Heimir: Vitleysingar í öllum hópum Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 13. október 2015 22:11 Vísir/Getty Heimir Hallgrímsson, annar landsliðsþjálfara Íslands, reyndi að finna það jákvæða eftir 1-0 tapið gegn Tyrklandi í undankeppni EM 2016 í kvöld. Tapið kom ekki að sök þar sem Ísland var þegar komið á EM en eftir stendur að Ísland fékk aðeins eitt stig úr síðustu tveimur leikjum sínum. „Maður er að reyna að brosa í gegnum tárin,“ sagði Heimir, brosandi. „Það er alltaf hundleiðinlegt að fá á sig mark á lokamínútunum og sérstaklega í svona leik því við vorum í dauðafæri að vinna hann.“ Tyrkir skoruðu sigurmarkið sitt úr umdeildri aukaspyrnu á lokamínútum leiksins, skömmu eftir að hafa misst mann af velli með rautt spjald. „Við plönuðum það í hálfleik að vera þolinmóðir og mér fannst skapað svo mikið svæði fyrir okkur eftir því sem leið á leikinn. Það var góður möguleiki á að skora á þá í lokin því þrátt fyrir að þeir væru manni færri þá myndu þeir fresta þess að skora.“ „Það voru miklir möguleikir á bak við þá en við vorum kannski ekki alveg nógu klókir og ekki alveg nógu ferskir til að nýta okkur það. En ef við lítum á það jákvæða þá erum við afar stoltir af strákunum. Þeir spiluðu mjög vel við afar erfiðar aðstæður eins og allir fundu fyrir sem voru á þessum leik.“ „Ég er stoltur af strákunum en svekktur yfir tapinu,“ sagði Heimir. Hann segir að það hafi breytt miklu að Kasakstan komst yfir í Lettlandi. „Um leið vissu þeir að þeir gætu með marki komist beint á EM. Við vissum að þeir myndu taka áhættu og þetta féll þeirra megin í þetta sinn. Ég vildi að ég gæti sagt til hamingju en ég hugsa fyrst um okkur og við erum sársvekktir.“ Það var enginn hreinræktaður framherji í byrjunarliði Tyrklands í dag en það kom Heimi ekki á óvart. „Þeir hafa verið að spila svona áður í keppninni. Þeir eru með svo marga vel spilandi og tekníska leikmenn þarna frammi að þeir eru í raun með fimm tíur á miðjunni og svo einn varnarsinnaðan miðjumann. Það kom okkur ekki á óvart.“ „Við vissum að þetta yrði erfitt í byrjun og það kom kafli þar sem þeir voru hættulegir í 20-30 mínútur. En við stóðum það af okkur og eftir það gáfu þeir í raun eftir.“ „Við áttum fína sénsa á að skora á þá. En það féll því miður ekki með okkur.“ Heimir segir erfitt á þessari stundu hvað Ísland geti lært af síðustu tveimur leikjum sínum í undankeppninni. „Eftir leikinn gegn Lettlandi var talað um að menn væru kannski ekki nógu gíraðir í þann leik en mér fannst við sýna það nú að menn gáfu allt sem þeir áttu í þennan leik. Við getum skilið betur við þennan leik en leikinn gegn Lettlandi þrátt fyrir tapið.“ Eftir að Tyrkir skoruðu var fagnað gríðarlega á vellinum, ekki síst á varamannabekk þeirra. Heimir gekk að einum úr starfsliði Tyrkjanna og virtist eiga eitthvað ósagt við hann. „Það eru vitleysingar í öllum hópum og maður lætur ekki segja hvað sem er við sig,“ sagði þjálfarinn að lokum. EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Ragnar bestur í Konya | Einkunnir strákanna gegn Tyrklandi Miðverðirnir voru bestu menn vallarins í tapinu gegn Tyrklandi í lokaleik undankeppni EM 2016. 13. október 2015 21:20 Ragnar: Algjört kjaftæði Miðvörður Íslands var ekki ánægður með dóminn sem leiddi að sigurmarki Tyrklands í Konya í kvöld. 13. október 2015 20:49 Jón Daði: Þetta var geðveikt skemmtilegt stríð Selfyssingurinn óttaðist aðeins um hnéð þegar hann fékk harða tæklingu sem verðskuldaði rautt spjald. 