Fótbolti

Kompany gæti spilað á morgun

Vincent Kompany í leik með Belgum.
Vincent Kompany í leik með Belgum. vísir/getty
Forráðamenn Man. City eru ekki ánægðir með belgíska knattspyrnusambandið sem ætlar jafnvel að láta Vincent Kompany spila á morgun.

Kompany, sem er fyrirliði Man. City, hefur misst af síðustu fimm leikjum City vegna meiðsla á kálfa. Þrátt fyrir það var hann kallaður í landsliðsverkefnin.

Forráðamenn belgíska knattspyrnusambandsins útiloka ekki að Kompany muni spila gegn Ísrael. Þeir segja að City hafi ekkert með málið að segja.

City er þegar búið að missa Sergio Aguero og David Silva í meiðsli í landsleikjavikunni og eru því eðlilega ekki hrifnir af því að verið sé að tefla heilsu Kompany í hættu.

Belgar eru þegar komnir á EM og því í raun lítil ástæða til þess að tefla Kompany fram.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×