Beckenbauer viðurkennir mistök Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. október 2015 08:00 Franz Beckenbauer og Sepp Blatter. Vísir/Getty Franz Beckenbauer, sem bæði varð heimsmeistari með þýska landsliðinu sem fyrirliði og þjálfari, hefur viðurkennt mistök nefndar sem hann fór fyrir þegar Þjóðverjar sóttust efir því að fá að halda heimsmeistaramótið í fótbolta 2006. Beckenbauer viðurkennir mistökin en neitar því að Þjóðverjar hafi keypt atkvæði eins og fréttir bárust af á dögunum. Beckenbauer er einn háttsettum mönnum innan FIFA sem hefur verið til rannsóknar vegna spillingarmála. Beckenbauer var yfirmaður skipulagsnefndar heimsmeistarakeppninnar í Þýskalandi sumarið 2006 en Þjóðverjar höfðu betur í baráttu við Suður-Afríku þegar FIFA kaus um hvar keppnin ætti að fara fram. Sú kosning fór fram árið 2000 eða sex árum fyrir keppnina. Fréttatímaritið Der Spiegel sló því upp hjá sér að 6,7 milljónir evra hafi farið í það að kaupa atkvæði í kosningunni sem fór fram hjá Framkvæmdanefnd FIFA en þýska knattspyrnusambandið hefur neitað þessum ásökunum. Beckenbauer kom strax fram og neitaði því að hafa staðið fyrir því að hafa kaupa atkvæði fyrir kosninguna. Þýska knattspyrnusamband réð lögfræðifyrirtæki til að kanna málið betur og var Beckenbauer tekin í yfirheyrslu. Þar tók hann ábyrgð á þessum mistökum. „Til að fá nauðsynlega styrki frá FIFA [til að halda HM 2006] þurftu þeir hinir sömu að fylgja eftir tillögu frá fjárhagsnefnd FIFA en með augum dagsins í dag þá átti sú tillaga aldrei að vera samþykkt," sagði Franz Beckenbauer í yfirlýsingu sem BBC sagði frá. „Ég, sem forseti umræddrar skipulagsnefndar, tek ábyrgðina á þessum mistökum," bætti Franz Beckenbauer við. Franz Beckenbauer sem hélt upp á sjötugsafmælið sitt á dögunum fékk tvisvar sinnum Gullboltann sem besti knattspyrnumaður Evrópu (1972 og 1976) en hann vann HM sem leikmaður (og fyrirliði) 1974 og sem þjálfari 1990. FIFA Fótbolti Tengdar fréttir Cantona kærir New York Cosmos Eric Cantona er farinn í mál við bandaríska fótboltaliðið New York Cosmos. 21. maí 2015 08:15 Fleiri háttsettir menn hjá FIFA undir rannsókn Siðanefnd Alþjóðaknattspyrnusambandsins mun greina frá frekari rannsóknum síðar í dag. 21. október 2015 07:00 Platini gefst ekki upp Michel Platini ætlar í forsetaframboð hjá FIFA þó svo hann sé grunaður um spillingu. 19. október 2015 15:00 Beckenbauer ósáttur við leikmannaveltuna hjá Bayern Franz Beckenbauer, heiðursforseti Bayern München, segir að liðið hafi gert mistök á leikmannamarkaðnum í janúar. Hann er ekki sáttur með hvernig þýska félagið hefur hagað sér á leikmannamarkaðnum undanfarið. 10. maí 2015 15:30 Beckenbauer nú til rannsóknar vegna spillingarmála innan FIFA Franz Beckenbauer og formaður spænska knattspyrnusambandsins eru tvö nýjustu nöfnin sem hafa flækst í rannsókn Alþjóðaknattspyrnusambandsins á spillingu meðal háttsettra starfsmanna sambandsins. 21. október 2015 17:00 Mest lesið Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport „Ísland er eini óvinur okkar“ Fótbolti Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið Fótbolti Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar Fótbolti Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Fótbolti Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Fótbolti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Fótbolti Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Fótbolti „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fótbolti Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Körfubolti Fleiri fréttir Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Segir að treyja Man United sé þung byrði Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fær líklega inn aðra týpu en Albert í liðið Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið „Við munum þurfa að leggja okkur alla fram“ „Ísland er eini óvinur okkar“ Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar „Ætlum að keyra inn í þetta“ „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Spánverjar og Belgar skoruðu sex Onana samþykkir skiptin til Tyrklands Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Ingibjörg fékk rautt í fyrsta leiknum með Freiburg Sjá meira
