Ragnar: Vantar aldrei hvatningu með landsliðinu Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 12. október 2015 23:00 Ragnar Sigurðsson segir að leikmenn hafi jafnað sig á niðurstöðunni gegn Lettlandi á laugardag, þar sem Ísland missti 2-0 forystu niður í jafntefli. Liðið er nú komið til Konya í Tyrklandi þar sem að það mætir Tyrklandi í lokaleik sínum í undankeppni EM 2016. Ísland er þegar komið á EM en Tyrkland þarf að fá að minnsta kosti stig. „Það er helst þegar þú minnist á þetta að leikurinn rifjast upp fyrir manni. En maður hefur verið það lengi í þessu að maður leyfir sér að svekkja sig í einn dag en svo er hugurinn kominn við næsta leik,“ sagði Ragnar en viðtalið má sjá í heild sinni hér fyrir ofan. Hann hefur ekki áhyggjur af því að leikmenn mæti of afslappaðir til leiks á morgun, fyrst að EM-sætið er í húfi. „Hvað mig varðar þarf ég aldrei að gíra mig upp í landsleiki. Það er frekar að það sé erfitt að gera það fyrir leiki með félagsliði sem skipta litlu máli. En það vantar aldrei hvatningu þegar maður spilar með landsliðinu.“ Ragnar segir eins og aðrir í hópnum erfitt að sjá fyrir hvernig Tyrkir muni nálgast leikinn á morgun. „Við ætlum að spila okkar leik og svo sjáum við hvað þeir gera. Við þurfum að passa að sinna okkar vel - verjast sem heild og hlaupa til baka þegar boltinn tapast. Það vantaði aðeins í leiknum á laugardaginn.“ Kári Árnason, sem hefur spilað lengst af við hlið Ragnars í varnarlínu Íslands í undankeppninni, fór meiddur af velli á laugardag og Sölvi Geir Ottesen kom inn. Ragnar segir að það eigi ekki að koma að sök hverjir verði í vörn Íslands á morgun. „Kári er búinn að vera frábær í þessari keppni en ég hef oft spilað með Sölva áður, bæði með landsliðinu og FCK. Við höfum alltaf náð frábærlega saman. Hvað mig varðar skiptir það ekki máli hvor spilar eða hvort Kári og Sölvi spili saman í vörninni - það yrði alltaf jafn gott.“ EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Glódís: „Gríðarlega erfitt að sitja með þá tilfinningu eftir mót“ Sport Skýrsla Arons: Stórum spurningum þarf að svara Fótbolti Dagný: Veit ekkert hvað ég er að fara að gera Fótbolti „Það var köld tuska í andlitið“ Fótbolti „Þegar við spilum svona þá uppskerum við yfirleitt“ Fótbolti Sveindís: Maður vinnur ekki leiki nema að skora mörk Fótbolti Vill halda áfram: „Tel mig hafa getuna í það“ Fótbolti Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Einkunnir Íslands: Sveindís langbest Fótbolti Segist „hafa dáið fjórum sinnum“ og er nánast óþekkjanlegur í dag Sport Fleiri fréttir Skýrsla Arons: Stórum spurningum þarf að svara „Þegar við spilum svona þá uppskerum við yfirleitt“ Sveindís: Maður vinnur ekki leiki nema að skora mörk „Það var köld tuska í andlitið“ Dagný: Veit ekkert hvað ég er að fara að gera Uppgjörið: Valur - Flora 3-0 | Valsmenn í góðri stöðu Vill halda áfram: „Tel mig hafa getuna í það“ Einkunnir Íslands: Sveindís langbest Dramatískt jafntefli sendir heimakonur í átta liða úrslit Ítalskur deildarleikur í Ástralíu í febrúar? „Við erum að gera eitthvað rétt“ Þrjár breytingar: Katla fær stórt tækifæri í lokaleik Íslands á EM Uppgjörið: Malisheva - Víkingur 0-1 | Fagleg frammistaða hjá Víkingum Uppgjör: Ísland - Noregur 3-4 | Daufur endir á slöppu ævintýri Myndaveisla: Íslensk yfirtaka í Thun og vonast eftir fyrsta sigrinum Á góðum stað fyrir mikil átök Fjórir eru tveimur leikjum frá því að vinna sjö titla á einu ári Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Valdi Ísland fram yfir Noreg: „Ég er meiri Íslendingur“ EM í dag: Hungur í sigur, þreytandi vörður og næstum stærsta skúbb mótsins „Miklu skemmtilegra að vera í þessari baráttu“ Arsenal eflir miðjuna enn frekar Sex hafa ekkert spilað á EM Sjáðu strákana á N1 mótinu sýna snilli sína Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Ajax riftir samningi Jordans Henderson Síðasti séns á að vinna milljónir Missum Hondúras upp fyrir okkur en höldum sama sæti á FIFA listanum Missir af leik á EM vegna höfuðmeiðsla Messi í stuði í nótt og nældi sér í enn eitt metið Sjá meira
