„Ætlum ekki að spila fyrir Holland á morgun“ Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 12. október 2015 09:19 Frá fundinum í morgun. Vísir/E. Stefán Fyrsta spurningin sem þeir Heimir Hallgrímsson og Aron Einar Gunnarsson fengu á blaðamannafundi íslenska liðsins var frá hollenskum blaðamanni. Hollendingar eru að stóla á að Ísland vinni Tyrkland á morgun því annars eiga Hollendingar ekki möguleika á að komast á EM í Frakklandi. Heimir hóf þó fundinn á því að koma til skila samúðarkveðju íslenska landsliðsins vegna ódæðanna í Ankara fyrir stuttu. Hann sagði að hugur þeirra væru hjá tyrknesku þjóðinni vegna þessa. Þá sagði hann frá stöðu leikmanna í íslenska hópnum varðandi meiðsli. „Við misstum markvörðinn okkar á æfingu í gærmorgun en annars eru allir leikmenn heilir. Aron Einar kemur aftur inn eftir leikbann og þá eru þeir Jón Daði, sem hvíldi gegn Lettlandi, og Kári Árnason, sem fór meiddur af velli, báðir leikfærir,“ sagði Heimir. Hollenski blaðamaðurinn spurði hvort að íslensku leikmennirnir væru reiðubúnir að fara inn í leikinn af fullum krafti. Íslandi væri komið áfram, rétt eins og Tékkland, sem hafi spilað sinn slakasta leik í keppninni í 2-0 tapinu gegn Tyrklandi á laugardag. „Ef þú ert ekki að spila með landsliðinu af heilum hug þá áttu ekki skilið að vera hérna,“ sagði Aron Einar. „Þetta snýst ekki um að hjálpa neinum heldur bara um okkur. Við erum með fulla einbeitingu á verkefninu og við erum í þessu til að fá þrjú stig.“ Heimir bætir við að þeir hafi ekki verið með ánægðir með síðari hálfleikinn gegn Lettlandi um helgina, þar sem að strákarnir misstu niður 2-0 forystu í jafntefli. „En við ætlum ekki að spila fyrir Holland á morgun, við erum að gera þetta fyrir okkur.“ „Við viljum bæta okkur með hverjum leiknum og þess vegna vorum við svo óánægðir með leik okkar á laugardag. Við viljum gera betur en við sýndum gegn Lettlandi.“ Aron segir að það séu frábær lið í riðli Íslands en að íslenska liðinu hafi tekist að bæta sig jafnt og þétt, þrátt fyrir bakslög í útileiknum gegn Tékklandi og gegn Lettum á laugardag. „Við viljum koma til baka og komast aftur á gott skrið. Það skiptir máli að enda vel upp á keppnina í Frakklandi að gera. Við höfum alltaf haft trú á okkar eigin getu og það er það sem hefur fleytt okkur svona langt.“ EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Litla Ísland er haldreipi hollensku stjarnanna Íslensku landsliðsstrákarnir þurfa bara að treysta á sig sjálfa í baráttunni um toppsæti A-riðils undankeppni EM 2016 þrátt fyrir að hafa misst Lettaleikinn niður í jafntefli um helgina. Íslenska liðið var ósigrað á Laugardalsvelli í undankeppninni sem hefur ekki gerst áður. 12. október 2015 06:00 Alfreð fær hótanir á Twitter Sagði hollenska stuðningsmenn ekki þurfa að óttast og fékk bágt fyrir hjá tyrkneskum knattspyrnuáhugamönnum. 12. október 2015 08:30 Strákarnir æfa á keppnisvellinum í dag Íslenska landsliðið kom til Tyrklands í gær og notar daginn til undirbúnings fyrir leikinn á morgun. 12. október 2015 09:00 Mest lesið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Íslenski boltinn Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Handbolti „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Enski boltinn Sögulegt kvöld hjá Haaland endaði næstum því með algjöru klúðri Enski boltinn Vilja ekki feta í fótspor Söru: „Aðrir hlutir skipta meira máli en peningar“ Fótbolti Hetja Heimis Hallgríms var skúrkur um helgina Fótbolti Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Enski boltinn Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Handbolti Handtekinn á flugvelli grunaður um nauðgun Enski boltinn Fyrrverandi enskur landsliðsmaður handtekinn grunaður um nauðgun Enski boltinn