Gylfi Þór bestur í dag | Einkunnir íslenska liðsins Kristinn Páll Teitsson skrifar 10. október 2015 18:00 Gylfi Þór var bestur að mati Vísis. Vísir/Vilhelm Gylfi Þór Sigurðsson var besti leikmaður vallarins að mati Vísis í 2-2 jafntefli Íslands og Lettlands í undankeppni EM 2016 en Gylfi skoraði seinna mark Íslands í leiknum. Aukaspyrna Gylfa í upphafi leiksins leiddi til fyrsta marks leiksins en og skoraði annað mark leiksins eftir glæsilegan sprett. Þá var Kolbeinn öflugur í leiknum en varnarlína liðsins sem hefur staðið vakt sína með prýði hingað til í keppninni var ekki nægilega góð í dag og spurning hvort fjarvera Kára Árnasonar hafði hafði eitthvað að segja.Byrjunarlið:Hannes Þór Halldórsson, markvörður 6 Varði tvisvar vel í fyrri hálfleik. Gat lítið gert í mörkunum.Birkir Már Sævarsson, hægri bakvörður 6 Tapaði boltanum á hættulegum stað undir lok fyrri hálfleiks en í kjölfarið fengu Lettar sitt besta færi. Bauð ekki upp á mikið sóknarlega.Kári Árnason, miðvörður - Meiddist snemma leiks og þurfti að fara af velli.Ragnar Sigurðsson, miðvörður 6 Lenti í meiri vandræðum en oftast í undankeppninni til þessa. Bjargaði sér þó oftast.Ari Freyr Skúlason, vinstri bakvörður 6 Var of seinn að setja pressu á Deniss Rekels í jöfnunarmarki Letta. Gerði lítið fram á við.Jóhann Berg Guðmundsson, hægri kantmaður 7 Fékk dauðafæri snemma leiks sem hann hefði átt að nýta. Sást lítið í seinni hálfleik.Emil Hallfreðsson, miðjumaður 5 Góður á boltanum en Lettar fengu alltof oft of mikið pláss milli miðju og varnar. Mikilvægi Arons Einars Gunnarssonar kom bersýnilega í ljós í dag. Fékk þó ekki alltaf mikla hjálp.Gylfi Þór Sigurðsson, miðjumaður 8 Frábær í sóknarleiknum. Skoraði magnað mark og átti skotið sem leiddi til fyrsta marksins. Fíflaði Igors Tarasovs hvað eftir annað. Full kærulaus í varnarleiknum.Birkir Bjarnason, vinstri kantmaður 5 Líflegur og duglegur að vanda. Datt niður í seinni hálfleik eins og allt liðið.Alfreð Finnbogason, framherji 7 Ákveðinn í að nýta tækifærið í byrjunarliðinu og sanna sig. Útsjónarsamur og skapandi. Hann og Jóhann Berg náðu vel saman. Mjög duglegur og sífellt að bjóða sig. Fór minna fyrir honum í seinni hálfleik.Kolbeinn Sigþórsson, framherji 8 Komst upp fyrir Ríkharð Jónsson á markalistanum þegar hann kom Íslandi yfir strax á 5. mínútu. Var mjög líflegur og góður í tengispilinu.Varamenn:Sölvi Geir Ottesen 5 (Kom inn á fyrir Kára Árnason á 18. mínútu) Ekkert sérstök innkoma. Var of langt frá Valerjis Sabala þegar hann jafnaði metin.Eiður Smári Guðjohnsen 6 (Kom inn á fyrir Alfreð Finnbogason á 65. mínútu) Tapaði boltanum í aðdraganda jöfnunarmarks Lettlands. Lagði upp gott færi fyrir Kolbein. EM 2016 í Frakklandi Mest lesið „Mikilvægasta ráðning í langan tíma“ Fótbolti Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Handbolti Fyrrum vonarstjarna Rússa lést á víglínunni í Úkraínu Fótbolti Everton rak Sean Dyche aðeins nokkrum klukkutímum fyrir leik Enski boltinn Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Handbolti Högmo kom ekki í viðtal hjá KSÍ Fótbolti Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Körfubolti Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val Handbolti Starfsviðtöl að baki og nú þarf að ákveða sig Fótbolti Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Golf Fleiri fréttir Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Fá draumaúrslitaleik á milli Real Madrid og Barcelona Cristiano Ronaldo skoraði á 24. árinu í röð Marta spilar fram á fimmtugsaldurinn Starfsviðtöl að baki og nú þarf að ákveða sig Farnir að orða Mourinho við Everton starfið Everton rak Sean Dyche aðeins nokkrum klukkutímum fyrir leik Liverpool vill fá Kimmich Rooney bað Coleen á bensínstöð Högmo kom ekki í viðtal hjá KSÍ Alex Þór aftur í Stjörnuna „Mikilvægasta ráðning í langan tíma“ Reyna að lokka Arnór aftur til Svíþjóðar Arnar fundar með KSÍ Freyr til Noregs í viðræður og Högmo tekinn við Molde Sjáðu sigurmark Bergvall gegn Liverpool Maguire tvisvar tekinn fyrir hraðakstur á þremur dögum Hljóp beint í fang systur sinnar eftir að hafa haldið hreinu gegn Liverpool Gerði grín að gagnrýni Arteta á boltann Jón Daði á báðum áttum en opinn fyrir heimkomu Fyrrum vonarstjarna Rússa lést á víglínunni í Úkraínu Van Dijk: Átti augljóslega að vera hans annað gula spjald Slapp við annað gula spjaldið og var hetja Tottenahm stuttu síðar Mörk frá Gavi og Yamal komu Barcelona í úrslitaleikinn Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt AC Milan og Dortmund sögð hafa áhuga á að fá Rashford Lið Jóhanns Berg kært til FIFA Rekinn frá West Ham og Potter að taka við Ronaldo hvetur Al-Nassr til að kaupa Casemiro Zidane líklegastur til að taka við af Deschamps Sjá meira
Gylfi Þór Sigurðsson var besti leikmaður vallarins að mati Vísis í 2-2 jafntefli Íslands og Lettlands í undankeppni EM 2016 en Gylfi skoraði seinna mark Íslands í leiknum. Aukaspyrna Gylfa í upphafi leiksins leiddi til fyrsta marks leiksins en og skoraði annað mark leiksins eftir glæsilegan sprett. Þá var Kolbeinn öflugur í leiknum en varnarlína liðsins sem hefur staðið vakt sína með prýði hingað til í keppninni var ekki nægilega góð í dag og spurning hvort fjarvera Kára Árnasonar hafði hafði eitthvað að segja.Byrjunarlið:Hannes Þór Halldórsson, markvörður 6 Varði tvisvar vel í fyrri hálfleik. Gat lítið gert í mörkunum.Birkir Már Sævarsson, hægri bakvörður 6 Tapaði boltanum á hættulegum stað undir lok fyrri hálfleiks en í kjölfarið fengu Lettar sitt besta færi. Bauð ekki upp á mikið sóknarlega.Kári Árnason, miðvörður - Meiddist snemma leiks og þurfti að fara af velli.Ragnar Sigurðsson, miðvörður 6 Lenti í meiri vandræðum en oftast í undankeppninni til þessa. Bjargaði sér þó oftast.Ari Freyr Skúlason, vinstri bakvörður 6 Var of seinn að setja pressu á Deniss Rekels í jöfnunarmarki Letta. Gerði lítið fram á við.Jóhann Berg Guðmundsson, hægri kantmaður 7 Fékk dauðafæri snemma leiks sem hann hefði átt að nýta. Sást lítið í seinni hálfleik.Emil Hallfreðsson, miðjumaður 5 Góður á boltanum en Lettar fengu alltof oft of mikið pláss milli miðju og varnar. Mikilvægi Arons Einars Gunnarssonar kom bersýnilega í ljós í dag. Fékk þó ekki alltaf