Heimir: Óþarfi að missa þetta niður í jafntefli Kristinn Páll Teitsson skrifar 10. október 2015 18:32 Heimir og Lars eftir leikinn gegn Kasakstan í haust. Vísir/vilhelm „Það var algjörlega óþarfi að missa þetta niður í jafntefli eftir fyrri hálfleikinn,“ sagði Heimir Hallgrímsson, annar þjálfari íslenska liðsins, svekktur í samtali við Eirík Stefán Ásgeirsson, blaðamann Vísis í dag. „Við vorum að skapa okkur fullt af færum og með góð hlaup í fyrri hálfleik og í hálfleik töluðum við um að fá betra jafnvægi á spilamennskuna, stöðva skyndisóknirnar því það eru þeirra sterkustu vopn.“ Lettar minnkuðu muninn strax í upphafi seinni hálfleiks upp úr skyndisókn. „Við byrjuðum að gera hluti sem við erum ekki vanir að gera og spila eins og eitthvað allt annað lið. Þetta var allt annað en við höfum verið að gera og við vorum hreint út sagt óskipulagðir í seinni hálfleik sem er ólíkt okkur.“ Heimir vildi ekki kalla það afsökun að liðið saknaði Arons Einars Gunnarssonar og Kára Árnasonar í dag. „Auðvitað eru þeir báðir tveir andlegir leiðtogar og mikilvægir í taktíkinni en það eiga allir að kunna hana og það átti ekki að hafa svona mikil áhrif. Þessi mörk sem við fengum á okkur í dag voru mörk sem okkur hefur tekist að loka á.“ Heimir vonaðist til þess að þetta myndi vekja leikmennina til lífsins enda yrðu mótherjarnir töluvert sterkari þegar komið verður á lokakeppni EM. „Þetta sýnir okkur það að við erum góðir í því sem við höfum verið að gera en ekki góðir í því sem við höfum ekki verið að gera. Við förum ekki að breyta um leikstíl í miðjum leik og reyna að vera eitthvað annað lið.“ Heimir sagði að undirbúningurinn fyrir leikinn hefði verið sá sami og yrði sá sami fyrir leikinn gegn Tyrklandi. „Undirbúningurinn er alltaf sá sami, sama hvort leikurinn er gegn stórri- eða smáþjóð en við þurfum að skoða hugarfarið hjá öllum í kringum liðið, hvort það sé eins. Við þurfum að skoða það betur, sérstaklega eftir þetta.“ EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Þjálfari Lettlands: „Ég gerði mistök“ Marian Pahars, þjálfari Lettlands, var að vonum sáttur eftir að hafa séð lærisveina sína vinna upp tveggja marka forskot Íslands í dag en hann sagðist hafa gert mistök þegar hann lagði leikinn upp. 10. október 2015 18:22 Umfjöllun, viðtöl, einkunnir og myndir: Ísland - Lettland 2-2 | Stefndi í veislu en jafntefli niðurstaðan Annan heimaleikinn í röð tókst strákunum okkar ekki að landa sigri gegn minni spámönnum. 10. október 2015 18:00 Sjáðu mörkin úr leik Íslands og Lettlands | Myndband Ísland og Lettland skyldu jöfn 2-2 í seinasta heimaleik Íslands í undankeppni EM 2016 í dag en Lettum tókst að jafna metin eftir að hafa lent 0-2 undir í fyrri hálfleik. 10. október 2015 18:12 Ragnar: Mikil vonbrigði og hreint út sagt óþolandi Ragnar Sigurðsson var vonsvikinn að leik loknum eftir 2-2 jafntefli Íslands og Lettlands í undankeppni EM 2016 í dag. 10. október 2015 18:09 Kolbeinn: „Ekkert nema þrjú stig kemur til greina í Tyrklandi“ Fyrirliðinn Kolbeinn Sigþórsson var súr með síðari háflleik íslenska liðsins. 10. október 2015 18:27 Gylfi: Hálfvandræðalegt fyrir okkur Gylfi Þór Sigurðsson skoraði gullfallegt mark gegn Lettlandi í dag en það dugði því miður ekki til sigurs. 10. október 2015 18:24 Mest lesið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Íslenski boltinn Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Handbolti „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Enski boltinn Sögulegt kvöld hjá Haaland endaði næstum því með algjöru klúðri Enski boltinn Vilja ekki feta í fótspor Söru: „Aðrir hlutir skipta meira máli en peningar“ Fótbolti Hetja Heimis Hallgríms var skúrkur um helgina Fótbolti Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Enski boltinn Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Handbolti Handtekinn á flugvelli grunaður um nauðgun Enski boltinn Fyrrverandi enskur landsliðsmaður handtekinn grunaður um nauðgun Enski boltinn Fleiri fréttir Sögulegt kvöld hjá Haaland endaði næstum því með algjöru klúðri Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Newcastle - Tottenham | Sex stiga leikur í norðrinu Algjör Pina fyrir þær þýsku í seinni og Spánn Þjóðadeildarmeistari Barcelona - Atlético Madrid | Stórslagur á Spáni Trump mætir á HM-dráttinn þar sem fyrstu friðarverðlaunin verða afhent Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fyrrverandi enskur landsliðsmaður handtekinn grunaður um nauðgun Kláruðu leikinn tveimur sólarhringum eftir að hann hófst FC Mávar færa Ólafi Jóhanni montrétt á FM Ásakanir um blekkingaleik og þjálfarinn rekinn Heiða frá meisturunum til nýliða í Svíþjóð Segir viðbrögð Salah eðlileg: „Ekki sá eini sem var óánægður“ Handtekinn á flugvelli grunaður um nauðgun „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Vilja ekki feta í fótspor Söru: „Aðrir hlutir skipta meira máli en peningar“ Hetja Heimis Hallgríms var skúrkur um helgina Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Þurftu að teipa bikarinn eftir fagnaðarlætin 38 ára gamall Vardy í markastuði í Seríu A Arsenal að fá Arnar og Bjarka þeirra í Ekvador Siggi Raggi fetar í fótspor Gauja Þórðar Réðust á sína eigin leikmenn Hjálpaði liði sínu að vinna fyrsta titilinn síðan löngu áður en hann fæddist Andre Onana skilinn eftir heima Logi og félagar náðu ekki að hrista af sér vandræðin í Laugardalnum Barcelona-leikmaður í leyfi vegna andlegrar heilsu sinnar Sheffield Wednesday fær aftur refsingu og er nú með mínus tíu stig Ajax segir það algjört hneyksli hvað stuðningsmenn félagsins gerðu Sjá meira
„Það var algjörlega óþarfi að missa þetta niður í jafntefli eftir fyrri hálfleikinn,“ sagði Heimir Hallgrímsson, annar þjálfari íslenska liðsins, svekktur í samtali við Eirík Stefán Ásgeirsson, blaðamann Vísis í dag. „Við vorum að skapa okkur fullt af færum og með góð hlaup í fyrri hálfleik og í hálfleik töluðum við um að fá betra jafnvægi á spilamennskuna, stöðva skyndisóknirnar því það eru þeirra sterkustu vopn.“ Lettar minnkuðu muninn strax í upphafi seinni hálfleiks upp úr skyndisókn. „Við byrjuðum að gera hluti sem við erum ekki vanir að gera og spila eins og eitthvað allt annað lið. Þetta var allt annað en við höfum verið að gera og við vorum hreint út sagt óskipulagðir í seinni hálfleik sem er ólíkt okkur.“ Heimir vildi ekki kalla það afsökun að liðið saknaði Arons Einars Gunnarssonar og Kára Árnasonar í dag. „Auðvitað eru þeir báðir tveir andlegir leiðtogar og mikilvægir í taktíkinni en það eiga allir að kunna hana og það átti ekki að hafa svona mikil áhrif. Þessi mörk sem við fengum á okkur í dag voru mörk sem okkur hefur tekist að loka á.“ Heimir vonaðist til þess að þetta myndi vekja leikmennina til lífsins enda yrðu mótherjarnir töluvert sterkari þegar komið verður á lokakeppni EM. „Þetta sýnir okkur það að við erum góðir í því sem við höfum verið að gera en ekki góðir í því sem við höfum ekki verið að gera. Við förum ekki að breyta um leikstíl í miðjum leik og reyna að vera eitthvað annað lið.“ Heimir sagði að undirbúningurinn fyrir leikinn hefði verið sá sami og yrði sá sami fyrir leikinn gegn Tyrklandi. „Undirbúningurinn er alltaf sá sami, sama hvort leikurinn er gegn stórri- eða smáþjóð en við þurfum að skoða hugarfarið hjá öllum í kringum liðið, hvort það sé eins. Við þurfum að skoða það betur, sérstaklega eftir þetta.“
EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Þjálfari Lettlands: „Ég gerði mistök“ Marian Pahars, þjálfari Lettlands, var að vonum sáttur eftir að hafa séð lærisveina sína vinna upp tveggja marka forskot Íslands í dag en hann sagðist hafa gert mistök þegar hann lagði leikinn upp. 10. október 2015 18:22 Umfjöllun, viðtöl, einkunnir og myndir: Ísland - Lettland 2-2 | Stefndi í veislu en jafntefli niðurstaðan Annan heimaleikinn í röð tókst strákunum okkar ekki að landa sigri gegn minni spámönnum. 10. október 2015 18:00 Sjáðu mörkin úr leik Íslands og Lettlands | Myndband Ísland og Lettland skyldu jöfn 2-2 í seinasta heimaleik Íslands í undankeppni EM 2016 í dag en Lettum tókst að jafna metin eftir að hafa lent 0-2 undir í fyrri hálfleik. 