Fótbolti

Gylfi Þór: Æfði mig að taka aukaspyrnur eins og Beckham

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Gylfi Þór Sigurðsson tekur spyrnuna sem skilaði fyrra marki Íslands gegn Lettlandi.
Gylfi Þór Sigurðsson tekur spyrnuna sem skilaði fyrra marki Íslands gegn Lettlandi. vísir/anton brink
Gylfi Þór Sigurðsson, miðjumaður Swansea í ensku úrvalsdeildinni og leikmaður íslenska landsliðsins í fótbolta, hefur vakið mikla athygli fyrir aukaspyrnutækni sína.

Gylfi skoraði úr nokkrum fyrir Swansea á síðustu leiktíð og ein slík skilaði marki gegn Lettlandi síðastliðinn laugardag þegar Kolbeinn Sigþórsson fylgdi eftir föstu skoti Gylfa sem var varið.

Í viðtali við heimasíðu Alþjóðaknattspyrnusambandsins, FIFA, segir Gylfi að David Beckham, fyrrverandi leikmaður Manchester United og landsliðsfyrirliði Englands, hafði mikil áhrif á sig sem ungur maður.

„Þegar ég var að alast upp og horfa á ensku úrvalsdeildina sá ég Beckham taka svona spyrnur. Ég var heppinn að geta fylgst með honum frá því ég var bara lítill strákur,“ segir Gylfi Þór.

„Þetta er eitthvað sem ég æfði alltaf heima á Íslandi og hef haldið því áfram. Pabbi minn og bróðir fóru alltaf með mér út í fótbolta þegar ég var lítill og svo horfði ég mikið á fótbolta. Það hjálpaði til við að móta minn stíl.“

„Beckham og Lampard voru þeir sem ég hefði mest gaman að horfa á. Lampard skoraði svo mikið af mörkum á miðjunni að það var erfitt að horfa ekki upp til hans,“ segir Gylfi Þór Sigurðsson.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×