13. október 2015 22:01 Ögmundur: Létt að spila með frábærum miðvörðum eins og Kára og Ragga Markvörðurinn stóð sig ágætlega í Konya en þurfti að hirða boltann einu sinni úr netinu. 13. október 2015 21:41 Kolbeinn: Getum gengið stoltir frá borði og brosað fram að EM Framherja íslenska landsliðsins fannst okkar menn betri aðilinn í Tyrklandi í kvöld. 13. október 2015 20:59 Umfjöllun: Tyrkland - Ísland 0-1 | Strákarnir töpuðu í Tyrklandi og enda í 2. sæti Ísland getur unnið sinn riðil með sigri á Tyrkjum í Konya. Það væri sögulegt ef það markmið næst. 13. október 2015 20:30 Aron Einar: Kári vann einvígið heiðarlega Fyrirliðinn ánægður með leik íslenska liðsins en ósáttur við aukaspyrnuna. 13. október 2015 21:10 Mest lesið Íslensk hetja sendi Bergen upp í sjöunda himinn: Ein bestu kaup félagsins Fótbolti Lætur ekki einn slæman leik hafa áhrif á verkefnið Fótbolti „FIFA getur ekki leyst pólitísk vandamál heimsins“ Fótbolti Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum Körfubolti „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Körfubolti Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri Körfubolti Dagskráin í dag: Verður Breiðablik loks Íslandsmeistari? Sport „Þá er erfitt að spila hér“ Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? Körfubolti „Fannst þetta full mikil brekka“ Körfubolti Fleiri fréttir Íslensk hetja sendi Bergen upp í sjöunda himinn: Ein bestu kaup félagsins „FIFA getur ekki leyst pólitísk vandamál heimsins“ Lætur ekki einn slæman leik hafa áhrif á verkefnið Elías Rafn stóð vaktina í sigri Midtjylland á Nottingham Forest Palace neitar að tapa „Örugglega enginn sem nennir að hlusta á það“ Lausanne - Breiðablik 3-0 | Enn stigalausir á stóra sviðinu Sævar Atli neitar að fara úr markaskónum Hákon Arnar skoraði sigurmarkið en Özer stal fyrirsögninni Gömlu United-mennirnir blómstruðu í Meistaradeildinni Gullboltahafinn ekki til Íslands Íranar mega ekki mæta á HM-dráttinn Þorsteinn fær annan aðstoðarmann frá Þrótti Pirraður yfir marki undir vegg: „Hann leggst bara í einhverja fósturstellingu“ Drónabannið í Danmörku skapar vandamál fyrir fótboltafélögin „Í DNA okkar Sunderland-manna að þola þennan mann ekki“ Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? „Eins og það sé ekkert sem hann hræðist“ FIFA: Donald Trump ræður engu um það Frammistaðan í deildinni skiptir engu máli í dag Sjáðu Meistaradeildarmörkin hjá manninum sem United gat ekki notað Sveindís Jane að missa góðan liðsfélaga: „Sakna þín strax“ „Þetta svíður mig mjög sárt“ Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Töpuðu fyrir Íslandi en ekki í Meistaradeildinni Baulað á Figo í Barcelona: „Portúgalinn er ekki velkominn hér“ Bjarni Jó kveður Selfoss Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ De Bruyne lagði tvisvar upp fyrir Højlund Sjá meira
Heimir Hallgrímsson, annar landsliðsþjálfara Íslands, reyndi að finna það jákvæða eftir 1-0 tapið gegn Tyrklandi í undankeppni EM 2016 í kvöld. Tapið kom ekki að sök þar sem Ísland var þegar komið á EM en eftir stendur að Ísland fékk aðeins eitt stig úr síðustu tveimur leikjum sínum. „Maður er að reyna að brosa í gegnum tárin,“ sagði Heimir, brosandi. „Það er alltaf hundleiðinlegt að fá á sig mark á lokamínútunum og sérstaklega í svona leik því við vorum í dauðafæri að vinna hann.