Fleiri fréttir Sögulegt kvöld hjá Haaland endaði næstum því með algjöru klúðri Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Newcastle - Tottenham | Sex stiga leikur í norðrinu Algjör Pina fyrir þær þýsku í seinni og Spánn Þjóðadeildarmeistari Barcelona - Atlético Madrid | Stórslagur á Spáni Trump mætir á HM-dráttinn þar sem fyrstu friðarverðlaunin verða afhent Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fyrrverandi enskur landsliðsmaður handtekinn grunaður um nauðgun Kláruðu leikinn tveimur sólarhringum eftir að hann hófst FC Mávar færa Ólafi Jóhanni montrétt á FM Ásakanir um blekkingaleik og þjálfarinn rekinn Heiða frá meisturunum til nýliða í Svíþjóð Segir viðbrögð Salah eðlileg: „Ekki sá eini sem var óánægður“ Handtekinn á flugvelli grunaður um nauðgun „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Vilja ekki feta í fótspor Söru: „Aðrir hlutir skipta meira máli en peningar“ Hetja Heimis Hallgríms var skúrkur um helgina Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Þurftu að teipa bikarinn eftir fagnaðarlætin 38 ára gamall Vardy í markastuði í Seríu A Arsenal að fá Arnar og Bjarka þeirra í Ekvador Siggi Raggi fetar í fótspor Gauja Þórðar Réðust á sína eigin leikmenn Hjálpaði liði sínu að vinna fyrsta titilinn síðan löngu áður en hann fæddist Andre Onana skilinn eftir heima Logi og félagar náðu ekki að hrista af sér vandræðin í Laugardalnum Barcelona-leikmaður í leyfi vegna andlegrar heilsu sinnar Sheffield Wednesday fær aftur refsingu og er nú með mínus tíu stig Ajax segir það algjört hneyksli hvað stuðningsmenn félagsins gerðu Sjá meira
Fyrsta spurningin sem þeir Heimir Hallgrímsson og Aron Einar Gunnarsson fengu á blaðamannafundi íslenska liðsins var frá hollenskum blaðamanni. Hollendingar eru að stóla á að Ísland vinni Tyrkland á morgun því annars eiga Hollendingar ekki möguleika á að komast á EM í Frakklandi. Heimir hóf þó fundinn á því að koma til skila samúðarkveðju íslenska landsliðsins vegna ódæðanna í Ankara fyrir stuttu. Hann sagði að hugur þeirra væru hjá tyrknesku þjóðinni vegna þessa. Þá sagði hann frá stöðu leikmanna í íslenska hópnum varðandi meiðsli. „Við misstum markvörðinn okkar á æfingu í gærmorgun en annars eru allir leikmenn heilir. Aron Einar kemur aftur inn eftir leikbann og þá eru þeir Jón Daði, sem hvíldi gegn Lettlandi, og Kári Árnason, sem fór meiddur af velli, báðir leikfærir,“ sagði Heimir. Hollenski blaðamaðurinn spurði hvort að íslensku leikmennirnir væru reiðubúnir að fara inn í leikinn af fullum krafti. Íslandi væri komið áfram, rétt eins og Tékkland, sem hafi spilað sinn slakasta leik í keppninni í 2-0 tapinu gegn Tyrklandi á laugardag. „Ef þú ert ekki að spila með landsliðinu af heilum hug þá áttu ekki skilið að vera hérna,“ sagði Aron Einar. „Þetta snýst ekki um að hjálpa neinum heldur bara um okkur. Við erum með fulla einbeitingu á verkefninu og við erum í þessu til að fá þrjú stig.“ Heimir bætir við að þeir hafi ekki verið með ánægðir með síðari hálfleikinn gegn Lettlandi um helgina, þar sem að strákarnir misstu niður 2-0 forystu í jafntefli. „En við ætlum ekki að spila fyrir Holland á morgun, við erum að gera þetta fyrir okkur.“ „Við viljum bæta okkur með hverjum leiknum og þess vegna vorum við svo óánægðir með leik okkar á laugardag. Við viljum gera betur en við sýndum gegn Lettlandi.“ Aron segir að það séu frábær lið í riðli Íslands en að íslenska liðinu hafi tekist að bæta sig jafnt og þétt, þrátt fyrir bakslög í útileiknum gegn Tékklandi og gegn Lettum á laugardag. „Við viljum koma til baka og komast aftur á gott skrið. Það skiptir máli að enda vel upp á keppnina í Frakklandi að gera. Við höfum alltaf haft trú á okkar eigin getu og það er það sem hefur fleytt okkur svona langt.“
EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Litla Ísland er haldreipi hollensku stjarnanna Íslensku landsliðsstrákarnir þurfa bara að treysta á sig sjálfa í baráttunni um toppsæti A-riðils undankeppni EM 2016 þrátt fyrir að hafa misst Lettaleikinn niður í jafntefli um helgina. Íslenska liðið var ósigrað á Laugardalsvelli í undankeppninni sem hefur ekki gerst áður. 12. október 2015 06:00 Alfreð fær hótanir á Twitter Sagði hollenska stuðningsmenn ekki þurfa að óttast og fékk bágt fyrir hjá tyrkneskum knattspyrnuáhugamönnum. 12. október 2015 08:30 Strákarnir æfa á keppnisvellinum í dag Íslenska landsliðið kom til Tyrklands í gær og notar daginn til undirbúnings fyrir leikinn á morgun. 12. október 2015 09:00 Mest lesið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Íslenski boltinn Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Handbolti „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Enski boltinn Sögulegt kvöld hjá Haaland endaði næstum því með algjöru klúðri Enski boltinn Vilja ekki feta í fótspor Söru: „Aðrir hlutir skipta meira máli en peningar“ Fótbolti Hetja Heimis Hallgríms var skúrkur um helgina Fótbolti Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Enski boltinn Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Handbolti Handtekinn á flugvelli grunaður um nauðgun Enski boltinn Fyrrverandi enskur landsliðsmaður handtekinn grunaður um nauðgun Enski boltinn Fleiri fréttir Sögulegt kvöld hjá Haaland endaði næstum því með algjöru klúðri Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Newcastle - Tottenham | Sex stiga leikur í norðrinu Algjör Pina fyrir þær þýsku í seinni og Spánn Þjóðadeildarmeistari Barcelona - Atlético Madrid | Stórslagur á Spáni Trump mætir á HM-dráttinn þar sem fyrstu friðarverðlaunin verða afhent Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fyrrverandi enskur landsliðsmaður handtekinn grunaður um nauðgun Kláruðu leikinn tveimur sólarhringum eftir að hann hófst FC Mávar færa Ólafi Jóhanni montrétt á FM Ásakanir um blekkingaleik og þjálfarinn rekinn Heiða frá meisturunum til nýliða í Svíþjóð Segir viðbrögð Salah eðlileg: „Ekki sá eini sem var óánægður“ Handtekinn á flugvelli grunaður um nauðgun „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Vilja ekki feta í fótspor Söru: „Aðrir hlutir skipta meira máli en peningar“ Hetja Heimis Hallgríms var skúrkur um helgina Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Þurftu að teipa bikarinn eftir fagnaðarlætin 38 ára gamall Vardy í markastuði í Seríu A Arsenal að fá Arnar og Bjarka þeirra í Ekvador Siggi Raggi fetar í fótspor Gauja Þórðar Réðust á sína eigin leikmenn Hjálpaði liði sínu að vinna fyrsta titilinn síðan löngu áður en hann fæddist Andre Onana skilinn eftir heima Logi og félagar náðu ekki að hrista af sér vandræðin í Laugardalnum Barcelona-leikmaður í leyfi vegna andlegrar heilsu sinnar Sheffield Wednesday fær aftur refsingu og er nú með mínus tíu stig Ajax segir það algjört hneyksli hvað stuðningsmenn félagsins gerðu Sjá meira
Litla Ísland er haldreipi hollensku stjarnanna Íslensku landsliðsstrákarnir þurfa bara að treysta á sig sjálfa í baráttunni um toppsæti A-riðils undankeppni EM 2016 þrátt fyrir að hafa misst Lettaleikinn niður í jafntefli um helgina. Íslenska liðið var ósigrað á Laugardalsvelli í undankeppninni sem hefur ekki gerst áður. 12. október 2015 06:00
Alfreð fær hótanir á Twitter Sagði hollenska stuðningsmenn ekki þurfa að óttast og fékk bágt fyrir hjá tyrkneskum knattspyrnuáhugamönnum. 12. október 2015 08:30
Strákarnir æfa á keppnisvellinum í dag Íslenska landsliðið kom til Tyrklands í gær og notar daginn til undirbúnings fyrir leikinn á morgun. 12. október 2015 09:00