Erfiður útivöllur en strákarnir hafa gert þetta allt saman áður Eiríkur Stefán Ásgeirsson í Konya skrifar 13. október 2015 06:00 Lars Lagerbäck ræðir við strákana fyrir æfinguna í Konya í gær. vísir/getty Ísland fær tækifæri í dag til að fegra knattspyrnusögu enn frekar er liðið getur með sigri á Tyrklandi tryggt sér sigur í A-riðli undankeppni EM 2016. Íslenska karlalandsliðinu hafði aldrei fyrr tryggt sér sæti á stórmóti, hvað þá unnið sinn riðil í undankeppni. En hindrunin er mikil. Strákarnir þurfa allra helst að vinna Tyrki á hinum glæsilega Torku Arena leikvelli í Konya þar sem allt er undir hjá heimamönnum. Tyrkir mega ekki við því að tapa og hingað er erfitt að koma, hvort sem er með landslið eða félagslið. „Þetta er sannarlega erfiður útivöllur. En þessir strákar hafa gert þetta allt saman áður ég hef ekki áhyggjur af þeim,“ segir Lars Lägerback, annar landsliðsþjálfara Íslands, án þess að hika. Hann getur leyft sér að vera öruggur með sig, enda aldrei tapað fyrir Tyrklandi á sínum landsliðsþjálfaraferli - hvort sem er með Svíþjóð eða Íslandi. „Ég vona að það breytist ekki á morgun,“ sagði hann og brosti.Strákarnir æfa í Konya.vísir/gettyEnginn góður nema Hannes Hefði Ísland unnið Lettland á laugardag væri sigurinn í riðlinum þegar tryggður, fyrst Tékkland tapaði fyrir Tyrklandi. Enn fremur olli spilamennska Íslands í seinni hálfleik vonbrigðum, er strákarnir misstu 2-0 foyrstu í jafntefli. Lagerbäck segir að leikmenn hafi ef til ofmetnast og ætlað sér of mikið. „Ég tel að hugarfarið hafi verið að trufla okkur. Við vorum komnir áfram á EM og 2-0 yfir eftir fyrri hálfleikinn. Það gerði þetta enginn viljandi en ég held að það vilji allir hafa þennan þátt í okkar leik í lagi.“ Hann segir að liðsheildin hafi vikið fyrir einstaklingsframtaki og það megi ekki endurtaka sig hjá Íslandi. „Það var enginn góður í seinni hálfleik, nema kannski Hannes. Það var ekkert skipulag á liðinu og við ætluðum okkur of mikið í sóknarleiknum.“Gerbreytt lið Tyrkja Tyrkir töpuðu fyrstu tveimur leikjum sínum í undankeppninni en eru taplausir í sjö leikjum síðan þá. Óhætt er að segja að Fatih Termin landsliðsþjálfara hafi tekist að kúvenda gengi liðsins og hrósaði Lagerbäck honum fyrir starf sitt. „Liðið er breytt, mjög vel skipulagt og spilar góðan varnarleik. Það getur núna brugðist við aðstæðum eins og sást gegn Tékklandi. Þar fóru þeir rólega af stað en sóttu meira eftir að leið á leikinn. Eftir að þeir skoruðu fóru þeir aftur með varnarlínuna sína og pössuðu sig sérstaklega á því að gera engin mistök.“Lars Lagerbäck trillar sér í gegnum flugstöðina í Konya.vísir/gettyÍslensku þjálfararnir hafa búið sína menn undir að mæta báðum útgáfum af tyrkneska liðinu - sókndjörfu og varnarsinnuðu. Hvort sem verður er ljóst að það verður erfitt fyrir Ísland að sækja í gegnum þétta miðju Tyrkja en Lagerbäck hefur svar við því. „Við þurfum að beita lengri sendingum og vera þolinmóðir í uppspilinu, þar til að þeirra skipulag riðlast aðeins. Venjulega getum við beitt báðum úrræðum og vonandi geta leikmenn leitað í þetta tvennt í leiknum.