Bauð þrjátíu flóttamönnum í skemmtiferð um Reykjanesið Bjarki Ármannsson skrifar 13. október 2015 20:25 Mynd af hópnum sem fékk ókeypis ferð í dag. Mynd/Hans Guðmundsson „Maður er bara alveg með bros á vör, þetta er búið að vera skemmtilegur dagur með fólki sem hafði gaman af því að fara í þessa ferð,“ segir Hans Guðmundsson, eigandi rútufyrirtækisins iBus og fyrrverandi landsliðsmaður í handbolta. Hans er tiltölulega nýkominn aftur í bæinn eftir að hafa boðið hópi þrjátíu flóttamanna í dagsferð um Reykjanesið í rútu sinni. „Fyrir svona hálfum mánuði datt mér í hug að bjóða flóttamönnum í svona dagsferð, bara hvert sem þeir vildu fara,“ segir Hans. „Af hverju ekki að gera eitthvað, leggja eitthvað af mörkum, til að stytta þessu fólki stundirnar. Mann fór nefnilega að gruna að þau væru bara í einhverjum íbúðum eða herbergjum og hefðu í raun og veru ekkert að gera. Þannig mig langaði bara að þau fengju einn dag í að gera eitthvað skemmtilegt.“ Hans segist upphaflega hafa haft Gullna hringinn í huga. Hann hafði samband við Rauða krossinn, sem tók vel í hugmyndina en vildi frekar halda sig við nærumhverfið. Úr varð dagsferð um Reykjanesið og tveir sjálfboðaliðar Rauða krossins, sem einnig eru leiðsögumenn, fóru með. Allir gáfu sína vinnu. Að sögn Hans tók ferðin um sex klukkutíma. „Við vorum náttúrulega ekkert að flýta okkur,“ segir hann. „Fyrsta stoppið var við Seltún í Krýsuvík og það kom alveg svoleiðis hellidemba. Við vorum nýbúin að segja þeim að veðrið hérna breytist á fimm mínútna fresti. Svo á næsta stoppi, og restina af ferðinni, var bara sól og blíða.“ Flóttamennirnir komu frá nokkrum löndum, meðal annars Sýrlandi. Margir í hópnum töluðu ensku og voru Hans og leiðsögumennirnir duglegir að spjalla við fólkið. Hans deildi sögunni á Facebook-hópnum Bakland ferðaþjónustunnar í kvöld að sögn til þess að hvetja aðra í ferðaþjónustunni til að bjóða flóttamönnum upp á svona skemmtiferðir. „Nóg er af rútufyrirtækjum og nóg að gera hjá þeim, þannig að þau ættu að hafa efni á því. Fyrst ég gat það, ættu þau að geta það,“ segir hann og hlær. „Það eru góðir menn sem stjórna fyrirtækjunum þannig að ég sé alveg fyrir mér að þeir væru til í þetta líka.“ Flóttamenn Mest lesið Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Fleiri fréttir Gleðileg jól kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sjá meira
„Maður er bara alveg með bros á vör, þetta er búið að vera skemmtilegur dagur með fólki sem hafði gaman af því að fara í þessa ferð,“ segir Hans Guðmundsson, eigandi rútufyrirtækisins iBus og fyrrverandi landsliðsmaður í handbolta. Hans er tiltölulega nýkominn aftur í bæinn eftir að hafa boðið hópi þrjátíu flóttamanna í dagsferð um Reykjanesið í rútu sinni. „Fyrir svona hálfum mánuði datt mér í hug að bjóða flóttamönnum í svona dagsferð, bara hvert sem þeir vildu fara,“ segir Hans. „Af hverju ekki að gera eitthvað, leggja eitthvað af mörkum, til að stytta þessu fólki stundirnar. Mann fór nefnilega að gruna að þau væru bara í einhverjum íbúðum eða herbergjum og hefðu í raun og veru ekkert að gera. Þannig mig langaði bara að þau fengju einn dag í að gera eitthvað skemmtilegt.“ Hans segist upphaflega hafa haft Gullna hringinn í huga. Hann hafði samband við Rauða krossinn, sem tók vel í hugmyndina en vildi frekar halda sig við nærumhverfið. Úr varð dagsferð um Reykjanesið og tveir sjálfboðaliðar Rauða krossins, sem einnig eru leiðsögumenn, fóru með. Allir gáfu sína vinnu. Að sögn Hans tók ferðin um sex klukkutíma. „Við vorum náttúrulega ekkert að flýta okkur,“ segir hann. „Fyrsta stoppið var við Seltún í Krýsuvík og það kom alveg svoleiðis hellidemba. Við vorum nýbúin að segja þeim að veðrið hérna breytist á fimm mínútna fresti. Svo á næsta stoppi, og restina af ferðinni, var bara sól og blíða.“ Flóttamennirnir komu frá nokkrum löndum, meðal annars Sýrlandi. Margir í hópnum töluðu ensku og voru Hans og leiðsögumennirnir duglegir að spjalla við fólkið. Hans deildi sögunni á Facebook-hópnum Bakland ferðaþjónustunnar í kvöld að sögn til þess að hvetja aðra í ferðaþjónustunni til að bjóða flóttamönnum upp á svona skemmtiferðir. „Nóg er af rútufyrirtækjum og nóg að gera hjá þeim, þannig að þau ættu að hafa efni á því. Fyrst ég gat það, ættu þau að geta það,“ segir hann og hlær. „Það eru góðir menn sem stjórna fyrirtækjunum þannig að ég sé alveg fyrir mér að þeir væru til í þetta líka.“
Flóttamenn Mest lesið Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Fleiri fréttir Gleðileg jól kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sjá meira