Fótbolti

Slóvakar fylgja Spáni til Frakklands

Tómas Þór Þóraðrson skrifar
Marek Hamsik skoraði tvö mörk í kvöld.
Marek Hamsik skoraði tvö mörk í kvöld. vísir/afp
Slóvakar tryggðu sér í kvöld sæti á EM 2016 með sigri á Lúxemborg á útivelli, 4-2. Úkraína tapaði 1-0 heima fyrir Spáni og fer í umspilið.

Marek Hamsik, stórstjarna Slóvaka, kom gestunum yfir í Lúxemborg á 24. mínútu og fimm mínútum síðar var Adam Nemec búinn að tvöfalda forskotið, 2-0.

Áður en hálftími var liðinn skoraði Robert Mak, kantmaður PAOK í Grikklandi, þriðja mark Slóvaka og útlitið gott hjá þeim.

Lúxemborg svaraði fyrir sig í seinni hálfleik og stríddi Slóvakíu með því að skora tvö mörk, en Hamsik skoraði annað mark sitt og fjórða mark Slóvaka á 90. mínútu. Lokatölur, 4-2.

Þessi sigur tryggði Slóvökum annað sætið í C-riðli, en liðið lýkur keppni með 22 stig, fimm stigum minna en topplið Spánar.

Spánverjar unnu Úkraínu á útivelli, 1-0, með marki Mario Gaspar í fyrri hálfleik. Úkraínumenn þurftu sigur til að eiga möguleika á öðru sætinu en þeir komast að minnsta kosti í umspilið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×