Beckenbauer viðurkennir mistök Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. október 2015 08:00 Franz Beckenbauer og Sepp Blatter. Vísir/Getty Franz Beckenbauer, sem bæði varð heimsmeistari með þýska landsliðinu sem fyrirliði og þjálfari, hefur viðurkennt mistök nefndar sem hann fór fyrir þegar Þjóðverjar sóttust efir því að fá að halda heimsmeistaramótið í fótbolta 2006. Beckenbauer viðurkennir mistökin en neitar því að Þjóðverjar hafi keypt atkvæði eins og fréttir bárust af á dögunum. Beckenbauer er einn háttsettum mönnum innan FIFA sem hefur verið til rannsóknar vegna spillingarmála. Beckenbauer var yfirmaður skipulagsnefndar heimsmeistarakeppninnar í Þýskalandi sumarið 2006 en Þjóðverjar höfðu betur í baráttu við Suður-Afríku þegar FIFA kaus um hvar keppnin ætti að fara fram. Sú kosning fór fram árið 2000 eða sex árum fyrir keppnina. Fréttatímaritið Der Spiegel sló því upp hjá sér að 6,7 milljónir evra hafi farið í það að kaupa atkvæði í kosningunni sem fór fram hjá Framkvæmdanefnd FIFA en þýska knattspyrnusambandið hefur neitað þessum ásökunum. Beckenbauer kom strax fram og neitaði því að hafa staðið fyrir því að hafa kaupa atkvæði fyrir kosninguna. Þýska knattspyrnusamband réð lögfræðifyrirtæki til að kanna málið betur og var Beckenbauer tekin í yfirheyrslu. Þar tók hann ábyrgð á þessum mistökum. „Til að fá nauðsynlega styrki frá FIFA [til að halda HM 2006] þurftu þeir hinir sömu að fylgja eftir tillögu frá fjárhagsnefnd FIFA en með augum dagsins í dag þá átti sú tillaga aldrei að vera samþykkt," sagði Franz Beckenbauer í yfirlýsingu sem BBC sagði frá. „Ég, sem forseti umræddrar skipulagsnefndar, tek ábyrgðina á þessum mistökum," bætti Franz Beckenbauer við. Franz Beckenbauer sem hélt upp á sjötugsafmælið sitt á dögunum fékk tvisvar sinnum Gullboltann sem besti knattspyrnumaður Evrópu (1972 og 1976) en hann vann HM sem leikmaður (og fyrirliði) 1974 og sem þjálfari 1990. FIFA Fótbolti Tengdar fréttir Cantona kærir New York Cosmos Eric Cantona er farinn í mál við bandaríska fótboltaliðið New York Cosmos. 21. maí 2015 08:15 Fleiri háttsettir menn hjá FIFA undir rannsókn Siðanefnd Alþjóðaknattspyrnusambandsins mun greina frá frekari rannsóknum síðar í dag. 21. október 2015 07:00 Platini gefst ekki upp Michel Platini ætlar í forsetaframboð hjá FIFA þó svo hann sé grunaður um spillingu. 19. október 2015 15:00 Beckenbauer ósáttur við leikmannaveltuna hjá Bayern Franz Beckenbauer, heiðursforseti Bayern München, segir að liðið hafi gert mistök á leikmannamarkaðnum í janúar. Hann er ekki sáttur með hvernig þýska félagið hefur hagað sér á leikmannamarkaðnum undanfarið. 10. maí 2015 15:30 Beckenbauer nú til rannsóknar vegna spillingarmála innan FIFA Franz Beckenbauer og formaður spænska knattspyrnusambandsins eru tvö nýjustu nöfnin sem hafa flækst í rannsókn Alþjóðaknattspyrnusambandsins á spillingu meðal háttsettra starfsmanna sambandsins. 