mikla hjálp.Gylfi Þór Sigurðsson, miðjumaður 8 Frábær í sóknarleiknum. Skoraði magnað mark og átti skotið sem leiddi til fyrsta marksins. Fíflaði Igors Tarasovs hvað eftir annað. Full kærulaus í varnarleiknum.Birkir Bjarnason, vinstri kantmaður 5 Líflegur og duglegur að vanda. Datt niður í seinni hálfleik eins og allt liðið.Alfreð Finnbogason, framherji 7 Ákveðinn í að nýta tækifærið í byrjunarliðinu og sanna sig. Útsjónarsamur og skapandi. Hann og Jóhann Berg náðu vel saman. Mjög duglegur og sífellt að bjóða sig. Fór minna fyrir honum í seinni hálfleik.Kolbeinn Sigþórsson, framherji 8 Komst upp fyrir Ríkharð Jónsson á markalistanum þegar hann kom Íslandi yfir strax á 5. mínútu. Var mjög líflegur og góður í tengispilinu.Varamenn:Sölvi Geir Ottesen 5 (Kom inn á fyrir Kára Árnason á 18. mínútu) Ekkert sérstök innkoma. Var of langt frá Valerjis Sabala þegar hann jafnaði metin.Eiður Smári Guðjohnsen 6 (Kom inn á fyrir Alfreð Finnbogason á 65. mínútu) Tapaði boltanum í aðdraganda jöfnunarmarks Lettlands. Lagði upp gott færi fyrir Kolbein.
EM 2016 í Frakklandi Mest lesið „Mikilvægasta ráðning í langan tíma“ Fótbolti Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Handbolti Fyrrum vonarstjarna Rússa lést á víglínunni í Úkraínu Fótbolti Everton rak Sean Dyche aðeins nokkrum klukkutímum fyrir leik Enski boltinn Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Handbolti Högmo kom ekki í viðtal hjá KSÍ Fótbolti Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Körfubolti Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val Handbolti Starfsviðtöl að baki og nú þarf að ákveða sig Fótbolti Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Golf Fleiri fréttir Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Fá draumaúrslitaleik á milli Real Madrid og Barcelona Cristiano Ronaldo skoraði á 24. árinu í röð Marta spilar fram á fimmtugsaldurinn Starfsviðtöl að baki og nú þarf að ákveða sig Farnir að orða Mourinho við Everton starfið Everton rak Sean Dyche aðeins nokkrum klukkutímum fyrir leik Liverpool vill fá Kimmich Rooney bað Coleen á bensínstöð Högmo kom ekki í viðtal hjá KSÍ Alex Þór aftur í Stjörnuna „Mikilvægasta ráðning í langan tíma“ Reyna að lokka Arnór aftur til Svíþjóðar Arnar fundar með KSÍ Freyr til Noregs í viðræður og Högmo tekinn við Molde Sjáðu sigurmark Bergvall gegn Liverpool Maguire tvisvar tekinn fyrir hraðakstur á þremur dögum Hljóp beint í fang systur sinnar eftir að hafa haldið hreinu gegn Liverpool Gerði grín að gagnrýni Arteta á boltann Jón Daði á báðum áttum en opinn fyrir heimkomu Fyrrum vonarstjarna Rússa lést á víglínunni í Úkraínu Van Dijk: Átti augljóslega að vera hans annað gula spjald Slapp við annað gula spjaldið og var hetja Tottenahm stuttu síðar Mörk frá Gavi og Yamal komu Barcelona í úrslitaleikinn Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt AC Milan og Dortmund sögð hafa áhuga á að fá Rashford Lið Jóhanns Berg kært til FIFA Rekinn frá West Ham og Potter að taka við Ronaldo hvetur Al-Nassr til að kaupa Casemiro Zidane líklegastur til að taka við af Deschamps Sjá meira