“Minnisstætt afrek Engum dylst hversu magnaður árangur það væri að enda í efsta sæti þessa undanriðils. Engin verðlaun eru þó veitt fyrir fyrsta sætið en bæði þjálfarar og leikmenn eru einbeittir að því að ná því takmarki sínu. „Við værum auðvitað allir afar ánægður með að ljúka þessari undankeppni með sigri og að ná efsta sæti riðilsins. Það væri afar sætt og yrði lengi í minnum haft.“ EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Gylfi: Verðum að nýta þeirra veikleika Gylfi Þór Sigurðsson á ekki von á auðveldum leik gegn Tyrklandi í kvöld en hann segir alla í hópnum stefna að því sama - að vinna leikinn og riðilinn. 13. október 2015 09:00 Jóhann Berg: Forréttindi að byrja Jóhann Berg Guðmundsson segir að það sé allt of langt síðan að hann skoraði fyrir íslenska landsliðið. Næsta mark hljóti að koma gegn Tyrkjum í kvöld. 13. október 2015 08:00 Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Leik lokið: Stjarnan - Tindastóll 103-74| Andlegt gjaldþrot gestanna í Garðabæ Körfubolti KKÍ breytir reglum varðandi erlenda leikmenn Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Georgía 33-21 | Fullt hús eftir stórsigur Handbolti Leik lokið: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn Íslenski boltinn Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Arsenal kom til baka á móti meisturunum á Anfield Enski boltinn Ljóst hvaða þjóðir verða með Ísland á EM í handbolta Handbolti Enn eitt tapið á Old Trafford Enski boltinn Uppgjör: KA - Breiðablik 0-1 | Blikar sluppu með skrekkinn í blálokin Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Þurftum að grafa djúpt” Leik lokið: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn „Ef við mætum svona í leiki munum við fá fullt af stigum” Pirruð Man City stjarna: „Þeir reyndu ekki einu sinni að vinna“ Uppgjör: KA - Breiðablik 0-1 | Blikar sluppu með skrekkinn í blálokin Hilmir Rafn innsiglaði sigurinn hjá toppliðinu Þór/KA og Blikar áfram í bikar: Sextán ára aldursmunur á markaskorurum Arsenal kom til baka á móti meisturunum á Anfield Stefán Ingi og Sveinn Aron báðir á skotskónum í sigurleikjum Daníel Tristan og Mikael með stoðsendingar Sjáðu draumamark Ísaks Andra Sveindís Jane skoraði og lagði upp í kveðjuleiknum Barcelona með níu fingur á titlinum Newcastle upp í þriðja sætið eftir sigur á Chelsea Enn eitt tapið á Old Trafford Palace fór létt með Tottenham sem hvíldi marga „Snýst um félagið, liðið og hvað við áorkum saman“ „Finnst að þeir eigi að vera betri en við í reglunum“ Meistaradeild Evrópu: Þar sem markmenn eru markverðir Sjáðu mörkin sem tryggðu Fram sinn fyrsta sigur, þrennu Söndru Maríu og öll hin Myndaveisla: Grindvíkingar léku loks á heimavelli Hæstánægður með að Dýrlingarnir séu ekki lélegasta lið sögunnar Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Kristian Nökkvi skoraði og lagði upp Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Cecilía Rán lokaði markinu í lokaleiknum Sunneva Hrönn og stöllur í FCK tryggðu sig upp um deild Alexander Rafn yngsti markaskorari í sögu efstu deildar Skjöldur á loft í Bæjaralandi Watkins hélt Meistaradeildardraum Villa á lífi Sjá meira
Ísland fær tækifæri í dag til að fegra knattspyrnusögu enn frekar er liðið getur með sigri á Tyrklandi tryggt sér sigur í A-riðli undankeppni EM 2016. Íslenska karlalandsliðinu hafði aldrei fyrr tryggt sér sæti á stórmóti, hvað þá unnið sinn riðil í undankeppni. En hindrunin er mikil. Strákarnir þurfa allra helst að vinna Tyrki á hinum glæsilega Torku Arena leikvelli í Konya þar sem allt er undir hjá heimamönnum. Tyrkir mega ekki við því að tapa og hingað er erfitt að koma, hvort sem er með landslið eða félagslið. „Þetta er sannarlega erfiður útivöllur. En þessir strákar hafa gert þetta allt saman áður ég hef ekki áhyggjur af þeim,“ segir Lars Lägerback, annar landsliðsþjálfara Íslands, án þess að hika. Hann getur leyft sér að vera öruggur með sig, enda aldrei tapað fyrir Tyrklandi á sínum landsliðsþjálfaraferli - hvort sem er með Svíþjóð eða Íslandi. „Ég vona að það breytist ekki á morgun,“ sagði hann og brosti.Strákarnir æfa í Konya.vísir/gettyEnginn góður nema Hannes Hefði Ísland unnið Lettland á laugardag væri sigurinn í riðlinum þegar tryggður, fyrst Tékkland tapaði fyrir Tyrklandi. Enn fremur olli spilamennska Íslands í seinni hálfleik vonbrigðum, er strákarnir misstu 2-0 foyrstu í jafntefli. Lagerbäck segir að leikmenn hafi ef til ofmetnast og ætlað sér of mikið. „Ég tel að hugarfarið hafi verið að trufla okkur. Við vorum komnir áfram á EM og 2-0 yfir eftir fyrri hálfleikinn. Það gerði þetta enginn viljandi en ég held að það vilji allir hafa þennan þátt í okkar leik í lagi.“ Hann segir að liðsheildin hafi vikið fyrir einstaklingsframtaki og það megi ekki endurtaka sig hjá Íslandi. „Það var enginn góður í seinni hálfleik, nema kannski Hannes. Það var ekkert skipulag á liðinu og við ætluðum okkur of mikið í sóknarleiknum.“Gerbreytt lið Tyrkja Tyrkir töpuðu fyrstu tveimur leikjum sínum í undankeppninni en eru taplausir í sjö leikjum síðan þá. Óhætt er að segja að Fatih Termin landsliðsþjálfara hafi tekist að kúvenda gengi liðsins og hrósaði Lagerbäck honum fyrir starf sitt. „Liðið er breytt, mjög vel skipulagt og spilar góðan varnarleik. Það getur núna brugðist við aðstæðum eins og sást gegn Tékklandi. Þar fóru þeir rólega af stað en sóttu meira eftir að leið á leikinn. Eftir að þeir skoruðu fóru þeir aftur með varnarlínuna sína og pössuðu sig sérstaklega á því að gera engin mistök.“Lars Lagerbäck trillar sér í gegnum flugstöðina í Konya.vísir/gettyÍslensku þjálfararnir hafa búið sína menn undir að mæta báðum útgáfum af tyrkneska liðinu - sókndjörfu og varnarsinnuðu. Hvort sem verður er ljóst að það verður erfitt fyrir Ísland að sækja í gegnum þétta miðju Tyrkja en Lagerbäck hefur svar við því. „Við þurfum að beita lengri sendingum og vera þolinmóðir í uppspilinu, þar til að þeirra skipulag riðlast aðeins. Venjulega getum við beitt báðum úrræðum og vonandi geta leikmenn leitað í þetta tvennt í leiknum.“Minnisstætt afrek Engum dylst hversu magnaður árangur það væri að enda í efsta sæti þessa undanriðils. Engin verðlaun eru þó veitt fyrir fyrsta sætið en bæði þjálfarar og leikmenn eru einbeittir að því að ná því takmarki sínu. „Við værum auðvitað allir afar ánægður með að ljúka þessari undankeppni með sigri og að ná efsta sæti riðilsins. Það væri afar sætt og yrði lengi í minnum haft.“
EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Gylfi: Verðum að nýta þeirra veikleika Gylfi Þór Sigurðsson á ekki von á auðveldum leik gegn Tyrklandi í kvöld en hann segir alla í hópnum stefna að því sama - að vinna leikinn og riðilinn. 13. október 2015 09:00 Jóhann Berg: Forréttindi að byrja Jóhann Berg Guðmundsson segir að það sé allt of langt síðan að hann skoraði fyrir íslenska landsliðið. Næsta mark hljóti að koma gegn Tyrkjum í kvöld. 13. október 2015 08:00 Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Leik lokið: Stjarnan - Tindastóll 103-74| Andlegt gjaldþrot gestanna í Garðabæ Körfubolti KKÍ breytir reglum varðandi erlenda leikmenn Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Georgía 33-21 | Fullt hús eftir stórsigur Handbolti Leik lokið: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn Íslenski boltinn Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Arsenal kom til baka á móti meisturunum á Anfield Enski boltinn Ljóst hvaða þjóðir verða með Ísland á EM í handbolta Handbolti Enn eitt tapið á Old Trafford Enski boltinn Uppgjör: KA - Breiðablik 0-1 | Blikar sluppu með skrekkinn í blálokin Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Þurftum að grafa djúpt” Leik lokið: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn „Ef við mætum svona í leiki munum við fá fullt af stigum” Pirruð Man City stjarna: „Þeir reyndu ekki einu sinni að vinna“ Uppgjör: KA - Breiðablik 0-1 | Blikar sluppu með skrekkinn í blálokin Hilmir Rafn innsiglaði sigurinn hjá toppliðinu Þór/KA og Blikar áfram í bikar: Sextán ára aldursmunur á markaskorurum Arsenal kom til baka á móti meisturunum á Anfield Stefán Ingi og Sveinn Aron báðir á skotskónum í sigurleikjum Daníel Tristan og Mikael með stoðsendingar Sjáðu draumamark Ísaks Andra Sveindís Jane skoraði og lagði upp í kveðjuleiknum Barcelona með níu fingur á titlinum Newcastle upp í þriðja sætið eftir sigur á Chelsea Enn eitt tapið á Old Trafford Palace fór létt með Tottenham sem hvíldi marga „Snýst um félagið, liðið og hvað við áorkum saman“ „Finnst að þeir eigi að vera betri en við í reglunum“ Meistaradeild Evrópu: Þar sem markmenn eru markverðir Sjáðu mörkin sem tryggðu Fram sinn fyrsta sigur, þrennu Söndru Maríu og öll hin Myndaveisla: Grindvíkingar léku loks á heimavelli Hæstánægður með að Dýrlingarnir séu ekki lélegasta lið sögunnar Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Kristian Nökkvi skoraði og lagði upp Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Cecilía Rán lokaði markinu í lokaleiknum Sunneva Hrönn og stöllur í FCK tryggðu sig upp um deild Alexander Rafn yngsti markaskorari í sögu efstu deildar Skjöldur á loft í Bæjaralandi Watkins hélt Meistaradeildardraum Villa á lífi Sjá meira
Gylfi: Verðum að nýta þeirra veikleika Gylfi Þór Sigurðsson á ekki von á auðveldum leik gegn Tyrklandi í kvöld en hann segir alla í hópnum stefna að því sama - að vinna leikinn og riðilinn. 13. október 2015 09:00
Jóhann Berg: Forréttindi að byrja Jóhann Berg Guðmundsson segir að það sé allt of langt síðan að hann skoraði fyrir íslenska landsliðið. Næsta mark hljóti að koma gegn Tyrkjum í kvöld. 13. október 2015 08:00
Leik lokið: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn Íslenski boltinn
Leik lokið: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn Íslenski boltinn