Norræn yfirlýsing á loftslagsráðstefnu Garðar Örn Úlfarsson skrifar 31. október 2015 07:00 Dagur B. Eggertsson borgarstjóri og Sóley Tómasdóttir, forseti borgarstjórnar, fara bæði á loftslagsráðstefnu Sameinu þjóðanna. vísir/vilhelm Sex borgarfulltrúar í Reykjavík sækja loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í París í desember. Sömuleiðis munu fulltrúar umhverfisnefndar Alþingis fara utan auk embættismanna á þessu sviði. Á ráðstefnunni má búast við að borgarstjórar norræna höfuðborga leggi fram sameiginlega yfirlýsingu í loftslagsmálum. Um það var fjallað á fundi fulltrúa höfuðborga landanna í Reykjavík í júní og er reiknað með að frá þessu verði gengið í Danmörku í næstu viku. „Vonast ég til þess að borgarstjórar höfuðborga Norðurlandanna skrifi undir yfirlýsingu um að draga úr útblæstri gróðurhúsalofttegunda umfram það sem ríkisstjórnir landanna hafa skuldbundið sig til,“ segir Dagur B. Eggertsson borgarstjóri í pistli í gær. „Á þessari loftslagsráðstefnu koma saman fjörutíu þúsund manns frá öllum heiminum til þess að reyna að samræma vinnubrögð og viðbrögð við stærsta viðfangsefni samtímans; að bregðast við loftslagsbreytingum af mannavöldum,“ segir Sóley Tómasdóttir, forseti borgarstjórnar, sem verður meðal ráðstefnugesta. „Borgir gegna lykilhlutverki í að draga úr mengun og í losun gróðurhúsaloftegunda. Reykjavíkurborg hefur mjög metnaðarfull plön í þessum efnum og önnur sveitarfélög hafa það líka,“ segir Sóley. Aðspurð hvort nauðsynlegt sé að senda sex borgarfulltrúa úr Reykjavík á ráðstefnuna í París bendir hún á að um sé að ræða mjög stóran vettvang fyrir sveitarstjórnir. „Borgir hafa verið að pressa mjög á sínar ríkisstjórnir um að taka þarna afdrifaríkar ákvarðanir og metnaðarfullar í þágu okkar allra og okkur finnst mjög mikilvægt að við fylgjum því eftir með þessum hætti,“ segir Sóley. Kjörnir fulltrúar sem fara á ráðstefnuna auk Sóleyjar og Dags eru aðrir oddvitar framboða í borgarstjórn; Halldór Halldórsson, S. Björn Blöndal, Guðfinna Jóhanna Guðmundsdóttir og Halldór Auðar Svansson. Alþingi Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent Bergþór dregur framboðið til baka Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent „Þetta er pólitísk vakning“ Innlent Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Erlent Fleiri fréttir Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar Sjá meira
Sex borgarfulltrúar í Reykjavík sækja loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í París í desember. Sömuleiðis munu fulltrúar umhverfisnefndar Alþingis fara utan auk embættismanna á þessu sviði. Á ráðstefnunni má búast við að borgarstjórar norræna höfuðborga leggi fram sameiginlega yfirlýsingu í loftslagsmálum. Um það var fjallað á fundi fulltrúa höfuðborga landanna í Reykjavík í júní og er reiknað með að frá þessu verði gengið í Danmörku í næstu viku. „Vonast ég til þess að borgarstjórar höfuðborga Norðurlandanna skrifi undir yfirlýsingu um að draga úr útblæstri gróðurhúsalofttegunda umfram það sem ríkisstjórnir landanna hafa skuldbundið sig til,“ segir Dagur B. Eggertsson borgarstjóri í pistli í gær. „Á þessari loftslagsráðstefnu koma saman fjörutíu þúsund manns frá öllum heiminum til þess að reyna að samræma vinnubrögð og viðbrögð við stærsta viðfangsefni samtímans; að bregðast við loftslagsbreytingum af mannavöldum,“ segir Sóley Tómasdóttir, forseti borgarstjórnar, sem verður meðal ráðstefnugesta. „Borgir gegna lykilhlutverki í að draga úr mengun og í losun gróðurhúsaloftegunda. Reykjavíkurborg hefur mjög metnaðarfull plön í þessum efnum og önnur sveitarfélög hafa það líka,“ segir Sóley. Aðspurð hvort nauðsynlegt sé að senda sex borgarfulltrúa úr Reykjavík á ráðstefnuna í París bendir hún á að um sé að ræða mjög stóran vettvang fyrir sveitarstjórnir. „Borgir hafa verið að pressa mjög á sínar ríkisstjórnir um að taka þarna afdrifaríkar ákvarðanir og metnaðarfullar í þágu okkar allra og okkur finnst mjög mikilvægt að við fylgjum því eftir með þessum hætti,“ segir Sóley. Kjörnir fulltrúar sem fara á ráðstefnuna auk Sóleyjar og Dags eru aðrir oddvitar framboða í borgarstjórn; Halldór Halldórsson, S. Björn Blöndal, Guðfinna Jóhanna Guðmundsdóttir og Halldór Auðar Svansson.
Alþingi Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent Bergþór dregur framboðið til baka Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent „Þetta er pólitísk vakning“ Innlent Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Erlent Fleiri fréttir Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar Sjá meira