Nær útilokað að Telati- fjölskyldan fái hér hæli Sæunn Gísladóttir skrifar 21. október 2015 07:00 Telati-fjölskyldunni frá Albaníu var synjað um hæli hér á landi á föstudaginn. vísir/gva Ólíklegt er að Telati-fjölskyldan frá Albaníu komi til með að fá dvalarleyfi hér. Þar sem Albanía stendur fyrir utan EES þá njóta íbúar landsins ekki sömu ívilnana og ríkisborgarar EES, þeir geta aftur á móti sótt um dvalarleyfi hér á landi. Margs konar dvalarleyfi eru til, má þar nefna dvalarleyfi vegna fjölskyldusameiningar, náms, atvinnu og á grundvelli mannúðar. Svo virðist sem fjölskyldan nái hins vegar ekki að uppfylla skilyrði þeirra. Fjölskyldan hefur gefið það út að hún vilji vinna hörðum höndum og eignast gott líf á Íslandi. „Við viljum gjarnan vinna hörðum höndum og sjá um okkur sjálf. Við þurfum ekki endilega hæli eða styrk frá ríkinu, bara tækifæri til að búa okkur sjálf til líf í landinu,“ sagði Aleka Telati í viðtali við Fréttablaðið í síðustu viku. Á dögunum buðust báðum foreldrunum störf hjá Gló. Ólíklegt er hins vegar að atvinnutilboðið dugi til að fá dvalarleyfi. Hægt er að fá dvalarleyfi á grundvelli atvinnu ef einstaklingur er sérfræðingur, atvinnumaður í íþróttum eða ef ríkir skortur á vinnuafli. Hjónin eru ekki með sérfræðiþekkingu til að fá dvalarleyfi á grundvelli hennar. Hins vegar gætu þau mögulega fengið leyfi vegna skorts á vinnuafli sem ríkir í þjónustugeiranum. Fyrir hrun voru þess háttar dvalarleyfi algeng. „Ef það er skortur á vinnuafli getur fólk sótt um slík leyfi, og það fer í gegnum Vinnumálastofnun að hluta. Það þarf samt að auglýsa það innan EES fyrst,“ segir Skúli Á. Sigurðsson, lögfræðingur og verkefnastjóri hælissviðs hjá Útlendingastofnun. Jafnvel ef foreldrarnir gætu fengið leyfi vegna skorts á vinnuafli er það dvalarleyfi tímabundið, auk þess gætu börnin ekki fengið að vera með þeim. „Ef þú ert sérfræðingur þá getur fjölskyldan þín fengið að vera hérna sem aðstandandi sérfræðings, en það á ekki við þegar um ræðir skort á vinnuafli,“ segir Skúli. Skúli segir mikilvægt að halda því til haga að hæliskerfið sé neyðarkerfi, það sé einungis ætlað þeim sem er ógnað í heimaríki sínu. „Það er ekki ætlað sem einhvers konar tæki til búferlaflutninga. Það er mjög mikilvægt að greina á milli þeirra sem eru í sárri neyð, annars vegar af því að líf þeirra og frelsi er í hættu, og hins vegar þeirra sem eru að leita sér að vinnu. Þú getur hvergi í heiminum gengið inn í land og fengið að vera þar eins og ekkert sé nema einhverjir gagnkvæmir samningar liggi fyrir um það. Albanía er ekkert undanskilin þessum reglum frekar en önnur ríki. Þegar fólk kemur í rauninni undir því yfirskini að sækja um vernd gegn ógnun sem virðist ekki vera fyrir hendi, þá skapast þar með enginn réttur til einhvers annars leyfis til að vera hérna, þó að það sé þungbært að snúa aftur til síns heima,“ segir Skúli. „Undanfarin ár hefur reynst mjög erfitt að fá dvalarleyfi á grundvelli atvinnu,“ segir Helga Vala Helgadóttir, lögmaður með sérhæfingu í málefnum útlendinga. Hún telur að dvalarleyfi af mannúðarástæðum sé besta lausnin. „Mér fyndist einfaldast að veita þeim dvalarleyfi á grundvelli mannúðar vegna erfiðra aðstæðna heima fyrir og erfiðra aðstæðna barnanna,“ segir hún. Dvalarleyfi af mannúðarástæðum eru veitt vegna heilbrigðisaðstæðna, íþyngjandi félagslegra aðstæðna í heimalandi og vegna annarra íþyngjandi ástæðna. Aðstæðurnar þurfa hins vegar að vera mjög brýnar, til dæmis mjög knýjandi heilbrigðisástæða þegar ekki er fyrir hendi heilbrigðisþjónusta í heimalandinu. Að sögn Skúla eru mjög sjaldan veitt dvalarleyfi af mannúðarástæðum hér á landi. Flóttamenn Tengdar fréttir Útlendingastofnun útskýrir sérstaklega hælismál Albana "Rétt er að taka fram að hvert mál er rannsakaða sérstaklega, bæði varðandi persónulegar aðstæður viðkomandi heima fyrir og almennar aðstæður þar.“ 20. október 2015 15:31 Afhendir tíu þúsund undirskriftir: „Það er alveg nóg svigrúm til að breyta þessari ákvörðun“ Illugi Jökulsson segir glórulaust að vísa eigi Telati-fjölskyldunni úr landi. 20. október 2015 12:31 Mest lesið Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Láta bandarískan gísl lausan Erlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Innlent Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Innlent Fleiri fréttir Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Sjá meira