21. október 2015 17:00 Mest lesið NRK um Sædísi í kvöld: Grét sáran eftir að hafa „misst hausinn gjörsamlega“ Fótbolti Frákastadrottningin fyrirsæta hjá Victoria's Secret Körfubolti Messi með nýtt fótboltamót og býður öllum „félögunum sínum“ nema einu Fótbolti Faðir Lamine Yamal sagður pressa á brottför frá Barcelona Fótbolti „Mér finnst þetta bara ömurlegt“ Handbolti „Ég elska að vera í Njarðvík“ Sport Ísland - Færeyjar 22-24 | Þungt kvöld í Úlfarsárdal Handbolti Varnaræfingar bitnuðu á sóknarleiknum Handbolti Vigdís Lilja lagði upp sigurmarkið þegar allt stefndi í vító Fótbolti Fékk bann fyrir fagnið á móti Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Messi með nýtt fótboltamót og býður öllum „félögunum sínum“ nema einu NRK um Sædísi í kvöld: Grét sáran eftir að hafa „misst hausinn gjörsamlega“ Faðir Lamine Yamal sagður pressa á brottför frá Barcelona Vigdís Lilja lagði upp sigurmarkið þegar allt stefndi í vító Töpuðu á VAR-vítaspyrnu á áttundu mínútu í uppbótatíma Jóhann Kristinn hættir með Þór/KA Cecilía og Karólína verða líka í pottinum með Blikum Fékk bann fyrir fagnið á móti Liverpool Blikakonur í 16-liða úrslit í Evrópu Rekinn eftir tapið gegn Færeyjum: „Algjörlega óafsakanlegt og ég axla fulla ábyrgð“ Sjáðu öll mörk Salahs gegn United Fer frá KA í haust Snýr aftur eftir 30 mánaða bann Móðgaði Everton sem svaraði fyrir sig á samfélagsmiðlum Gagnrýnir Heimi og segir hann ekki þekkja leikmenn Tuchel hafði gaman að skotum enskra stuðningsmanna Lukaku segist hafa verið fjárkúgaður af fólki sem vildi ekki skila líki föður hans Trump hótar að taka HM-leiki af Boston Coote viðurkennir að hafa framleitt barnaníðsefni Heimir staðfastur þrátt fyrir kjaftshögg Szoboszlai Aðeins tuttugu sæti enn laus á HM Fertugur Ronaldo sló met og hjálpaði Heimi Heimir fagnaði sigri og HM enn möguleiki England inn á HM án þess að fá á sig mark Góður tími fyrir nýjar raddir og íhugaði að hætta sjálfur Potter annt um Svíþjóð og vill taka við landsliðinu Héldu hreinu í öllum tíu leikjunum í undankeppninni Heimir sagður taka við Fylki Ísland - Lúxemborg 2-1 | Jóhannes áberandi í fyrsta sigrinum Jon Dahl rekinn Sjá meira
Franz Beckenbauer, sem bæði varð heimsmeistari með þýska landsliðinu sem fyrirliði og þjálfari, hefur viðurkennt mistök nefndar sem hann fór fyrir þegar Þjóðverjar sóttust efir því að fá að halda heimsmeistaramótið í fótbolta 2006. Beckenbauer viðurkennir mistökin en neitar því að Þjóðverjar hafi keypt atkvæði eins og fréttir bárust af á dögunum. Beckenbauer er einn háttsettum mönnum innan FIFA sem hefur verið til rannsóknar vegna spillingarmála. Beckenbauer var yfirmaður skipulagsnefndar heimsmeistarakeppninnar í Þýskalandi sumarið 2006 en Þjóðverjar höfðu betur í baráttu við Suður-Afríku þegar FIFA kaus um hvar keppnin ætti að fara fram. Sú kosning fór fram árið 2000 eða sex árum fyrir keppnina. Fréttatímaritið Der Spiegel sló því upp hjá sér að 6,7 milljónir evra hafi farið í það að kaupa atkvæði í kosningunni sem fór fram hjá Framkvæmdanefnd FIFA en þýska knattspyrnusambandið hefur neitað þessum ásökunum. Beckenbauer kom strax fram og neitaði því að hafa staðið fyrir því að hafa kaupa atkvæði fyrir kosninguna. Þýska knattspyrnusamband réð lögfræðifyrirtæki til að kanna málið betur og var Beckenbauer tekin í yfirheyrslu. Þar tók hann ábyrgð á þessum mistökum. „Til að fá nauðsynlega styrki frá FIFA [til að halda HM 2006] þurftu þeir hinir sömu að fylgja eftir tillögu frá fjárhagsnefnd FIFA en með augum dagsins í dag þá átti sú tillaga aldrei að vera samþykkt," sagði Franz Beckenbauer í yfirlýsingu sem BBC sagði frá. „Ég, sem forseti umræddrar skipulagsnefndar, tek ábyrgðina á þessum mistökum," bætti Franz Beckenbauer við. Franz Beckenbauer sem hélt upp á sjötugsafmælið sitt á dögunum fékk tvisvar sinnum Gullboltann sem besti knattspyrnumaður Evrópu (1972 og 1976) en hann vann HM sem leikmaður (og fyrirliði) 1974 og sem þjálfari 1990.