“ Tyrkir skoruðu sigurmarkið sitt úr umdeildri aukaspyrnu á lokamínútum leiksins, skömmu eftir að hafa misst mann af velli með rautt spjald. „Við plönuðum það í hálfleik að vera þolinmóðir og mér fannst skapað svo mikið svæði fyrir okkur eftir því sem leið á leikinn. Það var góður möguleiki á að skora á þá í lokin því þrátt fyrir að þeir væru manni færri þá myndu þeir fresta þess að skora.“ „Það voru miklir möguleikir á bak við þá en við vorum kannski ekki alveg nógu klókir og ekki alveg nógu ferskir til að nýta okkur það. En ef við lítum á það jákvæða þá erum við afar stoltir af strákunum. Þeir spiluðu mjög vel við afar erfiðar aðstæður eins og allir fundu fyrir sem voru á þessum leik.“ „Ég er stoltur af strákunum en svekktur yfir tapinu,“ sagði Heimir. Hann segir að það hafi breytt miklu að Kasakstan komst yfir í Lettlandi. „Um leið vissu þeir að þeir gætu með marki komist beint á EM. Við vissum að þeir myndu taka áhættu og þetta féll þeirra megin í þetta sinn. Ég vildi að ég gæti sagt til hamingju en ég hugsa fyrst um okkur og við erum sársvekktir.“ Það var enginn hreinræktaður framherji í byrjunarliði Tyrklands í dag en það kom Heimi ekki á óvart. „Þeir hafa verið að spila svona áður í keppninni. Þeir eru með svo marga vel spilandi og tekníska leikmenn þarna frammi að þeir eru í raun með fimm tíur á miðjunni og svo einn varnarsinnaðan miðjumann. Það kom okkur ekki á óvart.“ „Við vissum að þetta yrði erfitt í byrjun og það kom kafli þar sem þeir voru hættulegir í 20-30 mínútur. En við stóðum það af okkur og eftir það gáfu þeir í raun eftir.“ „Við áttum fína sénsa á að skora á þá. En það féll því miður ekki með okkur.“ Heimir segir erfitt á þessari stundu hvað Ísland geti lært af síðustu tveimur leikjum sínum í undankeppninni. „Eftir leikinn gegn Lettlandi var talað um að menn væru kannski ekki nógu gíraðir í þann leik en mér fannst við sýna það nú að menn gáfu allt sem þeir áttu í þennan leik. Við getum skilið betur við þennan leik en leikinn gegn Lettlandi þrátt fyrir tapið.“ Eftir að Tyrkir skoruðu var fagnað gríðarlega á vellinum, ekki síst á varamannabekk þeirra. Heimir gekk að einum úr starfsliði Tyrkjanna og virtist eiga eitthvað ósagt við hann. „Það eru vitleysingar í öllum hópum og maður lætur ekki segja hvað sem er við sig,“ sagði þjálfarinn að lokum.
EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Ragnar bestur í Konya | Einkunnir strákanna gegn Tyrklandi Miðverðirnir voru bestu menn vallarins í tapinu gegn Tyrklandi í lokaleik undankeppni EM 2016. 13. október 2015 21:20 Ragnar: Algjört kjaftæði Miðvörður Íslands var ekki ánægður með dóminn sem leiddi að sigurmarki Tyrklands í Konya í kvöld. 13. október 2015 20:49 Jón Daði: Þetta var geðveikt skemmtilegt stríð Selfyssingurinn óttaðist aðeins um hnéð þegar hann fékk harða tæklingu sem verðskuldaði rautt spjald. 13. október 2015 22:01 Ögmundur: Létt að spila með frábærum miðvörðum eins og Kára og Ragga Markvörðurinn stóð sig ágætlega í Konya en þurfti að hirða boltann einu sinni úr netinu. 13. október 2015 21:41 Kolbeinn: Getum gengið stoltir frá borði og brosað fram að EM Framherja íslenska landsliðsins fannst okkar menn betri aðilinn í Tyrklandi í kvöld. 13. október 2015 20:59 Umfjöllun: Tyrkland - Ísland 0-1 | Strákarnir töpuðu í Tyrklandi og enda í 2. sæti Ísland getur unnið sinn riðil með sigri á Tyrkjum í Konya. Það væri sögulegt ef það markmið næst. 13. október 2015 20:30 Aron Einar: Kári vann einvígið heiðarlega Fyrirliðinn ánægður með leik íslenska liðsins en ósáttur við aukaspyrnuna. 