Audi RS6 Performance er 605 hestafla úlfur í sauðagæru Finnur Thorlacius skrifar 22. október 2015 14:21 Audi RS6 Performance. Jalopnik Það eru ekki margir bílar yfir 600 hestöfl sem líta jafn sakleysislega út og þessi Audi RS6 fjölskyldubíll. Þeir eru heldur ekki margir langbakarnir sem flutt geta fullt af farþegum og farangri sem skarta annarri eins kraftavél og er undir húddinu á þessum kostagrip. Hefðbundinn Audi RS6 er “aðeins” 560 hestöfl, en það fannst Audi mönnum ekki nóg og bætti við 45 hestöflum. Þrátt fyrir það hefur eyðsla bílsins ekki aukist. Þessi Performance-útfærsla verður einnig í boði í Audi RS7. Báðir taka þeir sprettinn í hundraðið á 3,7, sem er 0,2 sekúndum fyrr en hefðbundinn RS6 nær. Hámarkshraðinn er 305 km/klst. Að sjálfsögðu er þessi bíll ekki ódýr og kostar Audi RS6 Performance 117.000 evrur og RS7 127.000 evrur, eða 16,7 milljónir króna og RS7 18,2 milljónir. Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Innlent Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Erlent Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Innlent Bíll í ljósum logum á Skaganum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Innlent
Það eru ekki margir bílar yfir 600 hestöfl sem líta jafn sakleysislega út og þessi Audi RS6 fjölskyldubíll. Þeir eru heldur ekki margir langbakarnir sem flutt geta fullt af farþegum og farangri sem skarta annarri eins kraftavél og er undir húddinu á þessum kostagrip. Hefðbundinn Audi RS6 er “aðeins” 560 hestöfl, en það fannst Audi mönnum ekki nóg og bætti við 45 hestöflum. Þrátt fyrir það hefur eyðsla bílsins ekki aukist. Þessi Performance-útfærsla verður einnig í boði í Audi RS7. Báðir taka þeir sprettinn í hundraðið á 3,7, sem er 0,2 sekúndum fyrr en hefðbundinn RS6 nær. Hámarkshraðinn er 305 km/klst. Að sjálfsögðu er þessi bíll ekki ódýr og kostar Audi RS6 Performance 117.000 evrur og RS7 127.000 evrur, eða 16,7 milljónir króna og RS7 18,2 milljónir.
Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Innlent Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Erlent Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Innlent Bíll í ljósum logum á Skaganum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Innlent