10. október 2015 18:12 Ragnar: Mikil vonbrigði og hreint út sagt óþolandi Ragnar Sigurðsson var vonsvikinn að leik loknum eftir 2-2 jafntefli Íslands og Lettlands í undankeppni EM 2016 í dag. 10. október 2015 18:09 Kolbeinn: „Ekkert nema þrjú stig kemur til greina í Tyrklandi“ Fyrirliðinn Kolbeinn Sigþórsson var súr með síðari háflleik íslenska liðsins. 10. október 2015 18:27 Gylfi: Hálfvandræðalegt fyrir okkur Gylfi Þór Sigurðsson skoraði gullfallegt mark gegn Lettlandi í dag en það dugði því miður ekki til sigurs. 10. október 2015 18:24 Mest lesið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Íslenski boltinn Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Handbolti „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Enski boltinn Sögulegt kvöld hjá Haaland endaði næstum því með algjöru klúðri Enski boltinn Vilja ekki feta í fótspor Söru: „Aðrir hlutir skipta meira máli en peningar“ Fótbolti Hetja Heimis Hallgríms var skúrkur um helgina Fótbolti Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Enski boltinn Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Handbolti Handtekinn á flugvelli grunaður um nauðgun Enski boltinn Fyrrverandi enskur landsliðsmaður handtekinn grunaður um nauðgun Enski boltinn Fleiri fréttir Sögulegt kvöld hjá Haaland endaði næstum því með algjöru klúðri Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Newcastle - Tottenham | Sex stiga leikur í norðrinu Algjör Pina fyrir þær þýsku í seinni og Spánn Þjóðadeildarmeistari Barcelona - Atlético Madrid | Stórslagur á Spáni Trump mætir á HM-dráttinn þar sem fyrstu friðarverðlaunin verða afhent Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fyrrverandi enskur landsliðsmaður handtekinn grunaður um nauðgun Kláruðu leikinn tveimur sólarhringum eftir að hann hófst FC Mávar færa Ólafi Jóhanni montrétt á FM Ásakanir um blekkingaleik og þjálfarinn rekinn Heiða frá meisturunum til nýliða í Svíþjóð Segir viðbrögð Salah eðlileg: „Ekki sá eini sem var óánægður“ Handtekinn á flugvelli grunaður um nauðgun „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Vilja ekki feta í fótspor Söru: „Aðrir hlutir skipta meira máli en peningar“ Hetja Heimis Hallgríms var skúrkur um helgina Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Þurftu að teipa bikarinn eftir fagnaðarlætin 38 ára gamall Vardy í markastuði í Seríu A Arsenal að fá Arnar og Bjarka þeirra í Ekvador Siggi Raggi fetar í fótspor Gauja Þórðar Réðust á sína eigin leikmenn Hjálpaði liði sínu að vinna fyrsta titilinn síðan löngu áður en hann fæddist Andre Onana skilinn eftir heima Logi og félagar náðu ekki að hrista af sér vandræðin í Laugardalnum Barcelona-leikmaður í leyfi vegna andlegrar heilsu sinnar Sheffield Wednesday fær aftur refsingu og er nú með mínus tíu stig Ajax segir það algjört hneyksli hvað stuðningsmenn félagsins gerðu Sjá meira
Þjálfari Lettlands: „Ég gerði mistök“ Marian Pahars, þjálfari Lettlands, var að vonum sáttur eftir að hafa séð lærisveina sína vinna upp tveggja marka forskot Íslands í dag en hann sagðist hafa gert mistök þegar hann lagði leikinn upp. 10. október 2015 18:22
Umfjöllun, viðtöl, einkunnir og myndir: Ísland - Lettland 2-2 | Stefndi í veislu en jafntefli niðurstaðan Annan heimaleikinn í röð tókst strákunum okkar ekki að landa sigri gegn minni spámönnum. 10. október 2015 18:00
Sjáðu mörkin úr leik Íslands og Lettlands | Myndband Ísland og Lettland skyldu jöfn 2-2 í seinasta heimaleik Íslands í undankeppni EM 2016 í dag en Lettum tókst að jafna metin eftir að hafa lent 0-2 undir í fyrri hálfleik. 10. október 2015 18:12
Ragnar: Mikil vonbrigði og hreint út sagt óþolandi Ragnar Sigurðsson var vonsvikinn að leik loknum eftir 2-2 jafntefli Íslands og Lettlands í undankeppni EM 2016 í dag. 10. október 2015 18:09
Kolbeinn: „Ekkert nema þrjú stig kemur til greina í Tyrklandi“ Fyrirliðinn Kolbeinn Sigþórsson var súr með síðari háflleik íslenska liðsins. 10. október 2015 18:27
Gylfi: Hálfvandræðalegt fyrir okkur Gylfi Þór Sigurðsson skoraði gullfallegt mark gegn Lettlandi í dag en það dugði því miður ekki til sigurs. 10. október 2015 18:24