sociedad Þór komið áfram eftir öruggan sigur á Suðurlandi Man City sagt hafa lagt fram „mega“ tilboð í Wirtz Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta Víðir og Reynir ekki í eina sæng Logi á leið í burtu en ekki til Freys Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Sonur Ancelottis orðaður við Rangers Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Uppbótartíminn: „Ég hef miklar áhyggjur af þeim“ Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Alonso tekur við Real fyrir HM félagsliða Þróttur skoraði sex og flaug áfram Valur marði Fram í framlengingu Íslendingaliðið sló óvænt stórlið Bodø/Glimt úr bikarnum Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Mikael Egill spilaði allan leikinn þegar Venezia komst upp úr fallsæti Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Ancelotti tekur við Brasilíu Fjölskylda Glódísar sá hana taka við meistaraskildinum Neyddust til þess að sofa á æfingasvæðinu Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Hafa unnið FH tólf sinnum í röð Beckham reiður: Sýnið smá virðingu Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni Þeir bestu: Fylgt úr hlaði Sjá meira
Hollenska landsliðið verður ekki með þeirra 24 þjóða sem keppa í úrslitakeppni Evrópumótsins í Frakklandi næsta sumar en liðið náði aðeins fjórða sætinu í A-riðli okkar Íslendinga. Tékkland, Ísland og Tyrkland komust öll á EM en Hollendingar missa af sínu fyrsta Evrópumóti í 32 ár eða síðan að keppnin fór fram síðast í Frakklandi árið 1984. Það komust aðeins átta þjóðir í úrslitakeppni Evrópumótsins sumarið 1984 en það verða sextán fleiri lið með næsta sumar. Fjarvera Hollendinga er því enn athyglisverðari í því samhengi enda ein stærsta knattspyrnuþjóð Evrópu í gegnum tíðina. Hollenska liðið hefur ekki átt í miklum vandræðum með að komast í gegnum síðustu undankeppnir en eftir 2-0 tap fyrir Íslandi á Laugardalsvellinum fyrir rúmu ári síðan var ljóst að það yrði á brattann að sækja fyrir Hollendinga að þessu sinni. Holland átti samt góða möguleika á því að tryggja sér sæti í umspilinu þegar Danny Blind tók við af Guus Hiddink í júlímánuði. Það gekk hinsvegar allt á afturfótunum á lokasprettinum, fyrsti leikurinn tapaðist á heimavelli á móti Íslandi og liðið náði aðeins í þrjú stig út úr síðustu fjórum leikjum sínum.Hollendingar voru líka í riðli með Íslendingum þegar þeir misstu síðast af úrslitakeppni Evrópumótsins fyrir 32 árum. Holland endaði í öðru sæti í sjöunda riðli í undankeppni EM 1984. Hollendingar fengu jafnmörg stig og Spánverjar en Spánverjar komust áfram á fleiri mörkum skoruðum eftir að hafa unnið 12-1 sigur á Möltu í lokaleik riðilsins. Hollendingar töpuðu bara stigum í tveimur leikjum í þessari undankeppni, þeir töpuðu 1-0 á útivelli á móti Spáni og gerðu síðan 1-1 jafntefli á Laugardalsvellinum í fyrsta leik sínum í riðlinum. Íslenska landsliðið fékk bara þrjú stig í riðlinum en hin tvö stigin komu í sigurleik á móti Möltu á Laugardalsvellinum. Kees Rijvers þjálfaði Hollendinga í þessari undankeppni en þar voru leikmenn eins og Ruud Gullit, Frank Rijkaard, Ronald Koeman og Marco van Basten að stíga sín fyrstu sport með landsliðinu.Ruud Gullit og Ronald Koeman skoruðu báðir í 3-0 sigri á Íslandi í seinni leik þjóðanna í Hollandi en þar spilaði Marco van Basten sinn fyrsta landsleik. Hér fyrir neðan má sjá svipmyndir frá þeim leik sem og leiknum á Laugardalsvellinum. Hollendingar komu sterkir til baka á næsta Evrópumót en þeir urðu Evrópumeistarar í Vestur-Þýskalandi 1988. Hollenska liðið fór síðan í undanúrslit á EM 1992, EM 2000 og EM 2004 en sat hinsvegar eftir í riðlinum á síðasta EM 2012.
EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Tyrkir og Króatar bættust í EM-hópinn í kvöld | Þjóðirnar átta í umspilinu Tyrkland og Króatía tryggðu sér í kvöld sæti á Evrópumótinu í fótbolta sem fer fram í Frakklandi á næsta ári. 20 af 24 sætum í keppninni eru því skipuð. 13. október 2015 20:55 Fullkomið kvöld fyrir Belga | Á toppnum á þremur stöðum Belgíumenn tryggðu sér í kvöld sigur í B-riðli undankeppni EM eftir öruggan heimasigur á Ísrael en þeir voru eins og Íslendingar búnir að tryggja sér sæti á Evrópumótinu í Frakklandi fyrir lokaleikina í riðlinum. 13. október 2015 22:13 Hollendingar töpuðu fyrir Tékkum á heimavelli og fara ekki á EM Tékkar tryggðu sér sigur í A-riðlinum með því að vinna 3-2 sigur á Hollendingum á Amsterdam ArenA í kvöld. Tékkar enda með 22 stig eða tveimur stigum meira en Íslendingar sem urðu að sætta sig við annað sætið. 13. október 2015 20:30 Blind hótar því að halda áfram með hollenska liðið Danny Blind ætlar ekki að hætta að þjálfa hollenska landsliðið í fótbolta þótt að hollenska liðinu hafi klúðrað undankeppni Evrópumótsins. 14. október 2015 11:00 Mest lesið Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Körfubolti Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Fótbolti Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Körfubolti Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Fótbolti Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Íslenski boltinn Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Handbolti Rændi banka á leiðinni á völlinn og dæmdur í 32 ára fangelsi Sport Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann Handbolti Víðir og Reynir ekki í eina sæng Íslenski boltinn Alltaf markmiðið að spila fyrir Barcelona Sport Fleiri fréttir Stendur ekki steinn yfir steini hjá Orra-lausu Sociedad Þór komið áfram eftir öruggan sigur á Suðurlandi Man City sagt hafa lagt fram „mega“ tilboð í Wirtz Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta Víðir og Reynir ekki í eina sæng Logi á leið í burtu en ekki til Freys Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Sonur Ancelottis orðaður við Rangers Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Uppbótartíminn: „Ég hef miklar áhyggjur af þeim“ Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Alonso tekur við Real fyrir HM félagsliða Þróttur skoraði sex og flaug áfram Valur marði Fram í framlengingu Íslendingaliðið sló óvænt stórlið Bodø/Glimt úr bikarnum Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Mikael Egill spilaði allan leikinn þegar Venezia komst upp úr fallsæti Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Ancelotti tekur við Brasilíu Fjölskylda Glódísar sá hana taka við meistaraskildinum Neyddust til þess að sofa á æfingasvæðinu Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Hafa unnið FH tólf sinnum í röð Beckham reiður: Sýnið smá virðingu Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni Þeir bestu: Fylgt úr hlaði Sjá meira
Tyrkir og Króatar bættust í EM-hópinn í kvöld | Þjóðirnar átta í umspilinu Tyrkland og Króatía tryggðu sér í kvöld sæti á Evrópumótinu í fótbolta sem fer fram í Frakklandi á næsta ári. 20 af 24 sætum í keppninni eru því skipuð. 13. október 2015 20:55
Fullkomið kvöld fyrir Belga | Á toppnum á þremur stöðum Belgíumenn tryggðu sér í kvöld sigur í B-riðli undankeppni EM eftir öruggan heimasigur á Ísrael en þeir voru eins og Íslendingar búnir að tryggja sér sæti á Evrópumótinu í Frakklandi fyrir lokaleikina í riðlinum. 13. október 2015 22:13
Hollendingar töpuðu fyrir Tékkum á heimavelli og fara ekki á EM Tékkar tryggðu sér sigur í A-riðlinum með því að vinna 3-2 sigur á Hollendingum á Amsterdam ArenA í kvöld. Tékkar enda með 22 stig eða tveimur stigum meira en Íslendingar sem urðu að sætta sig við annað sætið. 13. október 2015 20:30
Blind hótar því að halda áfram með hollenska liðið Danny Blind ætlar ekki að hætta að þjálfa hollenska landsliðið í fótbolta þótt að hollenska liðinu hafi klúðrað undankeppni Evrópumótsins. 14. október 2015 11:00
Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Íslenski boltinn
Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast
Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð
Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Íslenski boltinn