FIFA Fótbolti Tengdar fréttir Cantona kærir New York Cosmos Eric Cantona er farinn í mál við bandaríska fótboltaliðið New York Cosmos. 21. maí 2015 08:15 Fleiri háttsettir menn hjá FIFA undir rannsókn Siðanefnd Alþjóðaknattspyrnusambandsins mun greina frá frekari rannsóknum síðar í dag. 21. október 2015 07:00 Platini gefst ekki upp Michel Platini ætlar í forsetaframboð hjá FIFA þó svo hann sé grunaður um spillingu. 19. október 2015 15:00 Beckenbauer ósáttur við leikmannaveltuna hjá Bayern Franz Beckenbauer, heiðursforseti Bayern München, segir að liðið hafi gert mistök á leikmannamarkaðnum í janúar. Hann er ekki sáttur með hvernig þýska félagið hefur hagað sér á leikmannamarkaðnum undanfarið. 10. maí 2015 15:30 Beckenbauer nú til rannsóknar vegna spillingarmála innan FIFA Franz Beckenbauer og formaður spænska knattspyrnusambandsins eru tvö nýjustu nöfnin sem hafa flækst í rannsókn Alþjóðaknattspyrnusambandsins á spillingu meðal háttsettra starfsmanna sambandsins. 21. október 2015 17:00 Mest lesið NRK um Sædísi í kvöld: Grét sáran eftir að hafa „misst hausinn gjörsamlega“ Fótbolti Frákastadrottningin fyrirsæta hjá Victoria's Secret Körfubolti Messi með nýtt fótboltamót og býður öllum „félögunum sínum“ nema einu Fótbolti Faðir Lamine Yamal sagður pressa á brottför frá Barcelona Fótbolti „Mér finnst þetta bara ömurlegt“ Handbolti „Ég elska að vera í Njarðvík“ Sport Ísland - Færeyjar 22-24 | Þungt kvöld í Úlfarsárdal Handbolti Varnaræfingar bitnuðu á sóknarleiknum Handbolti Vigdís Lilja lagði upp sigurmarkið þegar allt stefndi í vító Fótbolti Fékk bann fyrir fagnið á móti Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Messi með nýtt fótboltamót og býður öllum „félögunum sínum“ nema einu NRK um Sædísi í kvöld: Grét sáran eftir að hafa „misst hausinn gjörsamlega“ Faðir Lamine Yamal sagður pressa á brottför frá Barcelona Vigdís Lilja lagði upp sigurmarkið þegar allt stefndi í vító Töpuðu á VAR-vítaspyrnu á áttundu mínútu í uppbótatíma Jóhann Kristinn hættir með Þór/KA Cecilía og Karólína verða líka í pottinum með Blikum Fékk bann fyrir fagnið á móti Liverpool Blikakonur í 16-liða úrslit í Evrópu Rekinn eftir tapið gegn Færeyjum: „Algjörlega óafsakanlegt og ég axla fulla ábyrgð“ Sjáðu öll mörk Salahs gegn United Fer frá KA í haust Snýr aftur eftir 30 mánaða bann Móðgaði Everton sem svaraði fyrir sig á samfélagsmiðlum Gagnrýnir Heimi og segir hann ekki þekkja leikmenn Tuchel hafði gaman að skotum enskra stuðningsmanna Lukaku segist hafa verið fjárkúgaður af fólki sem vildi ekki skila líki föður hans Trump hótar að taka HM-leiki af Boston Coote viðurkennir að hafa framleitt barnaníðsefni Heimir staðfastur þrátt fyrir kjaftshögg Szoboszlai Aðeins tuttugu sæti enn laus á HM Fertugur Ronaldo sló met og hjálpaði Heimi Heimir fagnaði sigri og HM enn möguleiki England inn á HM án þess að fá á sig mark Góður tími fyrir nýjar raddir og íhugaði að hætta sjálfur Potter annt um Svíþjóð og vill taka við landsliðinu Héldu hreinu í öllum tíu leikjunum í undankeppninni Heimir sagður taka við Fylki Ísland - Lúxemborg 2-1 | Jóhannes áberandi í fyrsta sigrinum Jon Dahl rekinn Sjá meira
Cantona kærir New York Cosmos Eric Cantona er farinn í mál við bandaríska fótboltaliðið New York Cosmos. 21. maí 2015 08:15
Fleiri háttsettir menn hjá FIFA undir rannsókn Siðanefnd Alþjóðaknattspyrnusambandsins mun greina frá frekari rannsóknum síðar í dag. 21. október 2015 07:00
Platini gefst ekki upp Michel Platini ætlar í forsetaframboð hjá FIFA þó svo hann sé grunaður um spillingu. 19. október 2015 15:00
Beckenbauer ósáttur við leikmannaveltuna hjá Bayern Franz Beckenbauer, heiðursforseti Bayern München, segir að liðið hafi gert mistök á leikmannamarkaðnum í janúar. Hann er ekki sáttur með hvernig þýska félagið hefur hagað sér á leikmannamarkaðnum undanfarið. 10. maí 2015 15:30
Beckenbauer nú til rannsóknar vegna spillingarmála innan FIFA Franz Beckenbauer og formaður spænska knattspyrnusambandsins eru tvö nýjustu nöfnin sem hafa flækst í rannsókn Alþjóðaknattspyrnusambandsins á spillingu meðal háttsettra starfsmanna sambandsins. 21. október 2015 17:00