Ragnar bestur í Konya | Einkunnir strákanna gegn Tyrklandi 13. október 2015 21:20 Ragnar Sigurðsson var virkilega góður í kvöld. vísir/getty Ísland tapaði, 1-0, fyrir Tyrklandi í lokaleik liðsins í undankeppni EM 2016 í kvöld. Þrátt fyrir tapið er Ísland á leiðinni á EM eins og löngu var vitað, en strákarnir okkar hafna í öðru sæti riðilsins. Varnarleikurinn var góður í kvöld en sóknarleikurinn hefur oft verið betri. Ragnar Sigurðsson var maður leiksins að mati Vísis. Hér að neðan má sjá einkunnir íslenska liðsins í kvöld að mati Vísis og umsögn um leikmennina:Ögmundur Kristinsson, markvörður - 6 Gerði vel það sem hann var beðinn um að gera í leiknum. Var ekki að sjá að hann hafi verið taugaóstyrkur við erfiðar aðstæður. Var í boltanum í sigurmarkinu en hafði annars ekki mikið að gera.Birkir Már Sævarsson, hægri bakvörður - 7 Hélt sínu vel og tók engar áhættur þegar hann kom boltanum frá sér. Skynsamur.Kári Árnason, miðvörður - 8 Hefur verið frábær alla undankeppnina og það var engin breyting á því í gær. Enda sást lítið til sóknarmanna Tyrklands á löngum köflum í leiknum.Ragnar Sigurðsson, miðvörður - 8* Steig vart feilspor allan leikinn og gerði afskaplega vel þegar hann stöðvaði Arda Turan í fyrri hálfleik, þegar Börsungurinn var að sleppa í gegn. Sannkallaður klettur í vörn Íslands.Ari Freyr Skúlason, vinstri bakvörður - 7 Enn og aftur góð frammistaða hjá Ara Frey í undankeppninni. Gerði allt sitt vel varnarlega og sýndi lipurleika fram á við inn á milli.Jóhann Berg Guðmundsson, hægri kantmaður -6 Var í erfiðu hlutverki en náði ekki að ógna mikið. Barðist þó af miklum krafti og hjálpaði í varnarvinnunni.Aron Einar Gunnarsson, miðjumaður - 7 Mikilvægi Arons kom enn og aftur í ljós enda einn mikilvægasti hlekkurinn í íslenska liðinu, ekki síst í varnarvinnunni. Strákarnir héldu allir betra skipulagi en í síðasta leik en Aron kom ró yfir mannskapinn.Gylfi Þór Sigurðsson, miðjumaður - 6 Hæfileikar Gylfa er ótvíræðir en hann sýndi í leiknum að hann er öflugur og agaður varnarmaður þegar þess er krafist af honum. Hélt stöðu sinni vel á kostnað en sóknarkrafturinn varð minni fyrir vikið, sem eðlilegt er.Birkir Bjarnason, vinstri kantmaður - 6 Átti ágætan leik og var mikilvægur þáttur í uppspili íslenska liðsins þegar strákarnir sóttu hratt fram. Sýndi aga í varnarleiknum eins og aðrir í íslenska liðinu. Mun betri í fyrri hálfleik en þeim síðari.Jón Daði Böðvarsson, framherji - 6 Var líflegur, duglegur að sækja boltann og reyna að opna svæði fyrir félaga sína. Mátti stundum litlu muna að það hefði borið árangur.Kolbeinn Sigþórsson, framherji - 6 Vann mikla vinnu í framlínunni og vann ófá skallaeinvígin. Komst í skársta færi Íslands í seinni hálfleik. EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Ragnar: Algjört kjaftæði Miðvörður Íslands var ekki ánægður með dóminn sem leiddi að sigurmarki Tyrklands í Konya í kvöld. 13. október 2015 20:49 Kolbeinn: Getum gengið stoltir frá borði og brosað fram að EM Framherja íslenska landsliðsins fannst okkar menn betri aðilinn í Tyrklandi í kvöld. 13. október 2015 20:59 Umfjöllun: Tyrkland - Ísland 0-1 | Strákarnir töpuðu í Tyrklandi og enda í 2. sæti Ísland getur unnið sinn riðil með sigri á Tyrkjum í Konya. Það væri sögulegt ef það markmið næst. 13. október 2015 20:30 Aron Einar: Kári vann einvígið heiðarlega Fyrirliðinn ánægður með leik íslenska liðsins en ósáttur við aukaspyrnuna. 13. október 2015 21:10 Tyrkir og Króatar bættust í EM-hópinn í kvöld | Þjóðirnar átta í umspilinu Tyrkland og Króatía tryggðu sér í kvöld sæti á Evrópumótinu í fótbolta sem fer fram í Frakklandi á næsta ári. 20 af 24 sætum í keppninni eru því skipuð. 