Franz Beckenbauer, sem bæði varð heimsmeistari með þýska landsliðinu sem fyrirliði og þjálfari, hefur viðurkennt mistök nefndar sem hann fór fyrir þegar Þjóðverjar sóttust efir því að fá að halda heimsmeistaramótið í fótbolta 2006. Beckenbauer viðurkennir mistökin en neitar því að Þjóðverjar hafi keypt atkvæði eins og fréttir bárust af á dögunum. Beckenbauer er einn háttsettum mönnum innan FIFA sem hefur verið til rannsóknar vegna spillingarmála. Beckenbauer var yfirmaður skipulagsnefndar heimsmeistarakeppninnar í Þýskalandi sumarið 2006 en Þjóðverjar höfðu betur í baráttu við Suður-Afríku þegar FIFA kaus um hvar keppnin ætti að fara fram. Sú kosning fór fram árið 2000 eða sex árum fyrir keppnina. Fréttatímaritið Der Spiegel sló því upp hjá sér að 6,7 milljónir evra hafi farið í það að kaupa atkvæði í kosningunni sem fór fram hjá Framkvæmdanefnd FIFA en þýska knattspyrnusambandið hefur neitað þessum ásökunum. Beckenbauer kom strax fram og neitaði því að hafa staðið fyrir því að hafa kaupa atkvæði fyrir kosninguna. Þýska knattspyrnusamband réð lögfræðifyrirtæki til að kanna málið betur og var Beckenbauer tekin í yfirheyrslu. Þar tók hann ábyrgð á þessum mistökum. „Til að fá nauðsynlega styrki frá FIFA [til að halda HM 2006] þurftu þeir hinir sömu að fylgja eftir tillögu frá fjárhagsnefnd FIFA en með augum dagsins í dag þá átti sú tillaga aldrei að vera samþykkt," sagði Franz Beckenbauer í yfirlýsingu sem BBC sagði frá. „Ég, sem forseti umræddrar skipulagsnefndar, tek ábyrgðina á þessum mistökum," bætti Franz Beckenbauer við. Franz Beckenbauer sem hélt upp á sjötugsafmælið sitt á dögunum fékk tvisvar sinnum Gullboltann sem besti knattspyrnumaður Evrópu (1972 og 1976) en hann vann HM sem leikmaður (og fyrirliði) 1974 og sem þjálfari 1990.
FIFA Fótbolti Tengdar fréttir Cantona kærir New York Cosmos Eric Cantona er farinn í mál við bandaríska fótboltaliðið New York Cosmos. 21. maí 2015 08:15 Fleiri háttsettir menn hjá FIFA undir rannsókn Siðanefnd Alþjóðaknattspyrnusambandsins mun greina frá frekari rannsóknum síðar í dag. 21. október 2015 07:00 Platini gefst ekki upp Michel Platini ætlar í forsetaframboð hjá FIFA þó svo hann sé grunaður um spillingu. 19. október 2015 15:00 Beckenbauer ósáttur við leikmannaveltuna hjá Bayern Franz Beckenbauer, heiðursforseti Bayern München, segir að liðið hafi gert mistök á leikmannamarkaðnum í janúar. Hann er ekki sáttur með hvernig þýska félagið hefur hagað sér á leikmannamarkaðnum undanfarið. 10. maí 2015 15:30 Beckenbauer nú til rannsóknar vegna spillingarmála innan FIFA Franz Beckenbauer og formaður spænska knattspyrnusambandsins eru tvö nýjustu nöfnin sem hafa flækst í rannsókn Alþjóðaknattspyrnusambandsins á spillingu meðal háttsettra starfsmanna sambandsins. 21. október 2015 17:00 Mest lesið Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport „Ísland er eini óvinur okkar“ Fótbolti Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið Fótbolti Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar Fótbolti Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Fótbolti Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Fótbolti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Fótbolti Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Fótbolti „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fótbolti Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Körfubolti Fleiri fréttir Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Segir að treyja Man United sé þung byrði Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fær líklega inn aðra týpu en Albert í liðið Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið „Við munum þurfa að leggja okkur alla fram“ „Ísland er eini óvinur okkar“ Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar „Ætlum að keyra inn í þetta“ „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Spánverjar og Belgar skoruðu sex Onana samþykkir skiptin til Tyrklands Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Ingibjörg fékk rautt í fyrsta leiknum með Freiburg Sjá meira
Cantona kærir New York Cosmos Eric Cantona er farinn í mál við bandaríska fótboltaliðið New York Cosmos. 21. maí 2015 08:15
Fleiri háttsettir menn hjá FIFA undir rannsókn Siðanefnd Alþjóðaknattspyrnusambandsins mun greina frá frekari rannsóknum síðar í dag. 21. október 2015 07:00
Platini gefst ekki upp Michel Platini ætlar í forsetaframboð hjá FIFA þó svo hann sé grunaður um spillingu. 19. október 2015 15:00
Beckenbauer ósáttur við leikmannaveltuna hjá Bayern Franz Beckenbauer, heiðursforseti Bayern München, segir að liðið hafi gert mistök á leikmannamarkaðnum í janúar. Hann er ekki sáttur með hvernig þýska félagið hefur hagað sér á leikmannamarkaðnum undanfarið. 10. maí 2015 15:30
Beckenbauer nú til rannsóknar vegna spillingarmála innan FIFA Franz Beckenbauer og formaður spænska knattspyrnusambandsins eru tvö nýjustu nöfnin sem hafa flækst í rannsókn Alþjóðaknattspyrnusambandsins á spillingu meðal háttsettra starfsmanna sambandsins. 21. október 2015 17:00