Brjóta Barnasáttmála með brottvísun Snærós Sindradóttir skrifar 20. október 2015 09:00 Jouli og Jana, dætur Wael Aliyadah og Feryal Aldahash, bjuggu á götunni í Grikklandi áður en þær komu hingað til lands fyrir þremur mánuðum. Þeim var synjað um efnislega meðferð á máli sínu á föstudag. vísir/Stöð 2 Margt bendir til þess að Útlendingastofnun og íslenska ríkið brjóti ákvæði Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna þegar börnum, sem sækja um hæli hér á landi, er vísað úr landi. Upplýsingafulltrúi Rauða krossins segir flóttamannabúðir ekki stað fyrir börn. Í síðustu viku bárust fregnir af því að sýrlenskri fjölskyldu, foreldrum með tvær ungar dætur, væri synjað um landvistarleyfi vegna þess að þau hefðu þegar hlotið hæli í Grikklandi. „Það á ekki að senda börn í skaðlegar eða hættulegar aðstæður,“ segir Margrét María Sigurðardóttir, umboðsmaður barna.Margrét María SigurðardóttirHún segir það jafnframt brjóta gegn Barnasáttmálanum ef börn fá ekki að tjá sig um aðstæður sínar. „Aðstæður geta verið þannig að það varði hagsmuni barnanna beint að fá stöðu hælisleitenda. Að mínu mati þarf að skoða málin heildstætt, ekki bara út frá hagsmunum foreldranna.“ Embætti umboðsmanns barna hefur ekki heimild til að skera úr um hvort íslenska ríkið brjóti Barnasáttmálann. Dómstólar hafa úrskurðarvald um það svo höfða þarf mál til að fá úr þessu álitamáli skorið. Þriðja grein Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna hljóðar svo: „1. Það sem barni er fyrir bestu skal ávallt hafa forgang þegar félagsmálastofnanir á vegum hins opinbera eða einkaaðila, dómstólar, stjórnvöld eða löggjafarstofnanir gera ráðstafanir sem varða börn.“ Þá hljóðar 22. grein sáttmálans svo: „Aðildarríki skulu gera viðeigandi ráðstafanir til að tryggja að barn sem leitar eftir réttarstöðu sem flóttamaður, eða sem talið er flóttamaður samkvæmt viðeigandi reglum og starfsháttum þjóðaréttar eða landslaga, fái, hvort sem það er í fylgd foreldra eða annarra eða ekki, viðeigandi vernd og mannúðlega aðstoð við að nýta sér þau réttindi sem við eiga og kveðið er á um í samningi þessum og öðrum alþjóðlegum löggerningum á sviði mannréttinda- eða mannúðarmála sem ríki þau er um ræðir eiga aðild að.“Björn TeitssonBjörn Teitsson, upplýsingafulltrúi Rauða krossins, segir ekki talið öruggt að senda hælisleitendur aftur til Grikklands. „Það gefur mjög sterka vísbendingu um að þetta sé ekki í lagi. Sú staðreynd að samkvæmt kvótafyrirkomulagi Evrópusambandsins eigi að finna nýjan stað fyrir 40 þúsund flóttamenn í Grikklandi gefur líka þá vísbendingu að þetta sé ekki í lagi. Og ef þessar vísbendingar eru svona sterkar þá ættu börnin alltaf að njóta vafans.“ Á síðasta ári féll dómur við Mannréttindadómstól Evrópu. Þar komst dómstóllinn að því að Sviss hefði verið óheimilt að vísa hælisleitanda aftur til Ítalíu án þess að fá staðfestingu þess efnis frá Ítalíu að mannréttindi og þarfir hælisleitandans yrðu virt við komuna til landsins að nýju. „Þetta er í raun eitthvað sem íslensk stjórnvöld þyrftu að gera samkvæmt þessum dómi, ef þau ætla að halda því til streitu að senda þessa fjölskyldu úr landi. Þau þyrftu að krefjast þess að fá tryggingu fyrir því að mannréttindi þeirra og þar með talin barnanna yrðu virt,“ segir Björn. Sýrlenska fjölskyldan lýsti því yfir að í Grikklandi biði þeirra að búa á götunni. Hingað hafa líka komið fjölskyldur sem bjuggu í flóttamannabúðum í öðrum Evrópulöndum. Aðspurður hvort flóttamannabúðir séu undir einhverjum kringumstæðum hentugur staður fyrir börn að búa á segir Björn: „Ég held að mér sé óhætt að segja að þær séu það í rauninni ekki. Með stöðu flóttamanns ættir þú að fá aðgang að einhvers konar félagslegu kerfi en allt bendir til þess að vandinn í Grikklandi sé þeim ofviða. Börnin eiga að njóta vafans.“ Flóttamenn Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent „Hann stal henni“ Erlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir Erlent Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Innlent Fleiri fréttir Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Sjá meira
