Fótbolti

Lewandowski skoraði sitt þrettánda mark og jafnaði metið

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Robert Lewandowski var kátur í leikslok.
Robert Lewandowski var kátur í leikslok. Vísir/Getty
Pólverjinn Robert Lewandowski hefur verið heitasti framherji fótboltans síðustu vikur og hann var á skotskónum í kvöld þegar Pólverjar unnu 2-1 sigur á Írum.

Markið hans Robert Lewandowski í kvöld tryggði Pólverjum öll þrjú stigin og þar með annað sætið í riðlinum og sæti í úrslitakeppni Evrópumótsins á næsta ári.

Robert Lewandowski skoraði 13 mörk í 10 leikjum í undankeppninni og jafnaði með því átta ár með Norður-Írans David Healy. Engir aðrir hafa skorað jafnmikið í einni undankeppni fyrir Evrópumót.

Robert Lewandowski hefur verið ótrúlegur undanfarnar vikur en frá 22. september hefur hann spilað sex leiki fyrir Bayern München eða pólska landsliðið og skoraði í þeim 15 mörk.

Leikurinn í kvöld var reyndar sá eini af þessum sex þar sem kappinn skoraði ekki meira en eitt mark en markið í kvöld var jafnframt það mikilvægasta af öllu því það gulltryggði Pólverjum EM-sætið.



Síðustu sex leikir Robert Lewandowski:

22. september - 5-1 sigur á VfL Wolfsburg - 5 mörk

26. september - 3-0 sigur á Mainz - 2 mörk

29. september - 5-0 sigur á Dinamo Zagreb - 3 mörk

4. október - 5-1 sigur á Dortmund - 2 mörk

8. október - 2-2 jafntefli við Skotland - 2 mörk

11. október - 2-1 sigur á Írlandi - 1 mark

Robert Lewandowski hefur skorað 15 mörk í síðustu 6 leikjum sínum.Vísir/EPA
Flest mörk í einni undankeppni EM:

13 mörk

Robert Lewandowski, Póllandi (EM 2016)

David Healy, Norður-Írlandi (EM 2008)

12 mörk

Klaas-Jan Huntelaar, Hollandi (EM 2012)

Davor Suker, Króatíu (EM 1996)

11 mörk

Raul, Spáni (EM 2000)

Toni Polster, Austurríki (EM 1996)

Ole Madsen, Danmörku (EM 1964)

10 mörk

Eduardo, Króatíu (EM 2008)

Hristo Stoitsjkov, Búlgaríu (EM 1996)

Darko Pancev, Júgóslavíu (EM 1992)



Markahæstir í undankeppni EM 2016:

13 mörk

Robert Lewandowski, Póllandi

9 mörk

Thomas Müller, Þýskalandi

8 mörk

Artyom Dzyuba, Rússlandi

7 mörk

Edin Dzeko, Bosníu

Wayne Rooney, Englandi

Kyle Lafferty, Norður-Írlandi

Steven Fletcher, Skotlandi

Zlatan Ibrahimović, Svíþjóð

6 mörk

Danny Welbeck, Englandi

Gylfi Sigurðsson, Íslandi

Arkadiusz Milik, Póllandi

Milivoje Novakovic, Slóveníu

Gareth Bale, Wales




Fleiri fréttir

Sjá meira


×