13. október 2015 21:10 Mest lesið Íslensk hetja sendi Bergen upp í sjöunda himinn: Ein bestu kaup félagsins Fótbolti Lætur ekki einn slæman leik hafa áhrif á verkefnið Fótbolti „FIFA getur ekki leyst pólitísk vandamál heimsins“ Fótbolti Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum Körfubolti „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Körfubolti Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri Körfubolti Dagskráin í dag: Verður Breiðablik loks Íslandsmeistari? Sport „Þá er erfitt að spila hér“ Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? Körfubolti „Fannst þetta full mikil brekka“ Körfubolti Fleiri fréttir Íslensk hetja sendi Bergen upp í sjöunda himinn: Ein bestu kaup félagsins „FIFA getur ekki leyst pólitísk vandamál heimsins“ Lætur ekki einn slæman leik hafa áhrif á verkefnið Elías Rafn stóð vaktina í sigri Midtjylland á Nottingham Forest Palace neitar að tapa „Örugglega enginn sem nennir að hlusta á það“ Lausanne - Breiðablik 3-0 | Enn stigalausir á stóra sviðinu Sævar Atli neitar að fara úr markaskónum Hákon Arnar skoraði sigurmarkið en Özer stal fyrirsögninni Gömlu United-mennirnir blómstruðu í Meistaradeildinni Gullboltahafinn ekki til Íslands Íranar mega ekki mæta á HM-dráttinn Þorsteinn fær annan aðstoðarmann frá Þrótti Pirraður yfir marki undir vegg: „Hann leggst bara í einhverja fósturstellingu“ Drónabannið í Danmörku skapar vandamál fyrir fótboltafélögin „Í DNA okkar Sunderland-manna að þola þennan mann ekki“ Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? „Eins og það sé ekkert sem hann hræðist“ FIFA: Donald Trump ræður engu um það Frammistaðan í deildinni skiptir engu máli í dag Sjáðu Meistaradeildarmörkin hjá manninum sem United gat ekki notað Sveindís Jane að missa góðan liðsfélaga: „Sakna þín strax“ „Þetta svíður mig mjög sárt“ Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Töpuðu fyrir Íslandi en ekki í Meistaradeildinni Baulað á Figo í Barcelona: „Portúgalinn er ekki velkominn hér“ Bjarni Jó kveður Selfoss Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ De Bruyne lagði tvisvar upp fyrir Højlund Sjá meira
Ragnar bestur í Konya | Einkunnir strákanna gegn Tyrklandi Miðverðirnir voru bestu menn vallarins í tapinu gegn Tyrklandi í lokaleik undankeppni EM 2016. 13. október 2015 21:20
Ragnar: Algjört kjaftæði Miðvörður Íslands var ekki ánægður með dóminn sem leiddi að sigurmarki Tyrklands í Konya í kvöld. 13. október 2015 20:49
Jón Daði: Þetta var geðveikt skemmtilegt stríð Selfyssingurinn óttaðist aðeins um hnéð þegar hann fékk harða tæklingu sem verðskuldaði rautt spjald. 13. október 2015 22:01
Ögmundur: Létt að spila með frábærum miðvörðum eins og Kára og Ragga Markvörðurinn stóð sig ágætlega í Konya en þurfti að hirða boltann einu sinni úr netinu. 13. október 2015 21:41
Kolbeinn: Getum gengið stoltir frá borði og brosað fram að EM Framherja íslenska landsliðsins fannst okkar menn betri aðilinn í Tyrklandi í kvöld. 13. október 2015 20:59
Umfjöllun: Tyrkland - Ísland 0-1 | Strákarnir töpuðu í Tyrklandi og enda í 2. sæti Ísland getur unnið sinn riðil með sigri á Tyrkjum í Konya. Það væri sögulegt ef það markmið næst. 13. október 2015 20:30
Aron Einar: Kári vann einvígið heiðarlega Fyrirliðinn ánægður með leik íslenska liðsins en ósáttur við aukaspyrnuna. 13. október 2015 21:10