Margt bendir til þess að Útlendingastofnun og íslenska ríkið brjóti ákvæði Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna þegar börnum, sem sækja um hæli hér á landi, er vísað úr landi. Upplýsingafulltrúi Rauða krossins segir flóttamannabúðir ekki stað fyrir börn. Í síðustu viku bárust fregnir af því að sýrlenskri fjölskyldu, foreldrum með tvær ungar dætur, væri synjað um landvistarleyfi vegna þess að þau hefðu þegar hlotið hæli í Grikklandi. „Það á ekki að senda börn í skaðlegar eða hættulegar aðstæður,“ segir Margrét María Sigurðardóttir, umboðsmaður barna.Margrét María SigurðardóttirHún segir það jafnframt brjóta gegn Barnasáttmálanum ef börn fá ekki að tjá sig um aðstæður sínar. „Aðstæður geta verið þannig að það varði hagsmuni barnanna beint að fá stöðu hælisleitenda. Að mínu mati þarf að skoða málin heildstætt, ekki bara út frá hagsmunum foreldranna.“ Embætti umboðsmanns barna hefur ekki heimild til að skera úr um hvort íslenska ríkið brjóti Barnasáttmálann. Dómstólar hafa úrskurðarvald um það svo höfða þarf mál til að fá úr þessu álitamáli skorið. Þriðja grein Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna hljóðar svo: „1. Það sem barni er fyrir bestu skal ávallt hafa forgang þegar félagsmálastofnanir á vegum hins opinbera eða einkaaðila, dómstólar, stjórnvöld eða löggjafarstofnanir gera ráðstafanir sem varða börn.“ Þá hljóðar 22. grein sáttmálans svo: „Aðildarríki skulu gera viðeigandi ráðstafanir til að tryggja að barn sem leitar eftir réttarstöðu sem flóttamaður, eða sem talið er flóttamaður samkvæmt viðeigandi reglum og starfsháttum þjóðaréttar eða landslaga, fái, hvort sem það er í fylgd foreldra eða annarra eða ekki, viðeigandi vernd og mannúðlega aðstoð við að nýta sér þau réttindi sem við eiga og kveðið er á um í samningi þessum og öðrum alþjóðlegum löggerningum á sviði mannréttinda- eða mannúðarmála sem ríki þau er um ræðir eiga aðild að.“Björn TeitssonBjörn Teitsson, upplýsingafulltrúi Rauða krossins, segir ekki talið öruggt að senda hælisleitendur aftur til Grikklands. „Það gefur mjög sterka vísbendingu um að þetta sé ekki í lagi. Sú staðreynd að samkvæmt kvótafyrirkomulagi Evrópusambandsins eigi að finna nýjan stað fyrir 40 þúsund flóttamenn í Grikklandi gefur líka þá vísbendingu að þetta sé ekki í lagi. Og ef þessar vísbendingar eru svona sterkar þá ættu börnin alltaf að njóta vafans.“ Á síðasta ári féll dómur við Mannréttindadómstól Evrópu. Þar komst dómstóllinn að því að Sviss hefði verið óheimilt að vísa hælisleitanda aftur til Ítalíu án þess að fá staðfestingu þess efnis frá Ítalíu að mannréttindi og þarfir hælisleitandans yrðu virt við komuna til landsins að nýju. „Þetta er í raun eitthvað sem íslensk stjórnvöld þyrftu að gera samkvæmt þessum dómi, ef þau ætla að halda því til streitu að senda þessa fjölskyldu úr landi. Þau þyrftu að krefjast þess að fá tryggingu fyrir því að mannréttindi þeirra og þar með talin barnanna yrðu virt,“ segir Björn. Sýrlenska fjölskyldan lýsti því yfir að í Grikklandi biði þeirra að búa á götunni. Hingað hafa líka komið fjölskyldur sem bjuggu í flóttamannabúðum í öðrum Evrópulöndum. Aðspurður hvort flóttamannabúðir séu undir einhverjum kringumstæðum hentugur staður fyrir börn að búa á segir Björn: „Ég held að mér sé óhætt að segja að þær séu það í rauninni ekki. Með stöðu flóttamanns ættir þú að fá aðgang að einhvers konar félagslegu kerfi en allt bendir til þess að vandinn í Grikklandi sé þeim ofviða. Börnin eiga að njóta vafans.“
Flóttamenn Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent „Hann stal henni“ Erlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir Erlent Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Innlent Fleiri fréttir Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Sjá meira