13. október 2015 20:55 Mest lesið Fannst látinn inn á leikvanginum Sport Lætur ekki einn slæman leik hafa áhrif á verkefnið Fótbolti Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum Körfubolti „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Körfubolti Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? Körfubolti „Þá er erfitt að spila hér“ Körfubolti „Fannst þetta full mikil brekka“ Körfubolti Dagskráin í dag: Verður Breiðablik loks Íslandsmeistari? Sport Féll á lyfjaprófi á HM íslenska hestsins og missir silfur: „Eins og ég sé glæpamaður“ Sport Fleiri fréttir „FIFA getur ekki leyst pólitísk vandamál heimsins“ Lætur ekki einn slæman leik hafa áhrif á verkefnið Elías Rafn stóð vaktina í sigri Midtjylland á Nottingham Forest Palace neitar að tapa „Örugglega enginn sem nennir að hlusta á það“ Lausanne - Breiðablik 3-0 | Enn stigalausir á stóra sviðinu Sævar Atli neitar að fara úr markaskónum Hákon Arnar skoraði sigurmarkið en Özer stal fyrirsögninni Gömlu United-mennirnir blómstruðu í Meistaradeildinni Gullboltahafinn ekki til Íslands Íranar mega ekki mæta á HM-dráttinn Þorsteinn fær annan aðstoðarmann frá Þrótti Pirraður yfir marki undir vegg: „Hann leggst bara í einhverja fósturstellingu“ Drónabannið í Danmörku skapar vandamál fyrir fótboltafélögin „Í DNA okkar Sunderland-manna að þola þennan mann ekki“ Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? „Eins og það sé ekkert sem hann hræðist“ FIFA: Donald Trump ræður engu um það Frammistaðan í deildinni skiptir engu máli í dag Sjáðu Meistaradeildarmörkin hjá manninum sem United gat ekki notað Sveindís Jane að missa góðan liðsfélaga: „Sakna þín strax“ „Þetta svíður mig mjög sárt“ Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Töpuðu fyrir Íslandi en ekki í Meistaradeildinni Baulað á Figo í Barcelona: „Portúgalinn er ekki velkominn hér“ Bjarni Jó kveður Selfoss Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ De Bruyne lagði tvisvar upp fyrir Højlund Dier stal stigi af svekktum City mönnum Sjá meira
Ísland tapaði, 1-0, fyrir Tyrklandi í lokaleik liðsins í undankeppni EM 2016 í kvöld. Þrátt fyrir tapið er Ísland á leiðinni á EM eins og löngu var vitað, en strákarnir okkar hafna í öðru sæti riðilsins. Varnarleikurinn var góður í kvöld en sóknarleikurinn hefur oft verið betri. Ragnar Sigurðsson var maður leiksins að mati Vísis. Hér að neðan má sjá einkunnir íslenska liðsins í kvöld að mati Vísis og umsögn um leikmennina:Ögmundur Kristinsson, markvörður - 6 Gerði vel það sem hann var beðinn um að gera í leiknum. Var ekki að sjá að hann hafi verið taugaóstyrkur við erfiðar aðstæður. Var í boltanum í sigurmarkinu en hafði annars ekki mikið að gera.Birkir Már Sævarsson, hægri bakvörður - 7 Hélt sínu vel og tók engar áhættur þegar hann kom boltanum frá sér. Skynsamur.Kári Árnason, miðvörður - 8 Hefur verið frábær alla undankeppnina og það var engin breyting á því í gær. Enda sást lítið til sóknarmanna Tyrklands á löngum köflum í leiknum.Ragnar Sigurðsson, miðvörður - 8* Steig vart feilspor allan leikinn og gerði afskaplega vel þegar hann stöðvaði Arda Turan í fyrri hálfleik, þegar Börsungurinn var að sleppa í gegn. Sannkallaður klettur í vörn Íslands.Ari Freyr Skúlason, vinstri bakvörður - 7 Enn og aftur góð frammistaða hjá Ara Frey í undankeppninni. Gerði allt sitt vel varnarlega og sýndi lipurleika fram á við inn á milli.Jóhann Berg Guðmundsson, hægri kantmaður -6 Var í erfiðu hlutverki en náði ekki að ógna mikið. Barðist þó af miklum krafti og hjálpaði í varnarvinnunni.Aron Einar Gunnarsson, miðjumaður - 7 Mikilvægi Arons kom enn og aftur í ljós enda einn mikilvægasti hlekkurinn í íslenska liðinu, ekki síst í varnarvinnunni. Strákarnir héldu allir betra skipulagi en í síðasta leik en Aron kom ró yfir mannskapinn.Gylfi Þór Sigurðsson, miðjumaður - 6 Hæfileikar Gylfa er ótvíræðir en hann sýndi í leiknum að hann er öflugur og agaður varnarmaður þegar þess er krafist af honum. Hélt stöðu sinni vel á kostnað en sóknarkrafturinn varð minni fyrir vikið, sem eðlilegt er.Birkir Bjarnason, vinstri kantmaður - 6 Átti ágætan leik og var mikilvægur þáttur í uppspili íslenska liðsins þegar strákarnir sóttu hratt fram. Sýndi aga í varnarleiknum eins og aðrir í íslenska liðinu. Mun betri í fyrri hálfleik en þeim síðari.Jón Daði Böðvarsson, framherji - 6 Var líflegur, duglegur að sækja boltann og reyna að opna svæði fyrir félaga sína. Mátti stundum litlu muna að það hefði borið árangur.Kolbeinn Sigþórsson, framherji - 6 Vann mikla vinnu í framlínunni og vann ófá skallaeinvígin. Komst í skársta færi Íslands í seinni hálfleik.
EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Ragnar: Algjört kjaftæði Miðvörður Íslands var ekki ánægður með dóminn sem leiddi að sigurmarki Tyrklands í Konya í kvöld. 13. október 2015 20:49 Kolbeinn: Getum gengið stoltir frá borði og brosað fram að EM Framherja íslenska landsliðsins fannst okkar menn betri aðilinn í Tyrklandi í kvöld. 13. október 2015 20:59 Umfjöllun: Tyrkland - Ísland 0-1 | Strákarnir töpuðu í Tyrklandi og enda í 2. sæti Ísland getur unnið sinn riðil með sigri á Tyrkjum í Konya. Það væri sögulegt ef það markmið næst. 13. október 2015 20:30 Aron Einar: Kári vann einvígið heiðarlega Fyrirliðinn ánægður með leik íslenska liðsins en ósáttur við aukaspyrnuna. 13. október 2015 21:10 Tyrkir og Króatar bættust í EM-hópinn í kvöld | Þjóðirnar átta í umspilinu Tyrkland og Króatía tryggðu sér í kvöld sæti á Evrópumótinu í fótbolta sem fer fram í Frakklandi á næsta ári. 20 af 24 sætum í keppninni eru því skipuð. 13. október 2015 20:55 Mest lesið Fannst látinn inn á leikvanginum Sport Lætur ekki einn slæman leik hafa áhrif á verkefnið Fótbolti Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum Körfubolti „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Körfubolti Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? Körfubolti „Þá er erfitt að spila hér“ Körfubolti „Fannst þetta full mikil brekka“ Körfubolti Dagskráin í dag: Verður Breiðablik loks Íslandsmeistari? Sport Féll á lyfjaprófi á HM íslenska hestsins og missir silfur: „Eins og ég sé glæpamaður“ Sport Fleiri fréttir „FIFA getur ekki leyst pólitísk vandamál heimsins“ Lætur ekki einn slæman leik hafa áhrif á verkefnið Elías Rafn stóð vaktina í sigri Midtjylland á Nottingham Forest Palace neitar að tapa „Örugglega enginn sem nennir að hlusta á það“ Lausanne - Breiðablik 3-0 | Enn stigalausir á stóra sviðinu Sævar Atli neitar að fara úr markaskónum Hákon Arnar skoraði sigurmarkið en Özer stal fyrirsögninni Gömlu United-mennirnir blómstruðu í Meistaradeildinni Gullboltahafinn ekki til Íslands Íranar mega ekki mæta á HM-dráttinn Þorsteinn fær annan aðstoðarmann frá Þrótti Pirraður yfir marki undir vegg: „Hann leggst bara í einhverja fósturstellingu“ Drónabannið í Danmörku skapar vandamál fyrir fótboltafélögin „Í DNA okkar Sunderland-manna að þola þennan mann ekki“ Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? „Eins og það sé ekkert sem hann hræðist“ FIFA: Donald Trump ræður engu um það Frammistaðan í deildinni skiptir engu máli í dag Sjáðu Meistaradeildarmörkin hjá manninum sem United gat ekki notað Sveindís Jane að missa góðan liðsfélaga: „Sakna þín strax“ „Þetta svíður mig mjög sárt“ Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Töpuðu fyrir Íslandi en ekki í Meistaradeildinni Baulað á Figo í Barcelona: „Portúgalinn er ekki velkominn hér“ Bjarni Jó kveður Selfoss Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ De Bruyne lagði tvisvar upp fyrir Højlund Dier stal stigi af svekktum City mönnum Sjá meira
Ragnar: Algjört kjaftæði Miðvörður Íslands var ekki ánægður með dóminn sem leiddi að sigurmarki Tyrklands í Konya í kvöld. 13. október 2015 20:49
Kolbeinn: Getum gengið stoltir frá borði og brosað fram að EM Framherja íslenska landsliðsins fannst okkar menn betri aðilinn í Tyrklandi í kvöld. 13. október 2015 20:59
Umfjöllun: Tyrkland - Ísland 0-1 | Strákarnir töpuðu í Tyrklandi og enda í 2. sæti Ísland getur unnið sinn riðil með sigri á Tyrkjum í Konya. Það væri sögulegt ef það markmið næst. 13. október 2015 20:30
Aron Einar: Kári vann einvígið heiðarlega Fyrirliðinn ánægður með leik íslenska liðsins en ósáttur við aukaspyrnuna. 13. október 2015 21:10
Tyrkir og Króatar bættust í EM-hópinn í kvöld | Þjóðirnar átta í umspilinu Tyrkland og Króatía tryggðu sér í kvöld sæti á Evrópumótinu í fótbolta sem fer fram í Frakklandi á næsta ári. 20 af 24 sætum í keppninni eru því skipuð. 13. október 2015 20:55