Ólíklegt er að Telati-fjölskyldan frá Albaníu komi til með að fá dvalarleyfi hér. Þar sem Albanía stendur fyrir utan EES þá njóta íbúar landsins ekki sömu ívilnana og ríkisborgarar EES, þeir geta aftur á móti sótt um dvalarleyfi hér á landi. Margs konar dvalarleyfi eru til, má þar nefna dvalarleyfi vegna fjölskyldusameiningar, náms, atvinnu og á grundvelli mannúðar. Svo virðist sem fjölskyldan nái hins vegar ekki að uppfylla skilyrði þeirra. Fjölskyldan hefur gefið það út að hún vilji vinna hörðum höndum og eignast gott líf á Íslandi. „Við viljum gjarnan vinna hörðum höndum og sjá um okkur sjálf. Við þurfum ekki endilega hæli eða styrk frá ríkinu, bara tækifæri til að búa okkur sjálf til líf í landinu,“ sagði Aleka Telati í viðtali við Fréttablaðið í síðustu viku. Á dögunum buðust báðum foreldrunum störf hjá Gló. Ólíklegt er hins vegar að atvinnutilboðið dugi til að fá dvalarleyfi. Hægt er að fá dvalarleyfi á grundvelli atvinnu ef einstaklingur er sérfræðingur, atvinnumaður í íþróttum eða ef ríkir skortur á vinnuafli. Hjónin eru ekki með sérfræðiþekkingu til að fá dvalarleyfi á grundvelli hennar. Hins vegar gætu þau mögulega fengið leyfi vegna skorts á vinnuafli sem ríkir í þjónustugeiranum. Fyrir hrun voru þess háttar dvalarleyfi algeng. „Ef það er skortur á vinnuafli getur fólk sótt um slík leyfi, og það fer í gegnum Vinnumálastofnun að hluta. Það þarf samt að auglýsa það innan EES fyrst,“ segir Skúli Á. Sigurðsson, lögfræðingur og verkefnastjóri hælissviðs hjá Útlendingastofnun. Jafnvel ef foreldrarnir gætu fengið leyfi vegna skorts á vinnuafli er það dvalarleyfi tímabundið, auk þess gætu börnin ekki fengið að vera með þeim. „Ef þú ert sérfræðingur þá getur fjölskyldan þín fengið að vera hérna sem aðstandandi sérfræðings, en það á ekki við þegar um ræðir skort á vinnuafli,“ segir Skúli. Skúli segir mikilvægt að halda því til haga að hæliskerfið sé neyðarkerfi, það sé einungis ætlað þeim sem er ógnað í heimaríki sínu. „Það er ekki ætlað sem einhvers konar tæki til búferlaflutninga. Það er mjög mikilvægt að greina á milli þeirra sem eru í sárri neyð, annars vegar af því að líf þeirra og frelsi er í hættu, og hins vegar þeirra sem eru að leita sér að vinnu. Þú getur hvergi í heiminum gengið inn í land og fengið að vera þar eins og ekkert sé nema einhverjir gagnkvæmir samningar liggi fyrir um það. Albanía er ekkert undanskilin þessum reglum frekar en önnur ríki. Þegar fólk kemur í rauninni undir því yfirskini að sækja um vernd gegn ógnun sem virðist ekki vera fyrir hendi, þá skapast þar með enginn réttur til einhvers annars leyfis til að vera hérna, þó að það sé þungbært að snúa aftur til síns heima,“ segir Skúli. „Undanfarin ár hefur reynst mjög erfitt að fá dvalarleyfi á grundvelli atvinnu,“ segir Helga Vala Helgadóttir, lögmaður með sérhæfingu í málefnum útlendinga. Hún telur að dvalarleyfi af mannúðarástæðum sé besta lausnin. „Mér fyndist einfaldast að veita þeim dvalarleyfi á grundvelli mannúðar vegna erfiðra aðstæðna heima fyrir og erfiðra aðstæðna barnanna,“ segir hún. Dvalarleyfi af mannúðarástæðum eru veitt vegna heilbrigðisaðstæðna, íþyngjandi félagslegra aðstæðna í heimalandi og vegna annarra íþyngjandi ástæðna. Aðstæðurnar þurfa hins vegar að vera mjög brýnar, til dæmis mjög knýjandi heilbrigðisástæða þegar ekki er fyrir hendi heilbrigðisþjónusta í heimalandinu. Að sögn Skúla eru mjög sjaldan veitt dvalarleyfi af mannúðarástæðum hér á landi.
Flóttamenn Tengdar fréttir Útlendingastofnun útskýrir sérstaklega hælismál Albana "Rétt er að taka fram að hvert mál er rannsakaða sérstaklega, bæði varðandi persónulegar aðstæður viðkomandi heima fyrir og almennar aðstæður þar.“ 20. október 2015 15:31 Afhendir tíu þúsund undirskriftir: „Það er alveg nóg svigrúm til að breyta þessari ákvörðun“ Illugi Jökulsson segir glórulaust að vísa eigi Telati-fjölskyldunni úr landi. 20. október 2015 12:31 Mest lesið Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Láta bandarískan gísl lausan Erlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Innlent Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Innlent Fleiri fréttir Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Sjá meira
Útlendingastofnun útskýrir sérstaklega hælismál Albana "Rétt er að taka fram að hvert mál er rannsakaða sérstaklega, bæði varðandi persónulegar aðstæður viðkomandi heima fyrir og almennar aðstæður þar.“ 20. október 2015 15:31
Afhendir tíu þúsund undirskriftir: „Það er alveg nóg svigrúm til að breyta þessari ákvörðun“ Illugi Jökulsson segir glórulaust að vísa eigi Telati-fjölskyldunni úr landi. 20. október 2015 12:31