Ekki megi tjalda nema á sérstökum svæðum Garðar Örn Úlfarsson skrifar 20. október 2015 09:00 Hornfirðingar vilja ekki að menn tjaldi hvar sem er. vísir/daníel Hornfirðingar vilja að breytingar verði gerðar á frumvarpi til laga um náttúruvernd þannig að heimild til að slá upp tjaldi í byggð verði þrengd svo aðeins verði leyfilegt að tjalda á skipulögðum tjaldsvæðum. Í umsögn sem lögð var fyrir bæjarráð Hornafjarðar er rakið að í frumvarpinu sé „fjallað um heimild til að tjalda í byggð við alfaraleið í óræktuðu landi til einnar nætur“ í tjöldum sem ætluð séu til gistingar. Segir í umsögninni að æ fleiri ferðamenn velji að ferðast á bílaleigubílum og svokölluðum „camperum“ fremur en í skipulögðum hópferðum. „Samhliða þessu hefur orðið vart við að ferðafólk skilur eftir úrgang af ýmsu tagi. Kostnaður við að hreinsa úrgang eftir ferðamenn við áningarstaði fellur á sveitarfélagið og aðra landeigendur,“ segir í umsögninni. Bent er á að mikil uppbygging hafi orðið á tjaldstæðum og greiður aðgangur sé að tjaldstæðum í byggð þar sem öll aðstaða sé til staðar. „Ferðamenn sem fara um landið í byggð ættu í langflestum eða öllum tilfellum að geta komist á skipulögð tjaldsvæði. Það er því með öllu óþarft að veita svo víðtæka heimild til að slá upp tjöldum í byggð sem frumvarpið gerir ráð fyrir,“ segir í umsögn Hornfirðinga. Sveitarstjórn Skaftáhrepps vill ekki að heimilt verði að nota tjaldvagna, fellihýsi og hjólhýsi nema á skipulögðum svæðum utan þéttbýlis nema með sérstöku leyfi. Í frumvarpinu er gert ráð fyrir að það sé leyft á óræktuðum svæðum í vegasambandi. „Næturdvöl veldur ónæði á landeiganda og aðra ferðamenn, óþrifnaði vegna úrgangs, ásamt aukinni eldhættu á viðkvæmum landsvæðum,“ segir í umsögn Skaftárhrepps þar sem jafnframt er varað við ýmsum hættum vegna náttúruhamfara. „Erfitt er að tryggja öryggi þeirra sem dveljast utan merktra svæða.“ Ferðamennska á Íslandi Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Lést í snjóflóði í Ölpunum Erlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Fleiri fréttir Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Sjá meira
Hornfirðingar vilja að breytingar verði gerðar á frumvarpi til laga um náttúruvernd þannig að heimild til að slá upp tjaldi í byggð verði þrengd svo aðeins verði leyfilegt að tjalda á skipulögðum tjaldsvæðum. Í umsögn sem lögð var fyrir bæjarráð Hornafjarðar er rakið að í frumvarpinu sé „fjallað um heimild til að tjalda í byggð við alfaraleið í óræktuðu landi til einnar nætur“ í tjöldum sem ætluð séu til gistingar. Segir í umsögninni að æ fleiri ferðamenn velji að ferðast á bílaleigubílum og svokölluðum „camperum“ fremur en í skipulögðum hópferðum. „Samhliða þessu hefur orðið vart við að ferðafólk skilur eftir úrgang af ýmsu tagi. Kostnaður við að hreinsa úrgang eftir ferðamenn við áningarstaði fellur á sveitarfélagið og aðra landeigendur,“ segir í umsögninni. Bent er á að mikil uppbygging hafi orðið á tjaldstæðum og greiður aðgangur sé að tjaldstæðum í byggð þar sem öll aðstaða sé til staðar. „Ferðamenn sem fara um landið í byggð ættu í langflestum eða öllum tilfellum að geta komist á skipulögð tjaldsvæði. Það er því með öllu óþarft að veita svo víðtæka heimild til að slá upp tjöldum í byggð sem frumvarpið gerir ráð fyrir,“ segir í umsögn Hornfirðinga. Sveitarstjórn Skaftáhrepps vill ekki að heimilt verði að nota tjaldvagna, fellihýsi og hjólhýsi nema á skipulögðum svæðum utan þéttbýlis nema með sérstöku leyfi. Í frumvarpinu er gert ráð fyrir að það sé leyft á óræktuðum svæðum í vegasambandi. „Næturdvöl veldur ónæði á landeiganda og aðra ferðamenn, óþrifnaði vegna úrgangs, ásamt aukinni eldhættu á viðkvæmum landsvæðum,“ segir í umsögn Skaftárhrepps þar sem jafnframt er varað við ýmsum hættum vegna náttúruhamfara. „Erfitt er að tryggja öryggi þeirra sem dveljast utan merktra svæða.“
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Lést í snjóflóði í Ölpunum Erlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Fleiri fréttir Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Sjá meira