Ragnar Sigurðsson segir að leikmenn hafi jafnað sig á niðurstöðunni gegn Lettlandi á laugardag, þar sem Ísland missti 2-0 forystu niður í jafntefli. Liðið er nú komið til Konya í Tyrklandi þar sem að það mætir Tyrklandi í lokaleik sínum í undankeppni EM 2016. Ísland er þegar komið á EM en Tyrkland þarf að fá að minnsta kosti stig. „Það er helst þegar þú minnist á þetta að leikurinn rifjast upp fyrir manni. En maður hefur verið það lengi í þessu að maður leyfir sér að svekkja sig í einn dag en svo er hugurinn kominn við næsta leik,“ sagði Ragnar en viðtalið má sjá í heild sinni hér fyrir ofan. Hann hefur ekki áhyggjur af því að leikmenn mæti of afslappaðir til leiks á morgun, fyrst að EM-sætið er í húfi. „Hvað mig varðar þarf ég aldrei að gíra mig upp í landsleiki. Það er frekar að það sé erfitt að gera það fyrir leiki með félagsliði sem skipta litlu máli. En það vantar aldrei hvatningu þegar maður spilar með landsliðinu.“ Ragnar segir eins og aðrir í hópnum erfitt að sjá fyrir hvernig Tyrkir muni nálgast leikinn á morgun. „Við ætlum að spila okkar leik og svo sjáum við hvað þeir gera. Við þurfum að passa að sinna okkar vel - verjast sem heild og hlaupa til baka þegar boltinn tapast. Það vantaði aðeins í leiknum á laugardaginn.“ Kári Árnason, sem hefur spilað lengst af við hlið Ragnars í varnarlínu Íslands í undankeppninni, fór meiddur af velli á laugardag og Sölvi Geir Ottesen kom inn. Ragnar segir að það eigi ekki að koma að sök hverjir verði í vörn Íslands á morgun. „Kári er búinn að vera frábær í þessari keppni en ég hef oft spilað með Sölva áður, bæði með landsliðinu og FCK. Við höfum alltaf náð frábærlega saman. Hvað mig varðar skiptir það ekki máli hvor spilar eða hvort Kári og Sölvi spili saman í vörninni - það yrði alltaf jafn gott.“
EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Glódís: „Gríðarlega erfitt að sitja með þá tilfinningu eftir mót“ Sport Skýrsla Arons: Stórum spurningum þarf að svara Fótbolti Dagný: Veit ekkert hvað ég er að fara að gera Fótbolti „Það var köld tuska í andlitið“ Fótbolti „Þegar við spilum svona þá uppskerum við yfirleitt“ Fótbolti Sveindís: Maður vinnur ekki leiki nema að skora mörk Fótbolti Vill halda áfram: „Tel mig hafa getuna í það“ Fótbolti Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Einkunnir Íslands: Sveindís langbest Fótbolti Segist „hafa dáið fjórum sinnum“ og er nánast óþekkjanlegur í dag Sport Fleiri fréttir Skýrsla Arons: Stórum spurningum þarf að svara „Þegar við spilum svona þá uppskerum við yfirleitt“ Sveindís: Maður vinnur ekki leiki nema að skora mörk „Það var köld tuska í andlitið“ Dagný: Veit ekkert hvað ég er að fara að gera Uppgjörið: Valur - Flora 3-0 | Valsmenn í góðri stöðu Vill halda áfram: „Tel mig hafa getuna í það“ Einkunnir Íslands: Sveindís langbest Dramatískt jafntefli sendir heimakonur í átta liða úrslit Ítalskur deildarleikur í Ástralíu í febrúar? „Við erum að gera eitthvað rétt“ Þrjár breytingar: Katla fær stórt tækifæri í lokaleik Íslands á EM Uppgjörið: Malisheva - Víkingur 0-1 | Fagleg frammistaða hjá Víkingum Uppgjör: Ísland - Noregur 3-4 | Daufur endir á slöppu ævintýri Myndaveisla: Íslensk yfirtaka í Thun og vonast eftir fyrsta sigrinum Á góðum stað fyrir mikil átök Fjórir eru tveimur leikjum frá því að vinna sjö titla á einu ári Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Valdi Ísland fram yfir Noreg: „Ég er meiri Íslendingur“ EM í dag: Hungur í sigur, þreytandi vörður og næstum stærsta skúbb mótsins „Miklu skemmtilegra að vera í þessari baráttu“ Arsenal eflir miðjuna enn frekar Sex hafa ekkert spilað á EM Sjáðu strákana á N1 mótinu sýna snilli sína Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Ajax riftir samningi Jordans Henderson Síðasti séns á að vinna milljónir Missum Hondúras upp fyrir okkur en höldum sama sæti á FIFA listanum Missir af leik á EM vegna höfuðmeiðsla Messi í stuði í nótt og nældi sér í enn eitt metið Sjá meira